Heima er bezt - 01.07.1952, Side 12

Heima er bezt - 01.07.1952, Side 12
204 Heima er bezt Nr. 6 hátt og sjóveiki. Veikin verður tæplega svo slæm, að hraustir menn verði óvinnufærir. Eins og áður var getið, er gert ráð fyrir því, að geimstöðin verði eins og hjól í laginu. Vegna hins mikla kostnaðar við að koma efninu upp í geiminn — elds- neytið eitt kostar 8 milljónir króna í hverja ferð — verður stöðin höfð eins lítil og hægt er að komast af með. Trúlegt er þó, að hún verði ekki minna en 100 metrar í þvermál, og vistar- verur á þrem hæðum í hringn- um. Sennilega verður stöðin sett saman úr einum 20 deildum, sem verða smíðaðar sérstaklega úr nylon og plast efnum, og deild- irnar skeyttar saman síðast, þeg- ar allt annað er tilbúið. Loftþétt skilrúm verða á milli deildanna, líkt og í kafbátum. Nauðsynlegt er að hafa loft- þéttu skilrúmin vegna leka- hættu. Eins og kunnugt er, er mergð af vígahnöttum og stjörnuryki á sveimi í himin- geimnum, Það, sem við köllum stjörnuhrap, orsakast af því, að lítill vígahnöttur, e.t.v. aðeins á stærð við litla byssukúlu, hefur rekizt inn í gufuhvolfið, glóð- hitnar af loftmótstöðunni og brennur upp. Aðeins stærstu stjörnusteinar komast tii jarðar- innar áður en þeir brenna upp. Reiknað hefur verið út, að geim- stöð af þeirri stærð, sem gert var ráð fyrir hér að framan, yrði fyrir stjörnusteinsskoti að með- altali tvisvar sinnum á mánuði. Geimbúunum yrði því veruleg hætta búin af þessari skothríð, því að hún er svo kraftmikil, að jafnvel lítið skot mundi fara í gegn um tveggja þumlunga stálbrynju. Sumir vísindamenn hafa talið, að ekki yrði hægt að sjá við þessari hættu, en flestir eru þó orðnir þeirrar skoðunar, að takast muni að draga svo úr henni, að sennileikinn fyrir slysi ætti ekki að verða meiri af völd- um loftsteina í geimstöðinni en t. d. af bifreiðaumferð í stór- borgum. Ekki er sennilegt, að hægt verði að hafa brynjuna svo sterka, að hún haldi úti nema hluta af skothríðinin. Eitt og eitt skot færi í gegn um stöðina. Líkurnar fyrir því, að þau skot lentu í mönnum, eru svo litlar, að ekki getur talizt háskalegt. Hins vegar mundu sum þeirra a.m.k. valda loftþynningu í gegn um gatið, sem þau skilja eftir á belgnum, og ef loftþynningin er mjög snögg, gæti það valdið dauða þeirra, sem í deildinni eru. Ástæða er þó til að ætla, að ekki verði mörg slys af völdum loft- steina. f fyrsta lagi verður hægt að búa svo um, að smæstu göt- in loki sér sjálfkrafa, til bráða- birgða, og í öðru lagi mundi hver maður alltaf hafa tiltækin loft- þéttan öryggisbúning, sem hann gæti smeygt sér í á örfáum sek- úndum og hafst við í þangað til honum yrði komið til aðstoðar. Öll umferð í næsta nágrenni við stöðina fer fram í einskonar rakettu-„bílum“, sem taka tvo eða þrjá menn og eitthvað af vörum. Þegar bíllinn er á stöð- inni, fellur hann eins og tappi í stút og lokar stútnum. Loftþétt hurð verður á framenda bílsins, og önnur í stútnum, alveg við bílinn. Ef báðar hurðirnar eru opnar, er bíllinn aðeins hluti af stöðinni, og sama loftþyngd í honum og stöðinni. Þegar bíll- inn fer af stöðinni, skríður bíl- stjórinn inn í hann, báðum hurð- um er lokað og bílinn má losa úr tengslum við skipið án þess að það hafi nokkur áhrif á loft- þyngdina í geimfarinu eða bíln- um sjálfum. Ef bílstjórinn þarf að opna bílinn úti, eða fara út úr honum, verður hann auðvit- að í loftþéttum búningi. Til þess að gera lífið ofurlítið þægilegra, verður stöðin látin snúast hægt um öxul sinn, og þó nægilega hratt til þess, að menn og hlutir hafi svo sem þriðjung þeirrar þyngdar, sem þeir hafa niðri á jörðinni. í stöð- inni verður það þá miðflóttaafl hjólsins, sem gefur þungann. Samt sem áður verða menn að temja sér aðrar hreyfingar en á jörðinni. Það væri t. d. ekki ráð- legt að stökkva mjög snögglega upp úr sæti sínu, því að þá gæti maður átt á hættu að hendast óþægilega út í horn, hinum megin í herberginu. Það er þó engin ástæða til að ætla, að líf- ið úti í geimstöðinni verði mennskum mönnum ofviða, því að því virðast ótrúlega lítil tak- mörk sett, hvað hægt er að æfa Með frásöguþættinum „Síðasta skeiðið“ í síðasta hefti þessa rits átti að fylgja mynd af Árna Einarssyni, en hún varð of síðbúin. Um leið og myndin er nú birt, þykir hlýða að gera stuttlega grein fyrir ætterni Árna og nokkrum helztu æviat- riðum. Arni Einarsson. Árni var fæddur 11. sept. 1828 í Hátúni á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru Einar Jóns- son, ættaður úr Svínadal í Húna- þingi, og kona hans, Ólöf Ólafs- dóttir, frá Kveingrjóti í Dala- sýslu, Illugasonar. Árið 1854 fluttist Árni í vist að Laxárdal í Hrútafirði, en áður hafði hann um skeið verið vinnumaður á Húki í Miðfirði. í Laxárdal bjó um þessar mundir móðurbróðir Árna, Jóhann Ólafsson, merkis- bóndi, vel fjáður. Var Árni í Lax- árdal, unz hann fór að eiga með sig sjálfur. Árni kvæntist 24. okt. 1862 Guðrúnu Bjarnadóttur frá Borð- eyri Mallgrímssonar. Hófu þau búskap næsta vor á Kjörseyri og bjuggu þar og á Hlaðhamri, unz þau fluttust að Grænumýrar- tungu vorið 1874. í Grænumýr- menn upp í með góðri þjálfun. Allir þeir vísindamenn, sem bezt þekkja til, eru fullvissir um, að verkefnið hefur verið leyst fræðilega, og það er aðeins tíma-atriði, hvenær það verður framkvæmt.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.