Heima er bezt - 01.07.1952, Side 2
194
Heima er bezt
Nr. 6
Töfra-
foss
Nú, þegar sumar-
leyfin fara í hönd,
mun marga fýsa að
kynnast landinu og
kanna ókunna stigu.
Oræfin búa yfir stór-
fenglegri fegurð, og
þar er alltaf hægt að
sjá eitthvað nýtt. —
Fossinn, sem þessi
mynd er af, mun ekki
vera mikið þekktur.
Um hann segir Helgi
Valtýsson rithöfund-
ur í bók sinni Á
hreindýraslóðum:
„Efri fossinn i Krin-
gilsá mun nú vera
meðal fegurstu fossa
hér á landi og sjald-
gæfur mjög á vissan
hátt. Fljótt á litið er
hann smækkuð mynd
af Dettifossi. Gljúfrin
fyrir neðan fossinn
eru þröng og hrikaleg
og fyllast algerlega af mjallahvítum úðanum, sem
stingur mjög í stúf við skolgrátt jökulvatnið og
svarta hamraveggina. En upp í gegnum úðamökk-
inn koma öðru hvoru eins og gos, misjafnlega háir
vatnsstrókar, er stundum ná allt að tveim þriðju
af hæð fossins sjálfs. Er þessi tröllefldi leikur vatns-
ins afar fagur og tilkomumikill, þegar sól skín á
fossinn.....Sennilega er þessi foss óskírður enn,
enda hefur hann verið í reifum tii skamms tíma.
Nefndi Friðrik hann Töfrafoss, og er það bæði
skáldlegt nafn og fagurt. Og satt að segja á hann
það nafn með réttu!“
Myndirnar á forsíðu
1. íslenzkur saltfiskur nýtur
hvarvetna mikiila vinsælda, og
úti í löndum þykir hann hið
mesta lostæti. Myndin sýnir
fiskþurrkun á stakksteinum,
þar sem öllum aldursflokkum
beggja kynja slær oft saman
í kappsfullri vinnu við þessa
þýðingarmiklu framleiðslu-
vöru landsmanna, og þá er
oft glatt á hjalla og margt
sér til gaman gert.
2. Heyannir eru mestar í júlí-
mánuði, og hver sá, er hrífu
getur valdið, leggur sitt lið
fram til þess að gera heyfeng-
inn sem drýgstan. Hrífan þyk-
ir nú orðið ekki stórvirkt á-
hald til móts við snúningsvél-
ar og rakstrarvélar, enda
fækkar snjöllum rakstrar-
konum óðfluga, en sú var tíð,
að þær voru bóndans beztu
hjú og íþrótt þeirra í háveg-
um höfð.
3. „Reiðing á hann Rauð og Val.
Reipin út, — nú binda skal.
Fiytjum heim af túni töðu,
troðum fulla stóra hlöðu.
Þegar öllu þessu inn við náum,
þakkir við og töðugjöldin l'á-
um“,
segir alþýðuskáldið vinsæla,
Páll J. Árdal, í kvæði sínu
„Vinnuljóð“, er birtist í hinni
nýútkomnu bók skáldsins
„Ljóðmæli og leikrit“, en víst
er um það, að fögur sjón var
að sjá heybandslestirnar, með
ilmandi grængresið, liða sig
heim í heygarð á sólbjörtum
sumardegi. Slíkir dagar voru
hátíðisdagar og tilhlökkunar-
efni fyrir alla á heimilinu.
4. Kaupstaðabörn hafa nú að
venju fjölmennt í sveit í sum-
ar, en því miður munu all-
mörg börn ekki hafa átt þess
kost að komast í sveitina. í
sveitinni kynnast börnin dýr-
unum og ýmsum nytsömum
störfum. Oftast mun það vera
hesturinn, sem heillar hug
unglinganna mest og þau
störf sem unnin eru með að-
stoð hans, eins og myndin
sýnir.