Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.2002, Blaðsíða 13
Vísdóms- og þekkingaroró Guólaugur Gunnarsson Þegar Guó gefur einstaklingum í söfnuói sérstaka and- lega hæfileika sem við köllum náðargjafir, þá er það til þess aó uppbyggja söfnuóinn, verða honum til upp- örvunar eða áminningar. Tvær gjafir andans eru sérstak- lega mikilvægar fýrir þá sem biðja fyrir öórum eða eru í sálgæslu. Þessargjafir hafa verió kallaðar vísdómsorð og þekkingaroró. Vísdómsoró Vísdómsoró eru opinberuó af anda Guós í ákveðnum að- stæóum, og eru ekki mannleg viska þess sem þau talar (1. Kor. 12,8). Þau eru viska frá Guói sem getur birt hvernig á að bregðast vió einhverju vandamáli eóa aðstæðum eöa svara einhverri spurningu við erfið skilyrói eða hvern- ig á að biðja í ákveðnum kringumstæóum eóa nota ein- hverja þekkingu sem fyrir er, (t.d. þekkingaroró frá Guði). Guó getur gefió slíkan vísdóm þegar þörf er á og sem svar vió bæn um slíkt. Stundum koma vísdómsoró fram með- an á fyrirbæn stendur. Þekkingaroró Þekkingaroró eru á sama hátt opinberuó af anda Guðs. Þau opinbera hulda þekkingu á kringumstæóum ákveð- ins einstaklings eóa ákveónum aóstæóum og geta þá varóaó eitthvaó úr fortíðinni, nútíðina eóa í framtíóinni. Stundum afhjúpar þessi gjöf synd (Postulasagan 5,1-4) og getur leitt til iórunar og afturhvarfs. Oft skilur sá sem fær þekkingaroróió ekki samhengió eóa hvaó þaó á vió. Þá er mikilvægt aó hlýóa og segja þaó samt. Sá sem þekk- ingaroróió á vió bregst þá við því. Þá má biöja um vís- dómsoró til hjálpar. Sem dæmi um þessa gjöf má nefna atvik sem kom fyr- ir predikara nokkurn, þegar hann kom á hótel. Hann var meó opinn huga fyrir því hvaó Guó vildi segja vió hann. Á barnum sá hann þá mann og sá eins og skrifaó yfir andlit hans „hórdómur”, og svo sá hann fyrir sér konu- nafn. Hann fór til mannsins á barnum og útskýrói fýrir honum aó Guð hefói minnt sig á aó tala vió hann. Svo spurói hann hvort hann hafi verió ótrúr eiginkonu sinni og hvort konan sem hann hafói haldió fram hjá meó héti því nafni sem hann hafði séó. Vió þessi oró var mannin- um brugóið og hann ióraðist geróa sinna. Predikarinn ræddi vió hann og aó lokum gafst þessi maóur Jesú. Hann hélt heim og játaói synd sína fyrir konu sinni og baó hana fyrirgefningar. Konan sá mikla breytingu á manni sínum og að lokum leiddi hann einnig hana til trú- ar áJesú. Hvernig eru þessar gjafir notaóar? Reynslan sýnir aó þeir sem beóið hafa um þekkingarorð í þjónustu eóa fyrirbæn fyrir öórum fá stundum slíka opin- berun: Allt í einu vita þeir hvernig í öllu liggur (tilteknu vandamáli eða sjá fyrir sér hugsýn eða oró, eóa heyra innra með sér eitthvaó, eóa finnst eins og sá sem beóió er fýrir sé í þörf fýrir eitthvaó ákveóió, eóa Guö áminnir þá sterklega aó biója fyrir einhverjum nálægum. Einnig getur Guó skotió okkur í hug einhverjum hugsunum sem vió greinum ekki í fýrstu að eru opinberun frá honum, en þegar vió tölum um þaó eóa hlýðnumst kemur í Ijós aó hugsunin var frá Guði. Tökum annaó dæmi um hvernig þessar gjafir eru not- aóar. Kona nokkur kom til fyrirbænar og vildi eignast betra samband vió Guó. Hópur fólks baó fýrir henni. Meðan þau voru aó biöja fékk einn úr hópnum þekking- aroró um að eitthvaó heföi komið fýrir konuna á ung- lingsárum hennar sem hamlaöi og batt hana í trúarlífi hennar og sambandi hennar við Guó. Kona gerói sér ekki grein fýrir hvaó þaó væri. Þá fekk annar vísdómsoró: Biójum fyrir þessum árum í lífi hennar og því sem geróist, aó Guó lækni sálarlíf hennar og leysi hana. Guðlaugur Gunnarsson er guðfrœðingur og kerfisfrceðingur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.