Heima er bezt - 01.07.1952, Side 13

Heima er bezt - 01.07.1952, Side 13
Nr. 6 Heima er bezt 205 Helgi Valtýsson: SILKITUNGA Ég hlustaði A „Eldhússdagsumræður frá Alþingi" í Ríkisútvarpinu. Frá upp- hafi til enda. Unz hugur minn var allur í uppnámi. Ég heyrði ekki lengur ræð- urnar, heldur aðeins raddblæinn, hrjúfan og ruddalegan, þrunginn af þröngsýnu og furðu grunnskreiðu flokksofstæki. — Voru þetta sömu nrennirnir, sem fyrir skömmu höfðu staðið frammi fyrir hátt- virtum kjósendum, skrúðmálgir og ísmeygilegir? „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri,“ segir gamalt spakmæli. Þetta virðist þrautreynt og þjálfað í stjórnmálalífi þjóðarinnar. — Og skyndi- lega skaút tipp í huga mínum minning- unni um mann einn frá æskuárum mín- um. Honum hafði ég gersamlega gleymt um áratugi! Nú reis hann upp úr gröf sinni og steig fram á. vettvang dagsins í alveldi arfborinna eiginda: — með tung- urnar tvær svo vel tamdar og þraut- þjálfaðar, að jrar brást aldrei bogalistin! — Hvílíkt glæsi-met hann myndi sett hafa í Ríkisútvarpinu í umræðum frá Alþingi, þar sem löghelgaður virðist vera allur ósómi í óvandaðasta munnsöfnuði þjóð- arinnar. Því að hvergi hefi ég fyrirhitt jafn ísmeygilega samantvinnað og snilld- arlega glitofið í einum og sama rnunni hunangssætustu fleðumælgi og rætnasta baktal og níð sem hjá Tóta gamla 'á Hóli. Þarf eigi langa sögu að segja til að ganga úr skugga um gáfnafar hans og innræti! •artungu bjuggu þau síðan, unz Árni drukknaði, 18. nóv. 1893. Á fyrri búskaparárum sínum, um 1870, var Árni um skeið hreppstjóri í Bæjarhreppi, en á seinni árum mun hann ekki hafa sinnt opinberum störfum. Foreldrar Árna fluttust til hans á gamals aldri og dóu hjá honum. Ólöf lézt 8. júní 1866, 74 ára, en Einar 4. febrúar 1872, 88 ára. Tvö börn Árna og Guðrúnar komust til aldurs, Guðrún, hús- freyja á Lambastöðum í Laxár- dal, enn á lífi í Búðardal, nær níræð að aldri, og Þorleifur, steinsmiður í Reykjavík, dáinn 1934. Er hér gripið niður af handahófi og brugðið upp einni skyndimynd af ótal mörgum: Útkjálkasveit með fimm sex bæjum: Barið að dyrum í skammdeginu. Tóti gamli arkar til dyra og tekur á móti gestin- um. Hann brosir frá eyra til eyra. Blíðmælgin drýpur sem hunang af vörum hans: „Ne-i-i, er sem mér sýnist! — Æ-i, kondu nú ble-es-aður og sæll, Jóhann minn, og þakka þér margvíslega fyrir síðast! — Og velkominn skaltu vera! — Mikil ósköp er nú langt síðan þú hefir komið hingað! — Hefir sjálfsagt verið önnum kafinn á heimilinu að vanda. — f nógu er svo sem að snúast fyrir at- hafnamanninn á öllum tímum árs! Og heimilisþarfirnar segja til sín. — Ekki er nú að spyrja að því! — Okkur hefir orðið svo tíðrætt um það hérna á Hóli, hvort nokkuð myndi vera að hjá ykkur heima. Hvort konan þín ble-es-uð eða barna-gullin kynnu að hafa orðið veik, eða þá eitthvert slysið borið að hönd- um! — Ég geng í hættu hvar sem er, stendur í sálminum. — Já, það er ég viss um, að henni Gunnfríði minni, húsfreyjunni hérna, muni létta heldur en ekki fyrir brjósti af gleðinni við að sjá þig heilan á húfi og frétta, að allt sé í sælunnar standi heima hjá þér! — Já, ble-es-að- ur vertu! — Og nú ætla ég að hlaupa inn og segja henni held- ur en ekki fréttirnar, hver kom- inn sé! — Mikil ósköp held ég hún verði glöð, hún Gunnfríður mín!“ — (Snarast inn aftur. Gesturinn hefir ekki komið upp orði). „Æ-i, Gunnfríður mín, hús- freyja góð. Nú er hann kominn hérna úti, enn einu sinni, bölv- aður ræfillinn hann Jói í Naustahvammi! Og efalaust í einhverri betli-sníkju-ferðinni að vanda! — Béaður skarfurinn sá arna! — Sennilega er nú kerl- ingarskrukkan og krakka- skammirnar búin að éta allt ætilegt í kotinu og sleikja innan koppa og kyrnur, svo að allt er á berum botni! — Og sjálfur tekur karlskrattinn aldrei ær- legt handarvik til að létta undir með hyskinu á einhvern hátt! — Ekki held ég hann bregði sér á sjóinn, þó að rjóma-blíðu-logn sé, og fiskurinn alveg uppí land- steinum! — Æ-i, Gunnfríður mín, húsfreyja góð. Hann er eitthvað svo hörmungarlega sultarlegur á svipinn, mann- skrattinn, að ég held það sé gustuk að sletta í hann spæni eða bita til að losna við hann sem fyrst og fljótast! — Það er hreinasta mannraun að horfa uppá hann og þurfa að yrða á hann, bölvaðan skjáhrafninn þann arna!“ Húsfreyja kemst loksins að: „Hvað er að heyra til þín, Þór- arinn! Láttu manninn koma inn undir eins, og biddu hann að gera svo vel!“ (Tóti fer út). „Já, vissi ég ekki! — Hún varð nú heldur en ekki glöð, hún Gunnfríður mín, ble-esunin. — Og hún biður þig ble-es-aðan að gera svo vel og ganga í bæinn og þiggja einhverja hressingu, áður en þú haldir lengra á þinni ferðareisu! — Hana langar slík ósköp til að heilsa uppá þig og frétta af ble-esaðri konunni þinni og barna-gullunum! — Já, mikil ósköpin, já. Ég held nú svosem það! — Gerðu nú svo vel og gakktu í bæinn! •— Og vel- kominn skaltu vera, sagði hún Gunnfríður mín, húsfreyjan góð!

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.