Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 13
MENNiNG OG LISTIR tónskáld snúa sér að fúgum ef höfuð hans væri fullt af stefjum sem hljómuðu sem „fúguhráefni“.“ Lewis og börn Lewis fékk oft spurningar er vörðuðu samskipti hans við börn. Nú var það vitað að hann átti engin börn sjálfur og umgekkst mest samkennara sína og aðra rithöfunda, þ.á.m. John Ronald Reuel Tolkien (1892-1973), höfund Hringadróttinssögu. Hversdagslega voru samskipti Lewis við börn engin fyrr en undir það síðasta að hann um- gekkst drengi bandarísku skáldkonunnar Joy Gresham, þá Douglas og David. í bréfi til bróður síns Warren lýsir Lewis börnum göngu- félaga síns Harwood á eftirfarandi hátt: „Börn hans eru orðin svo mörg að maður er löngu hættur að þekkja þau í sundur, ég þekki þau ekki frekar en grís úr stórri þvögu. Nokkrar hersveitir þeirra fylgdu okkur fyrsta spölinn, en snéru við eins og höfuðlaus her um leið og við höfðum lagt úr höfn.“ Hvernig gat þessi fimmtugi piparsveinn orðið vinsæll barnabókahöfundur? „Ég býst við að aldur skipti ekki jafnmiklu máli og fólk heldur. Ákveðnir hlutar af mér eru enn þá 12 ára og ég held að aðrir hlutar af mér hafi verið orðnir 50 þegar ég var 12, “ skrifar Lewis í bréfi til ungrar stúlku. Hann skrif- aðist á við mörg börn og talaði alltaf til þeirra sem jafningja. Hann leitaði ráða hjá þeim og tók mark á þeim. Hann mat fólk ekki eftir aldri enda hafa bæði fimmtugir og 12 ára gaman af því að ferðast til Narnlu. Elfráöur Kormákur Skúti leggur hér af stað til Narníu ásamt frændsystkinum sínum Lúsíu og Játvarði. Er ferð til Narníu flótti frá raunveruleikanum? Ferð til Narníu er ferð til annars raunveruleika, til alvöruveraldar án ódýrra lausna. Ævintýraheimur Lewis útilokar ekki þrætur, efa, baráttu og ósigra heldur varpar hann nýju ljósi á alla þessa hluti. Margir hafa fyrst tekið kristna trú alvarlega eftir ferð til Narníu, eins hefur heimur kristins manns hlotið dýpri merkingu. Petta eru meðmæli sem Yndisferðir hafa fram yfir aðrar ferðaskrifstofur. Gangið þvi um borð, spennið beltin og njótið ferðar- innar. H. E. M. Aö ofan: Leiðsögu- maðurinn C.S. Lewis. Aö neöan: C.S. Lewis sem barn. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.