Heima er bezt - 01.07.1952, Blaðsíða 5
Nr. 6
197
um dýr að lokum. Þorvaldur
mælti:
„Engri manneskju ert þú lík
um þrjózku og skaphörku!“
„Nei, um það er ég líkust þér,“
sagði hún. „En um sumt annað er
ég lík valkvendinu móður minni,
og ekki mun ég halda fram hjá
Gísla, svo sem þú fram hjá
henni.“
Þorvaldur reiddist ákaflega og
nugðist nú enn leggja hendur á
Helgu, en hún þreif barefli og
lét dynja á honum, og hrökk
hann þá undan. Hann kveinkaði
sér, en hún hló og sagði:
„Ekki er þetta nema ein lítil
kló af því heljarhrísi, sem þú
hefur bundið þér með framkomu
þinni við okkur Gísla og daðri
þínu við Saurakerlinguna, og er
þér sá beztur, að biðja nú gott
fyrir og gefa mér sjálfdæmi í
málinu.“
Þorvaldur rauk út, en stork-
unarhlátur Helgu fylgdi honum
eftir. Gísli tók nú í landlegum að
byggja sér bæ í móunum utan
við Arnarnúp. Notaði hann til
þess hverja stund, sem honum
gafst, og þá er sláttur var haf-
inn og Gísli gekk að heyskap með
Arnarnúpsbóndanum og hús-
körlum hans, vakti hann oft um
nætur og vann að húsagerðinni.
Helga var iðulega með honum
við smíðar og moldarverk, og var
ekki til neins fyrir Þorvald að
skipta sér af henni. Hann lét
hana þó ekki afskiptalausa.
Hann vísaði henni jafnvel að
heiman, en hún kvaðst virða orð
hans að vettugi. Sagðist hún
mundu dvelja á Skálará eins
lengi og henni hentaði og hafa
það matar, sem henni sýndist og
fyrir hendi væri. Bræður hennar
létu hana afskiptalausa, en móð-
irin vék góðu að henni, og fór vel
á með þeim mæðgum eins og áð-
ur. Þær Saurasystur köstuðu til
hennar köpuryrðum, en hún lét
þær ekki eiga hjá sér. Hún kvaðst
vel vita, að þær sæju eftir Gísla,
og mundi ekkert hafa á það
skort, að þær hefðu viljað veita
honum þá blíðu, sem þær ættu.
Hún sagði:
„Þið gátuð aldrei á hann litið
öðru vísi en voteygar, og minnt-
uð þið mig á kýr, þegar gáll er
á þeim. Veit ég vel, að enn mund-
uð þið vilja geðjast Gísla um allt,
Heima er bezt
ef hann þá vildi við ykkur líta,
því að um þá hluti eruð þið líkar
móður ykkar, en hins vegar lít-
illar gerðar sem faðirinn.“
Þau Gísli og Helga reistu um
sumarið þriggja stafgólfa bað-
stofu og um haustið eldhús og
skemmu. Þá báru þau þang og
slor úr fjörunni á móana kring-
um bæjarhúsin nýju. Sóttu þau
þessi störf af slíku kappi, að
mjög var til þess tekið.
Síðla á hausti var drukkið
brullaup þeirra Skálarárbræðra
og Saurasystra. Var til þess boð-
ið öllu fólki úr dalnum, utan
Gísla, og ýmsir voru og boðnir
innan af sveit. Sóttu þau Arnar-
núpshjón brúðkaupið og voru
sett ofarlega við langborð, hægra
megin brúðhjónanna. Vín var
veitt í veizlunni, og gerðust menn
brátt glaðir. Einhver spurði eftir
Helgu Þorvaldsdóttur. Faðir
hennar mælti:
„Ekki er hún hér. Granni
minn, Björn á Arnarnúpi, hefur
gert mér þann greiða, að taka
þau upp á sína arma, hana og
friðil hennar, og mun það vera
gert í þeim vændum, að ég megi
alltaf, ef ég lít út dalinn, minn-
ast þeirrar vanvirðu og skap-
raunar, sem dóttir mín hefur
gert mér. Veit Björn, granni
minn, að ég er þannig skapi far-
inn, að ég vil ógjarna gleyma
misgerðum við mig.“
Björn á Arnarnúpi svaraði:
„Afskipti mín af þeim Gísla og
Helgu hafa öll verið að ráði skyn-
semi minnar og þeirrar dreng-
lundar, sem með mér býr, og ekki
er ég hingað kominn til að hlýða
á ógnanir af hendi Þorvalds
bónda, og mundu menn mæla,
að hann kynni jafnilla skil á
heiðri sona sinna sem einkadótt-
urinnar. Mun ég nú upp standa
og fólk mitt allt og halda heim
að Arnarnúpi.“
Að svo mæltu stóð Björn upp
frá borðum, svo og kona hans og
heimilisfólk, og gengu þau öll til
dyra. En í dyrunum sneri Björn
sér við og mælti:
„Það vil ég segja sonum Þor-
valds, sem hafa hjá mér upp-
sátur, að þeir eru sjóvinir mínir,
og mun það, sem hér hefur fram
farið, engu breyta um viðskipti
mín og þeirra.“
Það var mál allra, sem þarna
voru gestkomandi, að Birni hefði
vel farizt og viturlega, þó að til
einhverra tíðinda kynni að draga
með þeim Þorvaldi.
Eftir veizluna kom Björn að
máli við Gísla og sagði honum,
að hann mundi leggja honum til
við í peningshús og hlöðu og láta
honum í té slægjur og beit handa
einni kú og tuttugu kindum.
„Mun það duga ykkur Helgu
með annarri vinnu þinni á sjó
og landi. Þá mun ég og gera
brullaup ykkar, þegar ykkur
þykir tími til kominn, og skal
Þorvaldur á Skálará ekki hælast
yfir því, að Björn á Arnarnúpi
óttist hann eða örvar hans.“
Þetta haust var þurrt veður og
hlýtt, blésu hlýir vindar af suð-
austri, og þá er komið var fram
yfir veturnætur, var allt þurrt
og ófrosið sem á sumri væri, víð-
ir og birkikjarr hafði ekki fellt
lauf sitt og víða skaut upp græn-
um gróðri. Leitaði fé Arnarnúps-
bóndans mjög fram til dalsins,
en Þorvaldur bóndi lét hundbeita
það og siga því ofan eftir, ef það
kom í hans land eða Saurabónd-
ans. Hafði það aldrei verið vani
að skipta sér af því í Keldudal,
hvar fé nágrannans leitaði til
beitar utan túns, og sízt að
haustlagi. Björn bóndi lét eins og
hann vissi ekki um nýbreytni
Þorvalds, og var talið, að Þor-
valdi þætti það allilt.
Um veturnóttabilið fluttist
Gísli í baðstofu sína. Kallaði
hann hið nýja býli Móa. Hann
vann mikið við húsagerð, tók að
reisa peningshús og hlöðu. —
Stundum fór hann á refaveiðar
fram um fjöll og hlíðar, þá er
þar var orðið sporrækt, og eitt
sinn hitti hann Þorvald bog-
mann í einni slíkri ferð. Kastaði
Þorvaldur að honum fúkyrðum,
en Gísli anzaði engu til. í þess-
um svifum þaut undan steini ref-
ur sá, sem þeir höfðu báðir verið
að elta, og skaut Gísli refinn fyr-
ir augum Þorvalds. Þá reiddist
Þorvaldur ákaflega og hézt við
Gísla. Kvaðst hann skyldu sjá
svo til, að ekki yrði þeim Helgu
allur glaður sá vetur, sem nú
gengi í garð.
Gísli átti hund einn mikinn af
útlendu kyni og notaði hann
sem skothund. Lá hundurinn
vanalega uppi á bæjarburstinni f