Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 17
FRÆÐSLA föt, þau föt sem Jesús Kristur gefur okkur og heilagur andi lætur sjást í lífi okkar. Við erum að tala um réttlætisskrúða Krists. Og hann á að sjást. Hann er ekki gabb og blekking eins og nýju fötin keisarans. Föt sem ekki sjást koma að litlu gagni. Trú sem setur ekkert mark á líf okkar er býsna haldlítil. Hún er þá orðin eins og nýju fötin keisarans. Við stöndum þá á nærbrókinni einni saman andlega talað. Páll postuli lýsir því í Kólossubréfinu hvernig nýju fötin lita út. Hann lýsir hinum nýja manni sem mótast eftir þeirri æðstu fyrirmynd sem til er. Hann á að mótast eftir Kristi. „íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra“ (3:12-13). Þetta er það sem á að einkenna okkur sem kristið fólk. Þetta er það sem heilagur andi vill koma til leiðar í lífi okkar. Þetta er sá ávöxtur andans sem á að spretta fram hjá okkur og Páll talar um í Galatabréfinu (5:22). Hér skiptir máli fyrir okkur að skilja hvert samhengið er. Við erum ekki sjálf eða í eigin krafti að kalla þetta fram í lífi okkar. Umskiptin eru raunveruleiki í lífi okkar fyrir trú á Jesú Krist. Guð vill að afleiðingar þess sjáist í lífi okkar. Það er heilagur andi hans sem vinnur verkið. Þess vegna þarf hann að fá að komast betur að í lífi okkar til að svo geti orðið. Þess vegna þarf orð hans og andi að fá að móta okkur. Hér er verið að tala um eftirfylgdina við Jesú Krist, það að feta í hans fótspor, gera allt eins og hann eigi í hlut en ekki menn (Kól. 4:23). Páll segir: „Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið það allt í nafni Drotins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann“ (Kól. 3:17). Og minna má á orð Jesú: „Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Mt. 25:40). Hvernig? Hvernig getur þetta gerst í lífi okkar? Hvernig getur trúin sett mark sitt á það? Hvernig fær heilagur andi unnið sitt verk í okkur? Hvernig getur orð Guðs mótað okkur? Það gerist aðeins í nánu samfélagi við Drottin okkar og frelsara, Jesú Krist. Nálægðin við hann skiptir öllu máli. Ég veit ekki hvort við tökum eftir því, en staðreyndin er sú að við mótumst af þeim sem við umgöngumst. Ef við viljum í rauninni líkjast Jesú Kristi þurfum við að umgang- ast hann mikið, dvelja í nálægð hans, svo að kærleikur hans móti allt líf okkar. Páll postuli endar einmitt umfjöllun sína um fataskiptin í Kólossubréfínu á því að tala um yfirhöfnina, kápuna eða frakkann, sem á að hylja allt annað og það er kærleikur- inn: „íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjör- leikans11 (3:14). Kærleikurinn er það band sem bindur okkur við frelsarann og hvert við annað. „Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hver annan,“ sagði Jesús Qóh. 13:34). Og þá erum við ekki að tala um einhverja rómantíska tilfinningu sem við köllum ást heldur fórnandi og skilyrðislausan kærleika Jesú Krists Trú sem setur ekkert mark d líf okkar er býsna haldlítil. Hún er jw orðin eins og nýju fötin kei sarans. sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Sá kærleikur á að einkenna okkur sem viljum fylgja honum. Það gerist þegar við lifum með Jesú, í nánu samfélagi við hann, og leyfum honum að móta okkur. Niðurlag Fataskiptin eru raunveruleiki. Ef við eigum trú á Jesú Krist og erum skírð til nafns hans hafa umskiptin átt sér stað. Hinn gamli maður sem þjónaði syndinni er dáinn. Hinn nýi maður er uppvakinn af Guði til að við getum þjónað honum. Hvaða afleiðingar hefur það í lífi okkar? Orð Guðs segir að við eigum stöðugt að afklæðast hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja vegna þess að við virðumst sífellt haldin þeirri áráttu að vilja fara aftur í gömlu fötin. Þegar Lúther útskýrir merkingu skírnarinnar í Fræðunum minni segir hann: „Hún merkir það, að hinn gamli Adam í oss á að drekkjast fyrir daglega iðrun og yfirbót og deyja með öllum syndum og vondum girndum og aftur á móti daglega fram að koma og upp aftur að risa nýr maður, sá er lifi að eilífu í réttlæti og hreinleik fyrir Guði“ (Kirkjan játar, bls. 272). Guð er ríkur af fyrirgefningu. Hann hreinsar okkur af hverri synd þegar við leitum til hans í iðrun og trú og hann gefur okkur kraftinn til að lifa íklædd hinum nýja manni. Leyfum því heilögum anda hans að komast að í lífi okkar og vinna þar sitt verk. Heimildir: Douglas, J. D. (ed.) 1980. The New lllustrated Bible Dictionary. Leicester. Einar Sigurbjörnsson. 1991. Kirkjan játar. Reykjavík. Gilbrant, Th. (red.) 1965. Illustrert Bibelleksikon. Oslo. Lohse, E. 1971. Colossians and Philemon. Philadelphia. Moule, C.F.D. 1968. The Epistles to the Colossians and to Philemon. Cambridge. Overland, P. 1973. Kolosserbrevet og brevettil Filemon. Oslo. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.