Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 29
UM VÍÐA VERÖLD á Jesú Krist sem frelsara sinn. En óttinn er mikill og hefur ekki vikið frá honum. Hann flýði ofurmannlegt álag en kviðinn sleppir ekki tökum á honum. kynnst því á þessum tíma, sem hann hefur dvalist í Kairó, hversu múslimar fyrr á tímum hafa mátt stríða við ótta og öryggisleysi og hvernig þessi glíma er tengd gleðinni yfir að hafa opnað hjarta sitt fyrir Jesú Kristi sem frelsara sínum. Sjaldan hafa orðin „óttablandin gleði“ átt betur við en hér. Englendingurinn þarf að varast margar hugsanlegar gildrur í hversdagslífinu. Samt talar hann mest um hugsjónir og vonir. — Þegar við reynum að breiða út boðskapinn skyggnumst við eftir lykilmönnum, til dæmis höfði fjölskyldunnar, Ef hann tekur trú á Jesú er eðlilegt að fjölskyldan fylgi á eftir. Jafnframt opnast okkur enn eitt heimili þar sem við getum haldið samkomurnar okkar. Þannig lánast okkur hægt og örugglega að byggja upp kirkju. Dagurinn er mettaður af vinnu og erfiðum hugsunum. Til þessa hefur þeim tekist að forðast verstu gildrurnar. Þau breyta eftir reglunni að lifa einn dag í senn. Og samt velta þau fyrir sér með hvaða rökum þau geti sagst vilja dvelja áfram i landinu þegar þau geti ekki lengur sagt að tilefnið sé starf konunnar. Þrátt fyrir áhættuna Þau eru hálffertug, ensku hjónin, og búa i óþekktri íbúð í Kairó. Þau segjast dveljast þarna vegna starfa hennar. En í raun og veru fluttu þau til Kairó vegna þess að hann er einn af máttar- stólpunum í neðanjarðarkirkjunni i höfuðborg Egyptalands. Hann vinnur daglega að þvi að byggja upp og halda lífi í kristinni kirkju þar sem fyrrver- andi múslimar, sem eru kristnir, geti átt með sér kristilegt samfélag. — Yfirleitt erum við kristnir menn svo hræddir við islam að við þorum ekki að ögra þessum öflugu og ört vaxandi trúarbrögðum, segir hann. Hann er samt ófús að láta undan óttanum og leggja árar í bát. Og konan verður að vera sama sinnis. — Það er bæn okkar að Guð leiði kirkju sína inn í þjóð- félag múslíma, segir hann mildri röddu. Hann hefur gefið sjálfan sig skilyrðislaust til þess að svo geti orðið. En það krefst þess að hann verður að hafa vald á hverri hreyfingu sinni, vera vandlátur um hveija hann hefur samband við og fylgjast náið með framgangi starfsins. Og að sjálfsögðu eru vinnudagarnir langir og óreglulegir. Rétttrúnaðarkirkja kopta getur starfað án þess að óttast ofsóknir nema hvað ruglingslegar reglur og lélegur fjárhagur setur henni skorður. Lögin eru á móti neðanjarðarkirkjunni. Það er lögbrot að halda kristilegar samkomur á heimílunum. En heimasamkomumar eru eina tækifærið sem múslímum gefst til að hlýða á kristilega boðun, auka þekkingu sína í Biblíunni og taka þátt í kristilegu samfélagi. Fram hjá gildrunum — Lykillinn í starfinu, segir hann - er að virkja sem flesta múslímana eða að minnsta kostir einhverja þeirra sem Ranveig R0nningen—Vðri land orðnir eru kristnir, fá þá til þátttöku í starfinu. Hann hefur Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI islenskt og ilmandi nýtt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.