Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1995, Side 5

Bjarmi - 01.12.1995, Side 5
AÐALGREIN að allt seni særir og íþyngir börnum Guðs sé verk djöfulsins. Það svar leysir ekki heldur gátuna. Það ýtir henni bara annað. Vegurinn Við skuluni heldur fara aðra leið, feta ann- an veg. „Ég er vegurinn," sagði Kristur. „Sá sem hefur séð mig, hefur séð föður- inn.“ Hann er svarið við því hvernig Guð er. Hann er svarið við því hvar Guð er þegar sorgin slær og þjáningin sækir okkur heim. Við sjáum hann í harmkvælamann- inum, sem er kunnugur þjáningum. Þegar við leitum svara á hans vegi verður okkur brátt ljóst að hann kennir okkur að við getum aldrei fundið svar við ráðgátu þjáningarinnar utan frá, sem áhorfendur. En Jesús hefur séð og reynt það allt innan frá og úr djúpunum. „Guð rninn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig!“ hrópaði hann í kvöl sinni, - eins og raunabörnin jafnan. Hann deildi gleði himn- anna rneð englum Guðs en afsalaði sér því öllu til að geta verið hjá þér, manns barn, í raunum þínum. Jesús einn er svar Guðs við hrópum Jobs og spurn- ingum þínum andspænis ráðgátu þjáningarinnar. Hann sem afsalaði sér öllu, varð fátækur, varnar- laus, algjörlega. Hann er Guð liinna varnarlausu, hann er Guð hinna fátæku, hann er Guð hinna smáðu, hann er Guð þeirra sem verða undir þegar heljarbylgjan brotnar. Þetta er engin skýring, engin lausn gátunnar. En þetta varpar Ijósi á hana og leiðir fram til þess svars sem eitt sefar og fullnægir. Hvers vegna lætur Gub þetta gerast? Þegar sorgin sækir heim eða ógnarfréttina ber að eyrum, þá spyr barnið, og við sem andspænis því ógurlega og ógnvænlega erum vissulega börn: Hvers vegna lætur Guð þetta gerast? Hún liggur svo undur nærri sú hugsun að Guð sé örlagavaldurinn sem í blindni vefur þann vef sem læsir okkur í viðjum sínum, hann kippi í spottana, hann stjómi og Og ekki er hitt hótinu skána þegar menn reyna að útskýra þjáninguna sem verk óvinarins, djöfulsins, aÖ allt sem særir og íþyngir börnum GuÖs sé verk djöfulsins. Sr. Karl Sigurbjörnsson er sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. 5

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.