Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 15
GunnarJ. Gunnarsson FRÆÐSLA Um gömul og ný föt eða samband trúar og breytni Flestir verða við glaðir og ánægðir þegar þeir eignast ný föt. Þó er það stundum svo að okkur þykir svo vænt um gömlu fötin okkar eða finnast þau svo þægileg að við viljum helst ekki hætta að ganga í þeim þótt þau séu orðin slitin og varla við hæfi að vera í þeim, a.m.k. ekki innan um annað fólk. Ekki veit ég hvort við lítum á það sem róttæk umskipti í lífi okkar þegar við eignumst ný föt og getum hætt að nota þau gömlu. í þriðja kafla Kólossubréfsins (v. 1-17) er Páll postuli hins vegar að tala um róttæk umskipti, þau róttæku umskipti sem hafa orðið í lífi þeirra sem trúa á Jesú Krist og eru skírðir í hans nafni. Hann talar jafnframt um þær afleiðingar sem þau umskipi eiga að hafa í lífi þeirra sem trúa. Og þá er málið farið að snúast um lífernið eða breytnina og það er alltaf dálítið óþægilegt. í þessari grein ætlunin er fjalla um tengsl trúar og breytni og tala í því sambandi um fataskipti. Umskiptin Grundvöllur þess að þau róttæku umskipti, sem Páll talar um í Kólossubréfinu, geti orðið í lífi okkar er sá að Guð gerðist maður og vitjaði okkar í syni sínum Jesú Kristi. Þá gekk Guð í ábyrgð fyrir okkur, Jesús Kristur gaf líf sitt í okkar stað svo að við öðluðumst frelsi undan synd og dauða og gætum eignast nýtt og eilíft líf með Guði. Án þessa atburðar gætu engin umskipti átt sér stað í lifi okkar. Án Jesú Krists erum við föst í skítugum og götóttum lörfum og ættum okkur enga von. En vegna Jesú Krists er allt breytt. Okkur standa til boða ný og hrein föt. Hér kemur saga Jesú um týnda soninn upp í hugann (Lk. 15:1 lnn). Hann var fjarri föðurhúsum búinn að glata öllu. Hann var í óhreinum lörfum að gæta svina þegar hann áttaði sig á hvernig fyrir honum var komið. Þá ákvað hann að halda heim til föður síns og biðja hann að miskunna sér. Faðir hans tók vel á móti honum, klæddi hann i ný föt og sló upp veislu. Þessi dæmisaga Jesú er saga um okkur. Hún lýsir stöðu okkar fjarri Guði, án samfélagsins við hann, án trúarinnar á Jesú Krist. Og hún lýsir þeim róttæku umskiptum sem verða þegar við snúum heim og biðjum Guð að miskunna sig yfir okkur af því að við höfum syndgað gegn honum. Þá erum við færð úr óhreinum fötum syndarinnar og í ný föt réttætisins og hreinleikans. Afleiðingarnar Það er á þessu sem Páll postuli byggir i þriðja kafla Kólossubréfsins. Umskiplin eru orðin. Breytingin er veruleiki vegna trúarinnar á Jesú Krist. Nú er að taka afleiðingunum af því. Með öðrum orðum: Trúin á Jesú Krist, lífið í hans nafni, samfélagið við Guð, á að hafa áhrif á líf okkar. Við frelsum okkur ekki rneð verkum okkar. Við gerum okkur ekki þóknanleg Guði með hegðun okkar. Það cr Guð einn sem frelsar. En trú okkar á hann Fflðir hans tók vel á móti honum, kkddi hann í nýjöt og sló upp vdslu. Pessi dmisaga Jesú er sflga um okkur. og frelsunin sem hann hefur gefið okkur hlýtur að koma fram í lífi okkar og breytni. Jakob talar um þetta í bréfi sínu þegar hann segir að trúin sé dauð án verkanna (sjá Jak. 2:14-17). Trú sem engu kemur til leiðar í lífi okkar er dauð. Hún er bara sýndarmennska. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.