Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2002, Síða 21

Bjarmi - 01.12.2002, Síða 21
Andlit Allt frá fýrsta degi lífs okkar erum við umkringd andlitum. Þau fýrstu sem við sáum skinu á okkur í ósegjanlegri gleði, með ósegjanlegum kærleika. Seinna kynntumst við þessum sömu andlit- um meó annan svip, harðan, strangan, - þegar við höfóum hegóaó okkur illa. Þegar við fórum aó kynnast jafnöldrum skimuðum við eftir andlitum sem okkurfélli vió, einhverjum sem svaraói tilliti okkar, vió leituðum eftir viðmóti sem sagði okkur: Eg vil vera vinur þinn. A unglingsárunum leituðum vió augna að horfa í, augna sem gáfu fýrirheit - um ást. Allt lífið erum við umkringd andlitum. Hvert þeirra segir sína sögu, sum eru döpur og áhyggjufull, önnur opin og brosandi, sum eru höró og lokuð, önnur rist rúnum langrar ævi þar sem saman eru ofnar rúnir sorgar og vonbrigða og rúnir gleði og vonar. Okkar eigin andlit segja öórum sitthvað um okkur, hver við erum og hvernig okkur líður. Og stundum setjum vió upp svip sem við notum sem grímu til að fela þaó sem eng- inn má sjá. I hvunndeginum skimum við eftir andlitum í þeirri von aó mæta brosi, vingjarnlegu til- liti, viðurkennandi augnaráói, hlýju, at- hygli, - við viljum gjarnan vera séð. Vinur mætir vini, það kemur glampi í augu, bros á vör. Samræða hefst, samfélag. Vinir deila hugsunum, tilfinningum, vonum. Samfélag. Augu sem mætast. Tveir, augliti til auglitis. Ef ég léti mér annt um þig, mundi ég horfa í augu þín þegar þú talar við mig mundi ég hugsa um þaó sem þú sagóir, fremur en það hvað ég ætla aó segja þegar þú hættir aó tala, mundi ég hlusta á tilfiningar þínar sem fólgnar eru í oróunum. Ef ég léti mér annt um þig... mundi ég hlæja meó þér, fremur en hlæja að þér mundi ég tala við þig, fremur en tala til þín og ég myndi vita hvenær ég ætti að þegja. Ef ég léti mér annt um þig mundi ég ekki klifra yfir múrana sem þú hefur reist, mundi ég bíða í þolinmæði þar til þú hleyptir mér inn, mundi ég ekki brjótast inn í leyndarmál þín heldur bíóa þar til þú fengir mér lykilinn Ef ég léti mér annt um þig mundi ég elska þig án skilyrða en ég myndi biðja um það besta sem þú hefur að gefa og reyna með gætni að laóa þaó fram. Sakkeus tollheimtumaður skimaði einmana eftir vingjarnlegri ásjónu, augum sem vildu horfa í hans. Hann fann þau. Jesús leit upp: „Sakkeus, flýt þér ofan!” Skyldi hann ekki í því sem á eftir fór hafa reynt þá umhyggju sem lýst er í þessu Ijóði sem ég man ekki lengur hvar ég fékk aó láni. Asjóna Jesú. Asjóna Guðs, sem leitar ásjónu minnar áreitnilaust, til að horfast í augu við mig, skína vió mér, til aó vingast við mig, til að blessa mig og gefa mér frið. Asjóna Guðs, sem bíður í þolinmæói eftir því aó ég líti upp og lesi úr ásjónu hans: Mér er annt um þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og gefi þér frió. (A kyrrðarstund í Hallgrímskirkju) Sr. Sigurður Pálsson er sóknarprestur í Hall- grímskirkju í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.