Heima er bezt - 01.07.1952, Page 3

Heima er bezt - 01.07.1952, Page 3
Nr. 6 Heima er bezt 195 Þorvaldur bogmaður Guðmundur Gíslason Hagalín skráði eftir sögn Markúsar Arnbjarnarsonar Eitt sinn fyrir langa löngu bjó bóndi sá á Skálará í Keldudal í Dýrafirði, sem Þorvaldur hét. Hann var Eggertsson. Hann var kvæntur maður, en ekki er getið nafns konu hans. Þau áttu þrjú börn, sem öll voru uppkomin, þegar þessi saga hefst, eina dótt- ur og tvo sonu. Dóttirin hét Helga, en nöfn sonanna hafa ekki geymzt. Þorvaldur var maður lítill vexti, en snarlegur og fimur og styrkur vel. Hann var mjög dökkur yfirlitum, en þótti fríður sýnum. Hann var fjármaður á- gætur og átti gott fé. Hann var göngumaður mikill og svo fær í fjöllum, að af bar. Hann var lítt hneigður fyrir sjó og átti ekki bát, en á yngri árum sínum stundaði hann þó róðra sem há- seti. Þótt Þorvaldur bóndi væri ekki gefinn fyrir sjómennsku, var hann samt mikiH veiðimað- ur. Hann lagði stund á silungs- veiði í ánni og í Hrauns- og Arn- arnúpsvörum, en einkum veiddi hann rjúpur og refi. Hann veiddi rjúpur í snörur og refi í dýra- boga, en auk þess skaut hann bæði fugla og tófur með örvum, sem hann smíðaði. Hann var bogmaður svo góður, að hann var viss að hæfa það, sem hann skaut á, á fimmtíu stikna færi. Hann fékk efni í boga hjá ensk- um fiskimönnum og smíðaði jafnt bogana sem örvarnar, því að hann var þjóðhagasmiður — eins á járn og tré. Bogmennska hans þótti hið mesta undur, enda voru þá ekki uppi aðrir bog- menn í Dýrafirði eða nálægum sveitum. Þorvaldur var maður allvel fjáður. Hann þótti viðsjáll í samskiptum og ekki dæll við- ureignar, þegar honum bauð svo við að horfa. Hann var maður skemmtinn og málreifur, en þó ekki vinsæll. Hann hafði á yngri árum sínum verið kvennagull og þótt djarftækur til kvenna. Kona hans var myndarkona í sjón og raun. Hún var hæglát og ljúf og vinsæl af hverjum manni. Hún var góð búkona. Synir þeirra hjóna voru menn dugandi, en engir skörungar heima fyrir. Þeir hneigðust snemma til sjó- sóknar og voru um skeið hásetar hjá bóndanum á Arnarnúpi, en síðar létu þeir smíða sér bát og reru honum til fiskjar. Þeir fengu til fleira manna og stund- uðu sjó af kappi. Þeir voru vin- sælir menn og óáleitnir. Þeir létu föður sinn ráða miklu fyrir sig, þá er þeir voru ekki við róðra. Helga Þorvaldsdóttir var lík föð- ur sínum í sjón. Hún þótti fríð kona, og vel var hún verki farin. Hún var fálát sem móðir hennar, en skaphörð sem faðirinn, og var hún meinyrt mjög, ef henni þótti miður. Fór vel á með henni og móðurinni, en þá er Helga eltist, var sem hún og faðirinn sneiddu nokkuð hvort hjá öðru. Á Saurum, sem er næsti bær við Skálará og nokkru innar í dalnum, bjuggu hjón, sem hétu Steihn og Kristín. Steinn bóndi var hæglætismaður og góður þegn, en kona hans röggsöm Og málgefin. Dæturnar voru snotrar stúlkur, en þóttu frekar grunn- hyggnar og voru allmálskrafs- miklar. Hjá þeim Saurahjónum var húskarl sá, sem Gísli hét. Hann var sonur bóndans í Dals- dal, sem þá var yzti bær á norð- urströnd Arnarfjarðar. Gísli var maður hálfþrítugur. Hann var ljós yfirlitum, meðalmaður á vöxt, en sterkur vel og sérlega laginn og að öllu vel verki far- inn. Hann var hvers manns hug- ljúfi. Gísli tók að æfa bog- mennsku, eftir að hann komst í nágrenni við Þorvald á Skálará. *Hafði Þorvaldur gaman af að leiðbeina honum í þessari íþrótt og lét honum í té gamlan boga, sem hann var sjálfur hættur að nota. En þá er Gísla tók að verða bogmennskan íþrótt, lét Þor- valdur sér fátt um finnast, og þegar Gísli fór að skjóta fugla og refi með boga sínum, tók Þor- valdur að sýna honum fjand- skap. Eitt sinn fann Gísli boga sinn brotinn, og þóttist hann vita, að þetta væri af völdum Þorvalds. Hann lét samt kyrrt liggja, en þá er enskir leituðu næst hafnar á Haukadalsbót, fékk Gísli leyfi húsbónda síns til að fara inn eftir. Fékk hann efni hjá þeim ensku og smíðaði sér síðan boga. Á næsta vetri skaut hann fleiri refi en Þorvaldur, og svo vel varðveitti hann boga sinn, að Þorvaldur fékk ekki færi á að spilla honum. Undi Þor- valdur þessu hið versta^ þótti Gísli eyða mjög fyrir sér veiði- dýrum og einnig varpa skugga á frægð sína sem bogmanns. Þá er svona var komið, varð Þorvaldur þess vísari fyrir til- stilli þeirra Saurasystra, að kær- leikar væru með þeim Gísla og Helgu, dóttur sinni. Hann kall- aði hana þegar á eintal og spurði hana, hvort þetta væri sem hon- um hefði verið tjáð. „Víst er svo,“ svaraði Helga. „Ekki hefði ég trúað því, að dóttir mín legði lag sitt við slík- an mann sem Gísli er. Veizt þú það ekki, að faðir hans er blá- fátækur barnamaður? Ég banna þér algerlega að hafa nokkuð saman að sælda við Gísla. Hef ég ætlað þér annað gjaforð, sem ég tel þér við hæfi. En ekki veit ég, hvort sá maður vill við þér líta, ef hann fréttir af daðri þínu við kotungssoninn úr Dalsdal." Helga mælti: „Það situr á þér, að bregða mér um daður. Ekki veit ég bet- ur en að við, börn þín, höfum fengið það framan í okkur, að þú hafir verið hinn mesti

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.