Bjarmi - 01.12.1995, Síða 13
lagði Vilhjálmur nokkurs konar alþýðuher og réðst á
ensk virki milli ánna Forth og Tay. í september
mætti enski herinn honuni við Forth nálægt Stirling.
Enski herinn þurfti að fara yfir mjóa brú á ánni og
það notfærðu Vilhjálmur og félagar sér og unnu þeir
mikinn sigur. Síðan tók hann Stirlingkastala herskildi
og um tíma var Skotland næstum laust við ensk
hersetulið. í október réðst hann svo inn í Norður-
England.
Þegar hann sneri til baka til Skotlands í desember
var hann sleginn til riddara og lýstur verndari
skoska konungdæmisins og ríkti því í raun í nafni
hins fangelsaða konungs. Þrátt fyrir það studdu
margir aðalsmenn hann með semingi og enn átti
hann eftir að mæta Játvarði I. sjálfum sem herjaði í
Frakklandi um þessar mundir. í mars 1298 sneri
Játvarður til baka til Englands og í júlí réðst hann
inn í Skotland. 22. þess mánaðar beið her Vilhjálms
lægri hlut við Falkirk. Flerstyrkur hans var nú í
molum og í desember sagði hann af sér sem vemdari
konungdæmisins og við tóku Róbert de Bruce, sem
síðar varð konungur Skota (Róbert I), og Jóhann
Comyn „hinn rauði“.
Einhverjar heimildir eru til um að Vilhjálmur
Wallace hafi farið til Frakklands árið 1299 og síðar
orðið leiðtogi skæruliðahóps á Skotlandi en frá
haustinu 1299 og næstu fjögur ár er nánast ekkert
vitað um ferðir hans.
Þrátt fyrir að flestir skosku aðalsmannanna hafi
lýst yfir hollustu við Játvarð I. árið 1304 héldu
Englendingar áfram að eltast við Vilhjálm. 5. ágúst
árið 1305 var hann loks tekinn höndum, sakfelldur
og dæmdur til dauða fyrir drottinssvik við Játvarð I.,
þrátt fyrir að hann hefði aldrei svarið honum
hollustueið. Hann var síðan hengdur upp, pyntaður
og hálshöggvinn í London 23. ágúst árið 1305.
Árið eftir stóð Robert
Bruce fyrir uppreisn
gegn Englendingum
sem mögulegt er að
hafi leitt til sjálf-
stæðis Skotlands.
Sagan í
kvik-
myndinni
Handrit kvikmynd-
arinnar Braveheart er
skrifað af Randall
Wallace og mun rn.a. vera
byggt á sagnaljóðinu frá 15.
öld auk hæfilegrar blöndu af
ást og þjóðernisrómantík. Myndin
hefst þegar Vilhjálmur Wallace er barn
að aldri. Faðir hans fellur í bardaga við enska
herinn. Föðurbróðir hans tekur hann að sér og sér til
þess að hinn ungi Vilhjálmur kemst út í hinn stóra
heim og menntast. Hann snýr svo til baka til heima-
byggðar sinnar og kvænist þar æskuást sinni á laun.
Ekki líður á löngu þar til hún er drepin af enskum
hennönnum þegar hún veitir mótspyrnu við nauðg-
unartilraun. Sá atburður veldur þáttaskilum í lífi
Vilhjálms. Hann safnar að sér her alþýðuinanna og
stjórnar blóðugri frelsisbaráttu gegn Játvarði I.
Englandskonungi. Hver sigurinn vinnst af öðrurn og
hann kemst í kynni við franskættaða prinsessuna af
Wales, svo náin að hún ber barn hans undir belti. Að
lokum bíður hann ósigur fyrir Játvarði I. við Falkirk
þegar skoskir aðalsmenn svíkja hann. Að lokum er
hann svikinn í hendur Englendinga og dæmdur til
dauða í London. Þar er hann pyntaður og tekinn af
lífi.