Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 6
198
Heima er bezt
Nr. 6
Móum, eftir að Gísli var fluttur
í baðstofuna. Var þekjan orðin
vel gróin, og undi seppi sér vel á
burstinni.
Eina nótt vaknaði Gísli við
það, að hundurinn gelti ákaflega
á glugganum yfir rekkju hans.
Gísli þaut upp og fann þegar
reykjar- og sviðalykt. Hann fór
fram, og þá er hann kom út á
hlaðið, sá hann, að eldur logaði
bæði í baðstofu- og eldhúsþekj-
unni. Honum tókst ekki að kæfa
eldinn, því að vindur var allmik-
ill og þekjan mjög þurr. Hann
rauk þá af stað og fór inn að
Arnarnúpi til að sækja sér að-
stoð. En við ekkert varð ráðið.
Brunnu húsin öll, sem sambyggð
voru, baðstofan, skemman og
eldhúsið. Hafði fólk drifið að úr
öllum dalnum, nema hvað Þor-
valdur hafði ekki komið.
Daginn eftir var rætt um elds-
upptökin. Gísli fullyrti, að hann
hefði ekki tekið upp eld kvöldið
áður en í kviknaði, og menn
vissu það allir, að þrumuveður
hafði ekki geysað í dalnum þessa
nótt. Þá kvað Gísli það með ó-
líkindum, að nokkur maður
hefði komizt að bænum til að
kveikja í, án þess að hundurinn
hefði orðið hans var. Helga kall-
aði nú Gísla á eintal. Kvaðst
hún hafa fyllstu ástæðu til að
ætla, að eldurinn væri til orðinn
af völdum föður síns. Gísli hristi
höfuðið og sagðist hafa það
traust á seppa sínum, að sér
fyndist það útilokað, að unnt
hefði verið að komast að þekj-
unni á báðum húsunum og
kveikja í þeim, án þess að seppi
hefði gert aðvart. Helga mælti:
„Hvort villt þú ekki leita með
mér í rústunum, þó að þér finn-
ist lítil líkindi til þess, að við
rekumst á nokkuð það, sem bent
geti til upptaka eldsins.
„Hefur þú grun um, að eitt-
hvað sérstakt muni finnast?“
mælti Gísli.
„Já,“ kvað Helga. „Og munt þú
þekkja það og þykja óbrigðult
sönnunargagn, ef þú á það
rekst.“
„Þá skal leita, og það án þess
að spyrja frekar,“ mælti Gísli.
Þau grófu nú bæði í rústirnar,
og höfðu þau ekki lengi leitað,
unz þau fundu eina af örvum
Þorvalds bogmanns. Starði Gísli
á hana eins og undur veraldar,
en Helga kvað þau skyldu leita
lengur. Fundu þau síðan aðra
ör í baðstofurústunum og loks þá
þriðju.
„Ef við leitum í eldhúsrústun-
um, mun eins fara,“ mælti Helga.
„Þess á þó ekki að gerast þörf,
en nú skal ég segja þér, hvað olli
því, að ég vildi hefja leitina.
Það var eitt sinn fyrir mörgum
árum, að lesin var sögudrusla á
Skálará, þar sem þess var getið,
að óvinir hefðu kveikt í þekju
með logandi örvum, sem þeir
hefðu skotið af boga. Faðir minn
ræddi mjög um þessa frásögn og
hélt því fram, að hún gæti vel
verið sönn, en aðrir lögðu á
móti, og þá einkum húskarl einn,
sem hjá okkur var í þann tíð.
Varð úr þessu þræta, og þar kom,
að faðir minn kvaðst skyldu
sanna frásögnina. Morguninn
eftir fór hann svo með húskarl-
inum og okkur börnunum út að
hrútakofa, sem stendur, eins og
þú veizt, einn sér utarlega í tún-
inu. Hafði faðir minn með sér
glóðarker eitt lítið með eldi og
tvær örvar, sem hann hafði vafið
hampi, ull og fiðri og borið síðan
tjöru í vafningana. Skaut hann
örvunum í þekjuna, og kviknaði
þegar í henni.“
Gísli varð mjög undrandi, þeg-
ar Helga hafði lokið máli sínu og
kvað nú auðsætt, að sanna
mætti íkveikjuna. Helga mælti:
„Far þú nú og kalla hér til
Björn bónda og Tómas gamla,
sem bezt mundi trúandi af hús-
örlunum."
Gísli fór þegar heim að Arnar-
núpi, og kom hann aftur með þá,
Björn og Tómas. Voru þeim sýnd
ummerkin og nefndi Gísli þá
sem votta. En Helga lét þá lofa
því, að nefna ekki málið við
nokkurn mann.
Helga fór þegar fram að Skál-
ará. Hún hitti föður sinn úti á
túni, og var hann þar einn. Hann
leit á hana, og sá hún, að sigur-
hrós var í svip hans og augna-
ráði. Hann mælti:
„Hvort þykir þér nú ekki ó-
vænlega horfa fyrir ykkur kot-
ungssyninum úr Dalsdal? Virð-
ist hann ekki síður kunna að
brenna en byggja!“
Helga sagði og var vel stillt:
„Nú eru tveir fyrir hendi hjá
þér, Þorvaldur bogmaður, annar
sá, að þú verðir tekinn af sem
brennuvargur, hinn, að þú bygg-
ir upp hús öll í Móum — og af-
hendir mér auk þess þriðjung
alls, sem þú átt, og gerir veglegt
brullaup okkar Gísla á vori kom-
anda.“
Þorvaldi varð í fyrstu orðfall,
en hann mælti síðan:
„Dirfist þú að ásaka föður þinn
um, að hann hafi brennt kofa þá,
sem Gísli hefur verið að hrófa
upp úr betlispýtunum frá Birni
á Arnarnúpi?“
Helga gekk að föður sínum og
hvessti á hann augun:
„Ég mininst þess gjörla, brota-
maðurinn Þorvaldur, þá er þú
kveiktir með örvum í þekju
hrútakofans, að okkur börnun-
um viðstöddum og Jóni, húskarli
þínum. Við Gísli höfum leitað i
brunarústunum og fundið þrjár
örvar, og kallað höfum við til sem
votta Björn bónda á Arnarnúpi
og Tómas, húskarl hans. Þá munt
þú og vita það, að Jón er enn á
lífi, og muna mun hann sem ég,
þegar þú kveiktir í kofaþekj-
unni.“
Þorvaldur starði sem agndofa á
dóttur sina, en sagði síðan:
„Mikið vit er þér gefið, Helga,
og ekki minna en mér, en mann-
dóm átt þú á við okkur bæði,
foreldra þína.“
Að svo mæltu þaut Þorvaldur
bogmaður heim að bænum, og
fylgdi Helga honum eftir. Hann
kalaði út syni sína og mælti:
„Mikil kona er Helga, systir
ykkar að staðfestu og skapgerð
allri, og þar eð Gísli úr Dalsdal
er efnismaður um flest, skal svo
verða sem hún vill. Skulum við
nú, feðgar, reisa með Gísla bæ
hans úr rústum, og á vori kom-
anda mun ég greiða Helgu arf
hennar, og skal brullaup þeirra
Gísla drukkið hér á Skálará.“
Þeir bræður urðu mjög hissa á
þessum viðbrögðum föður síns,
en sögðu báðir, að það, sem hann
hefði nú mælt, væri þeim mjög
að skapi. Þorvaldur kallaði síð-
an á húsfreyju og sagði henni,
hvað í efni væri.
Hún mælti:
„Vel hefur hann lýst þér, Þor-
valdur bóndi minn, bjarminn frá
eldunum í Móum.“