Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 21
UM VÍÐA VERÖLD 450 ár frá dánardœgri Lúthers Marteinn Lúther lést 18. febrúar árið 1546. Það eru því 450 ár frá dánardægri hans um þessar mundir. Þess hefur víða verið minnst í lútherskum kirkjum og þarf það ekki að koma á óvart því fáir kristnir einstaklingar hafa haft meiri áhrif á samtíð sína og allar götur síðan en Marteinn Lúther. Ofsóknir gegn kristnum Aðstæður kristinna manna eru einna verstar í islömskum ríkjum. Þetta kemur fram í yfirliti um ofsóknir á hendur kristnum mönnum í blaðinu Ápne Dorer. Sómalía er efst á listanum en önnur lönd sem eru ofarlega á blaði eru Sádí- Arabía, Súdan, Komorene, íran, Marokkó, Egyptaland, Quatar, Maldivene og Jemen. Lönd sem ekki eru islömsk og eru ofarlega á listanum eru Kína og Norður-Kórea. Ástandið virðist hafa versnað undanfarið, einkum í ýmsum löndum islams, svo sem Sómalíu, Egyptalandi, Alsír, Marokkó og Úsbekistan. 10/40 glugginn Landsvæðið, sem afmarkað er með rammanum, er á milli 10. gráðu og 40. gráðu norðlægrar breiddar og er stundum nefnt „10/40 glugginn". Þar eiga heima 95% þeirra jarðarbúa sem þekkja ekki fagnaðarboðskapinn um Jesú Krist - en einungis fimm að hverjum hundrað kristniboðum starfa á þessu svæði. Dökki bletturinn er Egyptaland. Sjá greinar á bls. 24 og 28 hér í blaðinu. Noregur: Meiri hluti vill þjóðkirkju áfram 54% Norðmanna vilja óbreytta skipan mála varðandi norsku þjóðkirkjuna. 27% vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi. Fleiri konur en karlar vilja að norska kirkjan verði áfram þjóðkirkja. 57% aðspurðra kvenna telja núverandi skipan góða en 51% karla. Bretland: Múslimar krefjast viðurkenn ingar Múslimar á Bretlandi verða æ rneir áberandi. Sl. haust voru haldnar fjölmennar ráðstefnur í London undir yfirskriftunum „Islam - eini vegur mannkyns1' og „Islam - hugsjón handa Bretlandi". Auk þess voru haldnar margar rninni ráðstefnur á síðasta ári þar sem mikilvægi Islams var haldið á lofti. Þeir sem fylgjast rneð starfsemi múslima á Bretlandi segja að þeir krefjist aukinnar eftirtektar og viðurkenningar bæði almennt meðal þjóðarinnar og einnig í einstðkum borgum og bæjum. Bhútan: Kristnir söfnuðir starfa á laun í Thimpu, höfuðborg Bhútans, hefur lítill, kristinn söfnuður starfað meira og minna á laun í 15 ár. Meirihluti safnaðarmanna á rætur að rekja til Nepal og hafa þeir hlotið stuðning kristinna manna handan landamæra Indlands. íbúar Bhútans eru flestir búddhatrúar. En i áranna rás hafa nokkrir litlir, kristnir söfnuðir myndast. í þrjú skipti hafa þeir átt kost á að hittast á sameigin- legri ráðstefnu kristinna manna i landinu sent nú eru taldir nokkur hundruð. Malajsía: Kirkjuklukkur bannaðar Yfirvöld í bænum Kota Baharu í Kelantanfylki í Malajsíu hafa bannað kristnum mönnum að nota kirkjuklukkur og syngja sálma. Islam er ríkistrú í Malajsíu og era strangtrúarmúslimar áhrifamiklir bæði I landsstjórn og bæjarstjóm. Bannið tók gildi 10. október sl. og gildir einnig fyrir hindúa. Þeim er bannað að syngja og dansa á hátíðum sínum. Hasan Abdullah, talsmaður bæjar- stjórnarinnar, segir að uppátæki af þessu tagi séu andsnúin sannri trú og leiði til siðleysis.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.