Bjarmi - 01.12.2002, Page 25
•w
•■',, .!, n- v*—)J ,„>u-u"''
‘,*í£í,w«^i h**-*—-*
■»*■
, l..,-1 "* ,f *-• ,„„m “•” ' , ,„.'"
n, VÍ« V"1 <n Hii ' ct„»
X. »'
,„-•*» .! .,.*■, i.-* 01 lí„„ w<»
iYuA* fr'"
4\*nO*
ir „,i
;;
\
I JC'V
ví« V- <n ',u ctn»
,..'•««.....
Kf» ‘L,».»„••• !■*'',;„’ ■1 ",£”»—'u'
,l»f,«*' *‘r' S\.»t“'"* ,u.t urP'' ntÍ'Ou,“'"
«*.ST«...»X
»•'■ ,'u •‘ h,>, »■'*' ,' r, j«"'»
hi':'.:',M,a»w
n° i.
n , A»n"U V.
ITttVift CVV
j^h»nncv4tí, ,><»>» "m u,;v
"e u\ Jl* I
Vof°u , «*»»* VA* '
**“’b»* '!\‘n
)-■““ '■-*”',v*
,k',
* 1 „ |»cn‘** ” .
,<'»■'■ ”V.w,
I"1”" f, c
■agí** ’ e un»J»«t '*‘"‘
«nJU,„ scn* ‘ b,U
-Uln»n,'■ m hict'^*11
....nȒnv-'e
V«nf*iS
u<
\ í'
\ n-J. >c'w'•'*■''
\ ■»
\ v^,,**** *up*'* k „tbo»»
\ ttf* o1*' ■ , b*»'n ' ' '
; \ ^X»1',í'
\ fesrisr,
\ •»• ^**u’:•'.'««*■'*'
• -»> |t-1'
oró Biblíunnar verði okkur lifandi oró Guðs
þegar þaó er lesió eða á þaó hlustaó. Guð
vinnur verk sitt í okkur fyrir oró sitt og
Heilagan anda.
Boóskapur Biblíunnar er innblásinn -
ekki af því að Guó hafi lesið höfundunum
fýrir þaó sem þeir skrifuóu, heldur vegna
þess að Guð hefur flutt okkur boðskap um
hjálpræóið sem er ætlaó öllu fólki á öllum
tímum.
Sannleikur Biblíunnar
Viö trúum ekki á Biblíuna heldur á þríeinan
Guð sem hefur opinberað sig. Guð hefur
gefiö okkur skynsemi og hana megum viö
gjarnan nota til að greina hvaó í orói hans
á erindi til okkar hverju sinni. Munum líka
alltaf að við erum kristin af náó Guðs fyrir
trú ájesúm Krist en ekki vegna þess að við
höfum samsinnt trúaratrióum eða tekið
bókstaflega hverja einustu setningu sem
stendur í Biblíunni.
Það er t. d. ekkert sáluhjálparatriói að
trúa því að Guó hafi skapað heiminn á sex
dögum eins og lýst er í 1. kafla I.Mós. Per-
sónulega gæti ég vel trúað því þótt náttúru-
vísindin segi annað - minnugur þess aó hjá
Guói er einn dagur sem þúsund ár og þús-
und ár sem einn dagur. En trú mín hvorki
stendur né fellur með því enda nægir mér
aö geta treyst því að Guð hafi skapað heim-
inn og vaki yfir honum og mér, sbr. Davíós-
sálma 8 og 139.
Aður er bent á nokkur dæmi um innbyrð-
is ósamræmi í smáatriðum sem Biblían
fjallar um. í raun draga þessi atriði síóur en
svo úr trúverðugleika Ritningarinnar enda
ekki nema eðlilegt að rit ólíkra höfunda beri
með sér smávægileg frávik. Frekar má líta á
það sem styrk Biblíunnar að þar er ekkert
samræmt eóa fegrað heldur sagt hispurs-
laust frá gölluóu fólki sem gerir mistök.
Nægir þar aó nefna stærstu nöfn GT Móse
og Davíð og helstu hetjur NT Pétur og Pál.
Biblían er sönn á þann hátt að hún
geymir sannleikann um Guð og menn. I
henni mætum við Guði á sérstakan hátt
sem við getum ekki gert meó neinu móti
annars staóar og eignumst þekkingu á eóli
hans og vilja og samfélagi hans vió okkur.
Endalaust má velta fyrir sér hvort ýmsar
sögur Biblíunnar eru „sannar" sögur eða
„bara“ dæmisögur, svo sem sagan um mis-
kunnsama Samverjann (Lúk. 10) og sagan
um ríka manninn og Lasarus (Lúk. 16).
Voru allar persónur GT til í raun og veru, t.
d. Job ogJónas?
Oft skiptir það engu máli enda eru
dæmisögurnar vissulega sannar líka. Það
dregur ekki úr gildi boóskaparins þótt um
sé að ræða dæmisögur og myndmál. Öllu
skiptir aó Kristur er kjarni Biblíunnar og
hún boðar okkur hann.
Áhrifavald Biblíunnar
Biblían er óskeikul í trúarefnum en ekki t. d.
í náttúrufræói, sagnfræói og stjórnmálum.
Tilgangur hennar er ekki aó fræóa okkur
almennt um tilurð heimsins og gang mála í
veröldinni heldur að flytja okkur hjálpræði
Guðs. Það er hreinlega ekki sanngjarnt
gagnvart Biblíunni að nota hana á annan
hátt, t. d. sem uppflettirit í öllum tilvikum
lífsins eða grundvallarrit í náttúruvísindum.
Áhrifavald Biblíunnar er fólgið í þeim
tökum sem boðskapur hennar nær á þér og
mér. Orðió talar til okkar; áminnir og kall-
ar, uppbyggir og styrkir, dæmir og hvetur,
huggar og gleóur.
I túlkun Biblíunnar eru tvær hættur sem
ber að varast. Annars vegar megum vió
aldrei hlífa okkur vió því óþægilega og tor-
skilda meó því að burtskýra þaó eóa beina
því frá okkur. Hins vegar ættum við aldrei
aó lesa inn í Biblíuna stuðning við fýrir-
framgefnar eigin skoðanireða hugmyndir. I
báóum tilvikum gerum vió Biblíunni rangt
til og ætlumst til annars af henni en hún
ætlar sér að vera, eóa, réttara sagt, Guð
ætlar henni að vera.
Biblían og ég
Tilgangur Biblíunnar er að birta okkur
Krist, vekja trú á hann, kalla til eftirfýlgdar
við hann og þjónustu í lífinu.
Eg les Biblíuna til aó mæta Kristi og
kynnast betur vilja hans meó mig. Þá skipt-
ir ekki mestu máli hvernig ég lít á Biblíuna,
heldur að hún lítur á mig sem syndara und-
ir náó, frelsað Guðs barn, kallað til ábyrgð-
ar og þjónustu í veröld sem vikió hefur af
vegi sannleikans og kærleikans.
Biblían geymir ekki einungis orð fólks
um Guó heldur er hún orð Guðs til okkar.
Þaó er ekki hægt aó sanna með neinum
öórum rökum en rökum trúarinnar og
reynslunnar af því að mæta Guói í orói
hans.
Þá getum vió tekió undir játningu sálms-
ins:
Þú, heilög ritning, huggar mig,
mér heilög orðin lýsa þín.
Sé Guði lof, sem gaf mér þig,
þú gersemin hin dýrsta mín.
(Hetgi Hátfdánarson - Sálmab. pjóðkirkjunn-
ar nr. 295 6. er.)
Sr. ÓlafurJóhannsson er sóknarprestur í
Grensáskirkju.
25