Heima er bezt - 01.07.1952, Page 9
Nr. 6
Heima er bezt
201
aðstaða þeirra er örðug. Stefnu-
skrá þeirra er sósíalistisk, en
þeim gengur erfiðlega að fram-
kvæma hana í reynd. Enn hefur
þeim ekki tekizt að þjóðnýta
margar helztu greinar stóriðn-
aðarins, enda þótt tilraunir hafi
verið gerðar með að þjóðnýta
bankana.
Örfá hlutafélög ráða mestu í
stóriðnaðinum, og þau hafa
myndað hringa. En fagfélögin
eru líka sterk. Borgin Broken
Hill er gott dæmi upp á það.
Borgin er byggð á námagrefti,
en enginn fær vinnu þar, nema
hann sé meðlimur einhvers fag-
félagsins í borginni. Og það er
aðeins hægt að verða meðlimur
fyrir þá, sem hafa átt þar heima
í sjö ár, hafa unnið þar eða eru
fæddir þar. Afleiðingin verður,
að vinnan gengur að erfðum frá
föður til sonar.
Enda þótt þróunin gangi í þá
átt, að einoka stóriðnaðinn, eru
einstakir stóreignamenn ekki
margir, og miljónerar eru mjög
fáir. Á hinn bóginn finnast
hvorki í Sydney né Melbourna
fátækrahverfi neitt líkt því, sem
er í London.
Ástralíumenn hafa alltaf verið
vandlátir í vali sínu af innflytj-
endum. Ef maður er ekki hvít-
ur að langfeðgatali, er vonlaust
að reyna að sækja um landvist-
arleyfi í Ástralíu. Englendingar
eru eftirsóttastir.
Margir eru óánægðir með
þessa innflutningsáætlun. Hinu-
megin við hafið er Asía að vakna.
Þar búa yfir 1000 milj. manna,
eða helmingur alls mannkyns.
Þeir, sem óánægðir eru, hræðast,
að heimurinn eins og hann er í
dag, muni ekki þola að til séu
strjálbyggð lönd og lítt notuð.
Þeir hafa skilið, að landið verður
að verða sterkt, og til þess er
iðnaður og landbúnaður höfuð-
skilyrðin. En það getur því að-
eins gerzt, að fagfélögin og iðju-
höldarnir falli frá einokunar-
stjórn sinni og leyfi frjálsa sam-
keppni í verzluninni og á vinnu-
stöðunum, og opni landið fyrir
heiminum.
TVÖ KVÆÐI
SUMARMORGUNN.
Sól er yfir sundum,
sumarblær á grundum,
dögg á grasi glitrar,
gullið blómið titrar.
Lóa í lyngi kvakar,
léttum vængjum blakar.
Þrestir ljóða í lundi,
lömbin rísa af blundi.
Lindir ljúfar hjala,
lækir glaðvært tala,
telja fletir tjarna
tugi andabarna.
Leikur blær að blöðum,
blómin prúð í röðum
signir blítt og sendir
sínar hlýju kenndir ■—
inn í bóndans býli,
brátt hvert opnast skýli,
fólkið fögnuð ríkan
finnur morgun slíkan.
Þeir, sem verki valda
vilja styrkir halda
út á völlinn væna,
viðra töðu græna.
Hrífur leika’ í höndum,
hug fær leyst úr böndum
starfsins hraði straumur,
stoltur vökudraumur.
Töðubreiðan blikar,
brátt þar vélin kvikar,
sveittir fákar frísa,
fúlgur stórar rísa.
Er sá sumardagur
sólheiður og fagur
dýrleg gjöf frá guði,
geisli af lifsfögnuði.
SUMARKVÖLD.
Hneig í Ægisarma
ágústsólin varma.
Rótt nú rökkurmóða
reifar dalinn hljóða.
Lóan kvöldljóð kveður
kliður þrasta gleður.
Undir laufi lundsins
lömbin njóta blundsins.
Lindir hætta’ að ljóða,
læki setur hljóða.
Sefur í sefi tjarna
sægur andabarna.
Bjarkarkrónur bærir
blær er hörpu hrærir.
Þrýstir kossum þíðum
þétt að blómum fríðum.
Geiminn fyllir friður,
fólkið leggur niður
störfin sín hin ströngu,
striti sleppir löngu.
Hvíla búin bíður,
blærinn andar þýður
inn um opinn glugga,
yfir leggur skugga. —
Þá, sem þreyttir blunda
þöglra yndisstunda,
þeir fá nú að njóta,
náð og gjafir hljóta.
Víst í drauma dýra
dásemd ævintýra
nóttin blíða breytir,
blessun öllum veitir.
Jórunn Ólafsdóttir,
Sörlastöðum.