Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 16
FRÆÐSLA Sá sem trúir á Jesú Kríst hefur afkkðst þessum óhreinujötum, rétt eíns og týndi sonurinn nr Jærður úr lötjunum þegar hann kom heim tilfökr síns. Hvers vegna \á að vera að klœða sig ajtur í óhreinujötin? Þau hæja ekki lengur. Páll byrjar á því að tala um llf og dauða. Par vísar hann til þess sem kemur fram í 2. kafla Kólossubréfsins að kristinn maður sé dáinn með Kristi i skírninni og upp- vakinn frá dauðum fyrir trú á hann. Þetta er staða okkar sem erum kristin, eigum trú á Jesú Krist og erum skírð til nafns hans. Við erum dáin og upprisin með honum. Petta er ef til vill dálítið framandi hugsun. Pað sem Páll á við er að við erum dáin undan syndinni og þjónustunni við hana og upprisin til að þjóna Guði og lifa honum. Pess vegna eigum við að hugsa um það sem er hið efra, horfa til himins, horfa til Jesú Krists sem er upprisinn og lifandi við hægri hönd Guðs. Og þess vegna eigum við að deyða hið jarðneska í fari okkar, eins og það er orðað. Á frummálinu er reyndar talað um að deyða limina sem við jörðina eru bundnir. Hvernig ættu limir dáins manns að láta á sér kræla? Hvað eru þeir að fálma eftir syndinni úr því að líkaminn er dáinn undan valdi hennar? Það mætti ef til vill kalla það andlegan draugagang! En Páll segir: Nei, þið eruð dáin með Kristi - deyðið þvi hið jarðneska í fari ykkar, látið það ekki taka völd í lífi ykkar. Og svo telur hann upp það sem hæfir ekki kristnu fólki: „Hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágrind, sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun'1 (3,5). Við teljum okkur ef til vill sleppa þar sem þetta séu nú frekar vondar syndir sem okkur hafi tekist að sneyða hjá að mestu leyti. En slík hugsun er blekking og freistingin liggur alltaf við dyrnar. í þessu sambandi er okkur hollt að minnast túlkunar Jesú á nokkrum boðorðanna í Fjallræðunni (Mt. 5:17-48). Þar beinir Jesús athyglinni að hugarfarinu að baki hinum vondu verkum. Synd i hugsun er ekkert skárri í augum Guðs en synd í orði eða verki. Synd er alltaf synd. Og við getum líka lesið áfram hjá Páli í Kólossubréfinu og þá fer hann að tala um hluti sem við þekkjum liklega vel. Hann talar um að við eigum að „segja skilið við allt þetta: Reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð. Ljúgið ekki hver að öðrum...“ (3:8-9). Hér getur enginn skotið sér undan. Og tökum eftir því að hér er verið að tala um afstöðu okkar og framkomu hvers við annað, við þá sem í kringum okkur eru. Gömlu fötin í framhaldi af þessu talar Páll um „fataskiptin": „Pér hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans og íklæðst hinum nýja.“ Sá sem er kristinn hefur „skipt um föt“. Hann hefur afklæðst „hinum gamla manni“ sem er maður syndarinnar. Hann hefur farið úr gömlu, óhreinu fötunum sem eru ötuð synd, illvirkjum, ljótum hugsunum og verkum, öllu sem spillir og eyðileggur, öllu sem stríðir gegn heilögum vilja Guðs. Sá sem trúir á Jesú Krist hefur afklæðst þessum óhreinu fötum, rétt eins og týndi sonur- inn var færður úr lörfunum þegar hann kom heim til föður síns. Hvers vegna þá að vera að klæða sig aftur í óhreinu fötin? Þau hæfa ekki lengur. Við mætum ekki í skítugum vinnugalla í kvöldverðar- boð, það er ekki við hæfi. Eins er það með lífið í Guðs ríki. Þar hæfir ekki að klæðast skítugum klæðum hins gamla manns sem lifði í þjónustu syndarinnar. Girndin, reiðin, bræðin, vonskan, lastmælin, svívirðilega orðbragð- ið og lygarnar... þetta passar ekki við nýju fötin. Ógætileg orð, allt það sem særir og lítilsvirðir aðra, allt sem skemm- ir samfélag okkar hvers við annað, já, kærleiksleysi, met- ingur, baktal, svik og hroki - það væri hægt að telja svo margt upp - þetta hæfir ekki hinum nýja manni. Að leyfa syndinni að grasséra áfram i lífi okkar er eins og að hlaupa í alla drullupolla í sparifötunum á leið í veisluna og koma þangað grútskitugur. Nýju fötin Hvernig lita svo nýju fötin út? Hér erum við ekki að tala um nýju fötin keisarans. Við erum að tala um raunveruleg 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.