Bjarmi - 01.12.2002, Síða 19
Systkinin Ingunn 18 ára og Elías 14 ára.
skólanum en vió bræðurnir, sem eru auk
mín Aron 12 ára, Markús 8 ára og Birkir 6
ára. Tíu kennarar eru starfandi við skólann,
en ekki allir í fullu starfi, sjö norskir og þrír
danskir.
Hvernig líkar þér að vera íþessum skóla?
Mér finnst þaó bara mjög fínt, félagsskap-
urinn er góður og kennararnir ágætir. Mér
finnst langskemmtilegast í íþróttum og í frí-
mínútum. Eþíópíuvikan var mjög skemmti-
leg, ég var í hóp sem fjallaði um sögufræga
staði í Eþíópíu og var ég svo heppinn að
fara á suma þessa staði í haustfríinu með
fjölskyldunni, þaó var mjög skemmtilegt.
Hvað meðyngri brceðurykkar?
Ingunn: Þeir hafa það bara mjög gott,
Markús og Birkir skildu lítið í norsku til aó
byrja meó en núna eru þeir mjög duglegir
og eru búnir að eignast nokkra vini.
Finnstykkur þið bera ábyrgð áyngri brœðrum
ykkar?
Ingunn: Nei, nei, en það breytist kannski
eftir jól, þegar ég verð elst á heimavistinni
og reyni aó aóstoða bræóur mína.
Hvað gerið þið í frítímanum?
Elías: Við í unglingaskólanum erum öll góó-
ir vinir, Thea er í 10. bekk og er dönsk,
Andreas sem er danskur er í 9. bekk og
Ingeborg sem er norsk er í sama bekk. Svo
er það Benjamin sem erfrá Noregi, hann er
í 8. bekk. Vió strákarnir spilum oft fótbolta
og gerum margt fleira skemmtilegt.
Ingunn: Svenni kærasti minn er búinn að
vera í heimsókn í haust, hann hefur líka
stundaó fjarnám, en í frítímanum höfum
við gert margt, eins og t.d. spilaó tennis og
blak, farið i' göngutúra um bæinn, kynnst
Eþíópum og spilað á hljóófæri. Svenni fer
til Islands eftir jólin og auðvitað mun ég
sakna hans, en ég fer heim í vor og veró í
námi á Islandi næsta vetur.
Hefur norski skólinn tengsl við aðra skóla í borg-
inni?
Elías: Já, sænska skólann þar sem eru bara
átta nemendur. Hann leigireina kennslustofu
í norska skólanum og við höfum sameigin-
lega myndmenntatíma. Unglingaskólinn er í
samstarfi við þýskan skóla í leikfimi og við
förum þangaó og höfum tíma með þeim.
Svo er alltaf íþróttakeppni milli alþjóólegu
skólanna í Addis, sem eru um tólf talsins, við
tökum þátt í nokkrum greinum þar.
Hver er munurinn á að búa í Eþíópíu ogá Islandi?
Ingunn: Veðrið er allt annað hér, miklu
betra en á Islandi, svo finnst mér minna
stress hér og fólkió er mjög vingjarnlegt.
Það er frábær matur hérna, þjóöarrétturinn
Injera be Wott er uppáhaldsmaturinn minn.
Elías: Hér kostar kók aðeins 15 krónur,
svo margt er ódýrara. En það er líka mikil fá-
tækt, vió sjáum götubörn á hverjum degi,
þau búa á götunni og betla og eiga mjög
erfitt. Svo er líka mikil hungursneyð í landinu
núna, fólk hefur ekki fengió uppskeru lengi.
Ingunn: Við gefum götufólki stundum
mat, síðan styójum vió kirkjuna sem hjálp-
ar mörgum, en þaó er oft erfitt að horfa
upp á neyó fólksins.
Getið þið lýst fýrir okkur þvísem þið sjáið á leið-
inni ískólann?
Elías: Eins og viö sögóum er mikió af betl-
urum, en þaó er líka heilmikió um dýr í um-
ferðinni, asnar með byróar, kindur, geitur
og beljur.
Ingunn: Umferóarmenningin hér er væg-
ast sagt mjög sérstök, fjórir bílar troða sér
auðveldlega hlió vió hlið á eina akrein og á
morgnana tekur þaó Gerawork, eþíópíska
bílstjórann okkar, oft um fjörutíu mínútur
aó keyra 9 kílómetrana sem eru í skólann. I
umferóinni er mjög mikið af gangandi veg-
farendum og leigubílum sem stoppa þar
sem þeim hentar. Húsin eru mjög misjöfn
allt frá plastskýlum til flottra einbýlishúsa
og er þetta allt saman í einum graut.
Elías: Sheraton hóteliö er eitt af allra
stærstu og glæsilegustu hótelum í Afríku,
en hótelió er byggt í miöju fátækrahverfi,
svo andstæóurnar eru rosalegar.
19