Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2002, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.12.2002, Qupperneq 4
Ein stærsta lexía sem ég hef lært á Astjörn er aó treysta Guói Rætt vió Boga Pétursson á Ástjörn Viótal: Pétur Björgvin Þorsteinsson Þaó er sunnudagur 10. nóvember 2002. Úti er frost og sólin glampar á húsþök- in á Akureyri. Leió mín liggur heim aó litlu einbýlishúsi vió Víðimýri 16. Þar búa heió- urshjón, komin á áttræðisaldur, Bogi Pét- ursson, oft nefndur Bogi á Ástjörn, og kona hans Margrét Magnúsdóttir. Erindi mitt er aó taka viðtal viö Boga. Mér þykir vænt um aó fá tækifæri til aó dvelja um stund hjá þessum hjónum sem eru mér sem foreldrar í trúnni. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk aó fara í fýrsta skipti meó Boga til Ástjarnar sem eru kristilegar sumarbúóir í Kelduhverfi í Noróur-Þingeyjarsýslu. Vió sem dvöldum á Ástjörn fengum aó njóta frásagnargleói Boga. Af einlægri trú sagöi hann okkur sögur úr Biblíunni þannig aó þær snertu okkur. Ég hlakka til viótalsins, því aó ég veit að frásögn Boga er enn í dag lituó gleói sem á rætur sínar í djúpri, smit- andi trú á Drottinjesú Krist. Þegarvió höf- um komió okkur fýrir í stofunni spyr ég Boga hvar hann sé fæddur og hverjir for- eldrar hans hafí verið. Ég er fæddur á Mjóeyri vió Eskifjöró 1925. Foreldrar mínir voru Pétur Björgvin Jónsson og Sigurbjörg Pétursdóttir. Þau voru afskaplega fátæk. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Eskifirói. Faóir minn var meó skóvinnustofu en hann hafói lært skósmíði. í kringum 1930 réóist hann ( þaó stórvirki aó kaupa vörubíl sem var sá fyrsti á Eski- firói. Hvernig kynntist þú trúnni? Ég hef alltaf verió frekar trúhneigóur. Ég held að móóir mín hafi alltaf verió trúuó. Hún lét okkur fara meó ,,Vertu Guó faðir, faóir minn“ á hverjum morgni. Ég held aó það hafi haft mikió aó segja aö áóur en ég fæddist þá var farió að biója fyrir mér. Götutrúboði sem feróaðist um Austurland var einu sinni sem oftar í kaffi hjá mömmu þegar hún var ólétt af mér. Hann spurói: „Sigurbjörg mín ertu nú ennþá meö eitt á leióinni?" ,Já, ég er þaó,“ segir hún. „Viltu ekki biója til Guðs um aó það verði strákur af því aó ég er komin meó þrjár stelpur?" Hann svarar: „Sigurbjörg, ég skal biója Guó aó gefa þér strák." Og hún fékk bæna- svar, strákurinn kom. Sumarbúóirnar Ástjörn, Kelduhverfi, Norður-Þingeyjarsýslu

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.