Heima er bezt - 01.07.1952, Page 7

Heima er bezt - 01.07.1952, Page 7
Nr. 6 Heima er bezt 199 Astralía — land möguleikanna Astralía er í rauninni ekkert annað en mjó landræma um- hverfis heljarmikla eyðimörk. Álfan er rúmlega tíu sinnum stærri en Þýzkaland, en hefur ekki nema sjö og hálfa miljón íbúa. Allur miðhluti landsins er auður og óbyggður, eins og lands- lag á tunglinu. Milli strandlandræmunnar og eyðimarkanna inni í landinu er víðáttumikið svæði, sem Ástra- líumenn nefna „baklandið“. Þegar flogið er inn yfir landið frá borgunum á suð-austur- ströndinni, taka naktar sléttur við af hveitiökrunum og á- vaxtagörðunum. Farið er fram- hjá litlum þorpum, en svo er byggðin strjál, að víða eru mörg hundruð kílómetrar til næstu mannabústaða. Þetta er land sauðfjárræktar- innar, en jurtagróðurinn er svo fátæklegur, að átta hektarar lands er álitið þurfa handa hverri kind. Venjulegur „ranch“ (búgarður) eða „stöð“ hefur 5000 fjár — og tekur því yfir landsvæði, er nemur hundruð- um ferh.km. Bóndinn getur stjórnað slíku búi með einum eða tveimur aðstoðarmönnum. Fáir menn fá slík tækifæri til að reyna hvað það er, að lifa af- skekkt og fjarri umheiminum, sem þessir „stöðvar“-búar. Norðurhluti „baklandsins" er kvikfjárræktarsvæði. Hérna vex grasio. Hinar voldugu krónur Bukalyptustrj ánna varpa skugg- um sínum yfir stór svæði, en víða hafa menn barkað stofnana, svo að trén deyja, er það gert til þess að grasið hafi betri möguleika til að vaxa. Loftslagið er svo þurrt, að hin dauðu tré standa árum saman, eins og gráar vofur með útbreidda arma. Stundum æða skógarbrun- arnir yfir þessi svæði. Logarnir æða eins og örskot frá tré til trés, þangað til þúsundir ferh.km. er orðið að rjúkandi ösku. Úrkoma er mjög lítil í góðum árum, hvað þá þegar verr árar, en þó er hún oftast nægileg til þess að grasið komi upp, þótt lé- legt sé. En svo koma þurrkárin. Grasið visnar. Kvikféð verður megurra með degi hverjum, og loks stendur það og hímir tím- unum saman, án þess að geta hreyft sig. Svo fellur það dautt niður. Á slíkum árum getur fjár- tjón bændanna numið miljónum dýra. í sumum héruðum „baklands- ins“ er svo mikið af pokadýrum, að þau líkjast hópum af kanín- um úr lofti að sjá. Þau bera meira skyn á það en sauðféð, hvar fóður er að finna, og valda oft miklum skemmdum á beiti- landinu. Þau eru skoðuð sem meindýr og eru skotin hópum saman. Á öldinni sem leið fluttu íbú- arnir inn nokkrar kanínur til þess að auka kjötmarkaðinn. En þessi fáu dýr urðu brátt að hundruðum miljóna einstaklinga og eyðilögðu landið á stórum svæðum. Til þess að koma í veg fyrir meiri útbreiðzlu kanínu- plágunnar, þyggðu menn rúm- lega metersháa girðingu þvert yfir Ástralíu. Girðing þessi var 1822 km. löng. En áður en verk- inu var lokið, var orðið fullt af kanínum beggja vegna girðing- arinnar. Nú gerir stjórnin til- raunir til að fækka vágestum þessum með því að menga kan- ínurnar með næmum sjúkdómi, sem getur unnið á þeim, án þess að verða öðrum dýrum að fjör- tjóni. Allar helztu borgir Astralíu eru við strendurnar. Sydney er stærsta borgin. Þar býr hérum- bil einn fimmti hluti hvítra manna í Ástralíu. Höfnin í Syd- ney liggur milli tveggja hárra fjalla og er talin einhver feg- ursta höfn í heimi. Umhverfis eru óteljandi smá-firðir og víkur. Flestir íbúar borgarinnar þurfa ekki að fara lengri leið, en sem nemur tíu mínútna akstri til strandarinnar. Þegar þeir fara til vinnu sinnar, taka þeir ferj- urnar eða aka yfir brúna yfir höfnina. Á hverju kvöldi fyllist flóinn af lystibátum með drif- hvítum seglum. Á jóladaginn, en þá er oftast hið fegursta sumar- veður, er þröng mikil á baðstöð- unum. Tilveran í flestum öðrum borg- um landsins er svipuð þessu. En aðrar helztu borgirnar eru Mel- bourne, Brisbane, Adelaide og Perth. Svo virðist, sem fólk hafi ótakmarkaðan tíma til íþrótta- iðkana — skíðasport á vetrum, frá maí til október, annars iðka menn mest cricket og tennis. Aliir Ástralíumenn hafa mikinn áhuga á kappreiðum. Höfuðborgin, Canberra, er byggð samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Aðalgöturnar liggja eins og geislar út frá stór- um torgum. Bygging borgarinn- ar hefur staðið yfir í 20 ár og er ekki lokið enn. Hún hefur fengið svo mikið land, að mað- ur verður oft að aka yfir margra kílómetra löng óbyggð svæði til þess að fara á milli hverfa. Tekjur manna eru ekki miklar, en verðlagið er líka lágt. Dval- arkostnaður á gistihúsum í Syd- ney eða Melbourne er helmingr

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.