Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1995, Page 15

Bjarmi - 01.12.1995, Page 15
F - SÍÐAN Sælgætisgerðarmaður nokkur í Indiana-fylki í Bandaríkjununr langað til að framleiða vöru, sem vitnisburður væri fólginn í. Hann bjó því til sérstakan jólabrjóstsykur sem var í laginu eins og stafur. Stafurinn átti að tákna sitt af hverju í fæðingu, starfi og dauða Jesú Krists. Maðurinn byrjaði með lengju af hreinum, liörð- um, livítum brjóstsykri. Hvíti liturinn táknaði meyfæðingu og syndleysi Jesú. Hart efni táknaði bjargið trausta, grundvöll kirkjunnar og óhagganleg fyrirheit Guðs. Sælgætisgerðarmaðurinn hafði brjóstsykurinn sem „J“ í laginu til að vísa á hið dýrðlega nafn Jesú, sem kom til jarðar sem frelsari okkar. Það gæti líka táknað starl' góða hirðisins, sem hann notar til að seilast niður í gjótur tilverunnar og lyfta upp föllnum lömbum, sem ratað hafa í villur eins og aðrir sauðir. Nú þótti sælgætisframleiðandanum góðgætið vera í einfaldara lagi og því skreytti hann það með rauðum röndum. Mjóu rákirnar þrjár sýndu förin eftir húðstrýkinguna, sem Jesús varð að þola til að við mætturn fá lækningu okkar meina. Breiða, rauða röndin var fyrir blóðið, sent úthellt var á krossi Krists svo að við rnættum fá fyrirheitið um eilíft líf. Illu lieilli varð þetta góðgæti þekkt sem „brjóst- sykurstarfurinn". merkingarlaust skraut til notk- unar um jólaleytið. En merkinguna má enn finna fyrir þá, sem „hafa eyru til að heyra og augu til að sjá með." Við skulum biðja þess að þetta tákn megi á ný verða notað til vitnisburðar um undur Jesú og hinn stórkostlega kærleika Guðs, sem til okkar kom um jól og hefur æ síðan verið og er enn ríkjandi grundvallarafl í heiminum. 15

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.