Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 22
KRISTNIBOÐ Guð elskarþettafólk Af starfi og starfsumhverfi íslenskra kristniboða í Eþíópíu Margar kirkjur í Afríku eflast og leggja áherslu á aö boða fagnaðar- erindið meðal ættbálka og þjóða sem enn búa við heiðni. Lútherska kirkjan í Eþíópíu er slík trúboðskirkja. - Myndin hér að neðan er frá hátíðahöldum í Afríku. Lútherska kirkjan í Eþiópíu er kristniboðskirkja. Hún varð til vegna starfs útlendra kristniboða, m.a. frá íslandi, og nú vinnur hún sjálf að kristni- boði meðal margra þjóðflokka og ættbálka sem byggja hina víðáttumiklu Eþíópíu. íslendingar hafa komið við sögu í landnámi kirkjunnar í Suðvestur—Eþíópíu, í Ómó Rate og þar suður af. Á þeim slóðum er t.d. þjóðflokkurinn Dasenetsj. Guðlaugur Gíslason kristniboði reisti þar fyrstu bráðabirgðahúsin handa kristniboðunum. Sakir manneklu hefur ekki enn tekist að fá fjölskyldu til að setjast þar að til að hafa umsjón með prédikurum og fylgja starfi þeirra eftir. Fram kemur í bréfi, sem barst í lok liðins árs frá kristniboðunum Valgerði Gísladóttur og Guðlaugi Gunnarssyni og fjölskyldu þeirra í Arba Minch, að þau hjónin gætu vel hugsað sér að fara þangað — en þau eru bundin við mikilvæg verkefni í miðstöð suðvestur- umdæmis kirkjunnar í Arba Minch eins og mörgum lesendum Bjarma er kunnugt. Guðlaugur skoðaði þessi svæði nýlega. Hann segir að sér hafi orðið mikil upplyfting að kynnast starfinu, sem þar er hafið. Dasenetsjmenn eru hirðingjar. Þeir flakka um með hjarðir sínar og leita að högum og vatni. Ekki er auð- velt að ná tali af þeim og flytja þeim boðskapinn um Krist. Ýmsir siðir fólksins eru einkennilegir. Sjúkdómar hrjá marga og helsta ráðið er að þvo sjúklinginn í blóði úr nýslátruðu lambi. Böl og óáran stafar af ákærum og böl- bænum nágranna eða óvina, segja þeir. Nokkru sunmr, meða l Dasenetsjmanm, eru asnar matreiddir og þykir engum asnalegt! Norðar búa svo Múrsímenn. Þarþóttu kerramenn herramannsmatur. Þó er sagt að mannát sé aflagt nú til dags. Guðlaugi þótti ánægjulegt að koma í Voitódal og hitta gamla vini en þau Valgerður reistu þar kristniboðsstöð á sínum tíma. — Það er eins og hjarta okkar hjónanna hafi orðið eftir þar í dalnum, segir kristniboðinn. Kristnum mönnum í Voitó fer fjölgandi. Rétt fyrir áramótin höfðu 25 fullorðnir verið skírðir og 20 börn þeirra. Skólinn er kominn í notkun og áhugasamir nem- endur koma klukkan sex á hverjum morgni og fara heim þrem stundum síðar til að sinna þar skyldustörfum. 1 Erbore skammt frá Voitó er vísir að starfi. Þar hittast fáeinir kristnir menn í lítilli kirkju og prédikarar reyna að heimsækja fimm þorp. Þjóðflokkurinn er aðeins um 2000 manns. Norðar eru Birralemenn, ekki nema 70 manna þjóðarbrot. Þar er harður jarðvegur. 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.