Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 26
HVAÐ ER ...? Kjartan Jónsson Hvað er sjm ii amsn d? Aseinni árum hefur áhrifa ýmissa trúarbragða frá fjarlægum löndum gætt hér á landi. Þeim er það flestum sameiginlegt að eiga upphaf sitt að rekja til Indlands, ekki síst hindúasiðar. Birtingarform þeirra eru mismunandi svo sem ýmis form innhverfrar íhugunar og nýaldarstefnu, sem leggur meðal annars áherslu á endur- holdgun og þess háttar, en stéttaskipulag Indlands er aíleiðing þeirra hugmynda. Margir gera sér ekki grein fyrir hvað þetta er og láta meinleysislegt og jafnvel aðlaðandi yfirborð villa sér sýn. Ýmsir nýaldarsinnar hafa á undanförnum mánuðum talað um sjamanisma sem eitthvað nýtt og mjög athyglisvert. Svo virðist sem þeir sem hlut eiga að máli geri sér ekki fullkomna grein fyrir hvað þetta er. En hvað er sjamanismi? ( iÓÐIR ANDAR + LJÓS / { . ANDAR 1 FORFEÐRANNA ILLIR ANDAR Önnur heimsmynd Sjamanismi er tækniorð í trúarbragðafræðum. Það er upprunnið á meðal Tungusmanna í Síberíu. Þessi þjóð skiptir tilverunni í þrennt, efsta svið þar sem góðir andar og ljós eru, miðsvið þar sem mennirnir lifa og hrærast ásamt ðndum þessa heims og neðra svið þar sem illir andar eru og myrkur. Sjaman er sérfræðingurinn, sem getur bæði farið inn á efsta og neðsta sviðið mönnum tii hjálpar. ffann er eins konar sjáandi eða spámaður, sem getur með ýmsum aðferðum fundið út orsakir sjúkdóma, óhamingju eða óáranar. Með öðrum orðum, hann svarar því hvers vegna hið illa gerðist. Þó að hugtakið sjaman sé upprunnið í Síberíu, er það notað almennt um fólk, sem hjálpar öðrum til að fást við vandamál illskunnar í tilverunni og til að uppljúka leyndardómum framtíðarinnar. Sjaman finnur t.d. út hvaða andi eða ópersónulegi kraftur valdi ákveðnum sjúkdómi. Þetta gerir hann með hjálp ákveðinna anda, sem hann hefur stjórn á. Þeir fara inn í hann, án þess að hann sé haldinn af þeim, hann talar við þá, fær upplýsingar frá þeim og rekur þá siðan burt. Hann fer oft inn í heim andanna og berst við suma þeirra til að snúa sál aftur heim, sem hefur villst burt eða andarnir hafa hertekið. Á meðal eskimóa er sjamaninn sagður lækna sjúkdóma á þann hátt að andi hans fer út úr líkamanum og leitar að týndri sál sjúklingsins og snýr henni heim. Þannig læknar hann hinn sjúka. Sjaman er oftast karlmaður, en til eru samfélög þar sem konur þjóna þessu hlutverki. Töfralæknar Þessir sérfræðingar fá boðskap sinn eða þekkingu með ýmsu móti. Á meðal Tungusmanna verða þeir að vera haldnir öndum. Hjá eskimóum fá þeir boðskap sinn í draumum eða sýnum, með hjálp verndardýra sinna (tótema). í Afríku lesa þeir úr: 1) Legu prika, greina eða sandala, sem kastað hefur verið upp í loft. Lesið er úr legu hlutanna og innbyrðis afstöðu þeirra eftir að þeir eru lentir. 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.