Heima er bezt - 01.07.1952, Qupperneq 20
212
Heima er bezt
Nr. 6
gæft, að Drangeyjarfugl væri
seldur norður yfir Heljardals-
heiði og vestur í Húnavatns-
sýslu. Hann var gott búsílag,
fyrst og fremst fyrir þá, sem
stunduðu veiðarnar, og þar að
auki fyrir marga aðra. Það kom
sér oft vel í þá daga að fá fugl,
því sums staðar var nokkuð að-
þrengt á vorin.
Mest af honum var borðað
sursað og saltað, eins og ég gat
um, en talsvert mikið var reykt.
Þóttu reyktar fuglsbringur hið
mesta hnossgæti, bæði sem sér-
stakar kjötmáltíðir og svo ofan
á brauð.
Fyrir þá, sem stunduðu fugla-
veiðarnar, gaf þessi atvinna
björg í bú á tvennan hátt, fyrst
og fremst kjötmetið, eins og ég
hef frá því sagt, og svo fékkst
sitt af hverju fyrir seldan fugl.
Ég gat þess áður, að sumir
greiddu með hrosshári, en þar að
auki höfðu margir bændur með
sér smjör og skinn, sem greiðslu
fyrir fuglinn. Og svo keyptu
menn stundum fyrir peninga.
Það voru vöruskipti, þegar
bændur komu með afurðir frá
búum sínum, en hvorutveggja
var metið á sinn hátt. Þegar
keypt var fyrir peninga, var
verðið um langan tíma 8 lang-
víur fyrir krónu, en 12 lundar
eða stuttnefjur fyrir krónuna.
Ég minnist þess, að þetta verð
hélzt óbreytt frá því ég fyrst
man eftir mér og nokkuð fram
yfir aldamót.
#
ÞÓ AÐ skrafdrjúgt hafi orðið
um fuglaveiðarnar við Drangey,
var fuglinn þó langt frá því að
vera einu nytjarnar, sem Skag-
firðingar sóttu þangað. í eynni
var eggjataka og munaði oft um
það magn eggja, sem þangað var
sótt á vorin. Sum ár var sótt í
bjargið í stórum stíl.
í Drangey varð að síga eftir
öllum eggjum og komu sigmenn
jafnan til eyjarinnar í júníbyrj-
un, en sjálf eggjatakan fór fram
í tveim áföngum, með um það
bil viku millibili og var eggver-
tíð samtals 2x2 vikur. Alla tíð
voru það sérstakir menn, sem
stunduðu bjargsigið, og þeir, sem
stunduðu fuglaveiðar eða fiskirí
við eyna, fengu þar yfirleitt ekki
egg til matar fyrr en sigmenn
komu. En mikið búsílag var í
þeim eggjum, utan héraðs og
innan, sem sótt voru í Drangey.
— Og Drangey hefur veitt okk-
ur Skagfirðingum meiri björg í
bú, bætir Jón Konráðsson við,
þegar útrætt er um fuglaveið-
arnar og tekjur af fugli sem
björg í bú víða um Skagafjörð á
þeim tíma árs, þegar að svarf
nokkuð stundum. Það má ekki
gleyma fiskinum.
í þá daga, er hafzt var við í
byrgjum undir bjarginu, voru
fiskveiðar líka stundaðar af
kappi þegar kom fram á vorið.
Þá var saltað frammi. Það voru
kaupmenn af Sauðárkróki, sem
keyptu þar fisk um tíma. Þeir
létu byggja byrgi, fluttu salt
fram, höfðu þar fisktökumenn
og létu salta, hver fyrir sig. Það
var mikið hagræði frá því, sem
áður hafði verið, þegar fara
þurfti í land eftir svo að segja
hvern róður og koma fiskinum
í salt og herzlu þar. Frammi voru
engin skilyrði til að herða fisk,
því að bæði er mjög þröngt
þarna undir bjarginu og þar get-
ur orðið ofsa hiti, þegar kemur
fram á sumarið, svo að fiskur
soðnar, hvort sem hann er í
herzlu eða salti.
Oft hefur verið fengsælt við
Drangey, en þaðan er nú ekki
útræði lengur.
/ ----------------
í STÓRUM dráttum hefur
hreppstjórinn í Bæ greint frá at-
ferli og útbúnaði við Drangeyj-
arveiðar, eins og þær voru
stundaðar í ungdæmi hans og
fram á annan tug þessarar ald-
ar. Minningar um langa röð at-
burða frá þessum slóðum og
þessum tímum á hann og aðrir
þátttakendur Drangeyjarfara,
sem þar drógu björg í bú, undu
þar við sól og sumarblíðu eða
börðust við hamfarir náttúru-
aflanna þegar þess þurfti við.
Þarna hefur gerzt þáttur í at-
vinnusögu íslenzkrar þjóðar,
þáttur, sem ef til vill var ekki
veigamikill móts við ýmsa aðra,
en fyrir Skagafjörð og Skagfirð-
inga þó svo veigamikill, að á
ýmsum tímum var hann traust-
ur hlekkur í öryggiskeðju þeirri,
sem margt fólk varðaði nokkru
að ekki brysti. Þótti jafnan mik-
il von til þess, að nokkuð yrði þó
til hnífs og skeiðar, þegar vertíð
byrjaði við Drangey, en aðrir út-
vegir voru lokaðir.
Og á því herrans ári 1951, þeg-
ar kjötskortur var í höfuðstað
landsins á vordögum, þótti við-
eigandi að leita til Drangeyjar
eins og í gamla daga.
Aðbúnaður er auðvitað allt
annar en í fyrri daga, en fugl-
inn syndir umhverfis eyna og
kemur þangað til þess að verpa
í bjarginu eins og í gamla daga.
En þegar flekar hafa verið
tengdir í uppistöður og uppi-
stöður eru lagðar við stjóra,
snörur egndar og bandingjar
festir á flekabrúnir, skríður
langvían upp á flekana eins og
í gamla daga. Þegar vitjað er um,
er hún snúin úr hálsliðnum,
bundin í kippur og flutt í land
til neytendanna, og með nútíma
flutningatækjum ekið þangað
sem kj ötkatlarnir bíða.
Ég var sjónarvottur að því, að
bíllinn var hlaðinn á Króknum,
með langvíur frá Drangey, og
sendur „suður“. Það er þó lengra
en þegar kippurnar voru fluttar
yfir Heljardalsheiði og Stóra-
Vatnsskarð. Tímarnir breytast,
en ýmsar myndir varðveitast, bó
að aðrar skipti mjög frá einum
tíma til annars.
Á miðjum Skagafirði rís
Drangey enn úr djúpi og í kring
um hana syndir langvía, stutt-
nefja og lundi í þúsundatali á
hverju vori. Vera má, að fleka-
veiðar verði ekki stundaðar að
ráði lengur, enda finnst ýmsum,
að veiðiaðferð þessi sé ómann-
úðleg og óhafandi. Afstaða til
þess skal ekki tekin hér, en hitt
er víst, að fyrirkomulag það um
veiðar, sem Jón Konráðsson,
hreppstjóri í Bæ, hefur frá
greint, verður að telja meðal
mynda úr þjóðlífi voru, sem
varðveita ber eins og aðrar sögu-
legar minjar.
Allar hetjur verða þreytandi
þegar til lengdar lætur.
R. W. Emerson.
Hið góða, sem þú gerir, er
bezta guðfhjónustan.
Carlyle^