Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 14
206
Heima er bezt
Nr. 6
Einar E. Sæmundsen:
Upphaf hestavísna kveðskapar þjóðarinnar og þróun til vorra daga
»
Forspjall.
Eigi mun það leika á tveim
tungum, að um langt skeið hefir
fátt verið tíðara yrkisefni alþýðu
manna en hestarnir. Um það
vitna hestavísurnar, sem telja
má einhvern drýgsta þáttinn í
alþýðukveðskap þjóðarinnar.
Og þetta þarf engan að furða,
þegar vitað er, að hesturinn hef-
ir átt sinn þátt í byggingu lands-
lns, engu síður en maðurinn, og
að það er samstarfi beggja að
þakka, manns og hests, að byggð
hefir haldizt í landinu fram til
þessa.
Frá því herma og sögur vorar,
að fornmenn voru miklir hesta-
menn á sína vísu, og höfðu mæt-
ur á gæðingum sínum. Glæsi-
legri eign getur varla, en úrvals-
hesta, enda var það metnaður
höfðingja og mikil keppni þeirra
í millum, að eiga slíka kosta-
gripi. Höfðingjar skiptust og á
góðhestum til trausts og vin-
fengis, og geta sögurnar þess
eigi ósjaldan, að hestar þeir, sem
metfé þóttu, voru merkilegustu
gjafirnar höfðingja í millum.
Og utan voru úrvals-hestar
færðir og gefnir konungum.
Fátt sýnir þó betur dáleika
fornmanna á hestum, og hversu
sárt þeim var um þá, en ákvæði
Grágásar um hrossreiðir: Ef
maður hljóp á bak hrossi manns
ólofað varðaði það sex aurum
(eða um 20 krónum, miðað við
verðlag áður en heimsstyrjöldin
skall yfir 1914 og ruglaði öllu
verðgildi). Og ef maður reið-
hrossi úr stað, þá lá við þriggja
marka sekt (eða um 80 krónur).
En ef maður reið fram hj á þrem
bæjum, eða yfir vatnaskil milli
héraða, eða yfir fjórðungsmót
inn í annan landsfjórðung, þá
varð maður sá, hvorki meira né
minna en sekur skógarmaður, ó-
alandi og óferjandi. Slíka helgi
höfðu hestar manna á sér í
fornöld.
í heiðnum sið létu menn og
eftirlætis hesta fylgja eiganda
sínum í hauginn. Er af því ljóst,
að fornmenn trúðu því, að sam-
líf húsbóndans og hestsins
mundi halda áfram hinum meg-
in. Og sumir höfðingjar höfðu
slíkan átrúnað og dáleika á hest-
um sínum, að þeir gáfu þá guði
sínum.
Til landaura voru hestar
metnir að fornum lögum eins
og síðar í Jónsbókarlögum, og
hefur það verðlag haldizt að
mestu til vorra daga: Hestur
fjögurra til tíu vetra við kú
(þ. e. kýrverð), geld meri á sama
aldri þrjá fjórðu kúgildis og
yngri hross minna. En þrjú hross
voru métfé: reiðhestur, stóðmeri
og víghestur. — Þá er og eigi ó-
merkilegt, þótt í smáu sé, að
samkvæmt lögum var mönnum
skylt að marka allan búpening
sinn, nema hross. Svo sárt var
fornmönnum um eyrun á hest-
um sínum, að þeir máttu eigi til
þess hugsa að spilla þeim eða
særa.
Þá hefur frá öndverðu tíðkazt
að velja hestum nafn. Vitanlega
ræður litur oft nafni, en þó er
hitt engu síður títt, að hestum
sé valið eitthvert fallegt heiti og
glæsilegt, sem festist við þá.
Stundum var og nafnið valið af
skaplyndi hestsins, vaxtarlagi,
háttum hans og kostum. Elztu
hestaheiti, sem vér þekkjum,
eru upprunnin með Ásum, óra
aldir aftur í forneskju og hafa
geymzt með átrúnaði forn-
manna. Og svo sem Æsir vóru
öðrum mönnum fremri um all-
ar íþróttir og glæsileik, má ætla
af nöfnum þeim, sem þeir völdu
hestum sínum, að þeir hafi af
öllum öðrum hestum borið sakir
vænleiks og kosta.
Þessi hestaheiti eru geymd í
Eddu Snorra Sturlusonar. Þar
er fyrstur talinn hestur Óðins:
Sleipnir; er hann hesta beztur
og hefur átta fætur. Annar er
Glaður, þriðji Gyllir, fjórði
Glemur, fimmti Skeiðbrimir,
sjötti Silfrintoppur, sjöundi Sin-
i
ir, áttundi Gisl eða Geisli, ní-
undi Falhófnir, tíundi Gulltopp-
ur, ellefti Léttfeti. — Ein af Ás-
ynjum á þann hest, er Hóf-
varpnir heitir. — Árvakur og
Alsvinnur draga kerru Sólar. En
Nótt ríður þeim hesti, er Hrím-
faxi heitir, en sonur hennar,
Dagur, á þann hest, er heitir
Skinfaxi.
Elztu minjar hestavísna.
Sennilega er það engin tilvilj-
un, að elztu minjar, sem geymzt
hafa úr því, sem kveðið hefur
verið um hesta á norræna
tungu, er í sambandi við nafn-
giftir þeirra. Fornmönnum virð-
ist hafa verið það nokkur metn-
aður, að þessi glæsilegu hesta-
heiti félli ekki í gleymsku. Og
þá er til þess gripið, sem traust-
ast hefur reynzt: að fella nöfn-
in í stuðla, svo að þau falli sem
bezt við hrynjandi málsins.
í Snorra Eddu hafa geymzt
tvö þulubrot um hestaheiti.
Nefnist sú fyrri Þorgríms þula
og hljóðar svo:
Hrafn ok Sleipnir
hestar ágætir,
Valr ok Léttfeti
vas þar Tjaldari,
Gulltoppr ok Goti,
getit heyrðak Sóta,
Mór og Lungr með Mari.
Vigg ok Stúfr
vas með Skœvaði,
þegn knátti Blakkr bera;
Silfrintoppr ok Sinir,
svá heyrðak Fáks ok getit,
Gullfaxi og Jór með gæðum.
Blóðughófi hét hestr,
es bera kváðu
öflgan Atriða;
Gils ok Falhófnir,
Glœr ok Skeiðbrimir,
þar vas ok Gyllis of getit.
Hitt þulubrotið nefnist Kálfs-
vísa og er á þessa leið:
Dagur reið Drösli,
en Dvalinn Móðni,