Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 6
BROTIÐ TIL MERGJAR áfangastað. Síðast liðið ár voru sendar rúmar 16.000.000 kr. til hjálparstarfa. ABC hjálparstarf hefur átt farsælt samstarf við nokkra virta aðila s.s. Mission of Mercy, Norrænu barnahjálpina og Uganda Australia Foundation. Allir þessir aðilar eiga ABC hjálparstarjhefur áttfarsdt samstarf við nokkra virta aðila s.s. Mission of Mercy, Norrmu barnahjálpina og Uganda Australia Foundation. það sameiginlegt að starfa undir kristnum formerkjum. ABC hjálparstarf er til húsa að Sigtúni 3 Reykjavík. Skósöfnun Steinars Waage hf. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Steinar Waage hf. hefur staðið fyrir nýstárlegri tegund af hjálparstarfi. Um er að ræða söfnun sem sér- hæfir sig í skóm. Safnað er skóm af öllum stærðum og gerðum. Ég ræddi við Snorra Waage, son Steinars, og fékk hann til að fræða mig um söfnunina. Gamall skólabróðir Steinars, þjóðverji nokk- ur, hefur verið hvata- maður að skósöfnun í þýskalandi og má segja að það hafi kveikt hugmyndina að söfnuninni hér heima hjá Steinari. Var þetta árið 1993. Segja má að það sé náungakærleikurinn sem hér ríkir, þ.e. að gefa öðrum það sem þeir geta ekki veitt sér sjálfir. Það sem við teljum ónothæft getur verið gulls igildi í öðrum heims- hlutum. Endurnotkun á skóm dregur úr mengun við eyðingu þeirra. í sumum löndum getur þetta einnig skapað atvinnu í viðkomandi landi t.d. við viðgerðir. Sumstaðar eru skórnir gefnir en í öðrum löndum seldir og andvirðið fer þá til góðs málefnis. Ástæðan fyrir því að skór eru stundum seldir er sú að það myndi særa stolt fólksins í viðkomandi landi að þiggja þá að gjöf. Upphæðirnar eru þó ekki háar. Sem dæmi má nefna kvenfélag við kirkju nokkra á Grænhöfðaeyjum. Félagið tók við skónum og seldi og nýtti ágóðann til að styrkja skólastarf barna í sókninni. Gefandi setur skóna sína í skógám sem fer með skipi til Hamborgar. Þar tekur virt hjálparstofnun við þeim. Þar eru þeir flokkaðir og sendir á þá staði þar sem þörf er fyrir þá. Kostnaðurinn við söfnunina er lítill en fellur á Steinar Waage hf. Minnt er á gámana í sumum auglýsingum fyrir- tækisins og starfsfólk fyrirtækisins sér um þá vinnu sem hér er unnin. Flutningsmiðlunin Jónar sér um pappírsmál án endurgjalds, Plastprent hefur gefið ruslapoka fyrir skóna, Samskip lánar gám og flytur fritt en þýska stofn- unin greiðir uppskipunarkostnað og hafnargjöld. Gámur- inn er nú staddur við verslunina í Dómus Medica en stefnt er að samstarfi við aðra aðila um staðsetningu á gámnum. Viðbrögð fólks hafa verið mjög jákvæð og þvi finnst oft gott að geta leyft öðrum að nota skó sem það er hætt að nota. Sumir hafa meira að segja látið laga skó áður en þeir hafa gefið þá. Nú þegar hafa verið send út um 110 þúsund pör og til samanburðar eru flutt inn um 900.000 pör af skóm á ári. Samband íslenskra kristniboðsfélaga Árið 1929 var Samband tslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) stofnað í tengslum við starf Ólafs Ólafssonar sem starfaði sem kristniboði í Kína til margra ára. Starfið hefur vaxið til muna siðan og hafa íslenskir kristniboðar einbeitt sér að Eþíópiu og Kenýu. íslendingar eru í nánu samstarfi við Norðmenn og hefur það samstarf verið afar farsælt. Það er ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvaða tilgangi kristniboð þjóni og margir eru þeir sem gera sér mjög rangar hugmyndir um kristniboð, álíta jafnvel að kristni- boðar geri ekki annað en að eyðileggja menningu og arð- ræna viðkomandi þjóð eða þjóðflokka. Slíkar hugmyndir eru fjarri því að gefa raunsæa mynd af raunverulegu kristniboði. Ég hef kynnt mér aðferðir og hugmyndir íslenskra kristniboða lítið eitt auk þess sem ég var svo heppinn að fá tækifæri til að heimsækja kristniboðssvæði í Kenýju sl. sumar. Ég sannfærðist um það að það starf sem verið er að vinna eru unnið af mikilli ábyrgð og kærleika til þeirra sem 1 hlut eiga. Rík áhersla er lögð á að vinna með heimafólki og leyfa frumkvæðinu að koma frá því sjálfu. Ég hef kosið að kalla kristniboðið boðun fagnaðar- erindisins í orði og verki. Kristniboð felur nefnilega mun

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.