Heima er bezt - 01.07.1952, Side 22

Heima er bezt - 01.07.1952, Side 22
214 Heima er bezt Nr. 6 Hrauntúnsþáttur Eftir Kolbein Guðmundsson, Úlfljótsvatni til fylgdar. Þekktastur fylgdar- manna hans er séra Sigurður Gunanrsson á Hallormsstað. Hann var einhver fróðasti maður um óbyggðirnar á sinni tíð og skrifaði margar greinar um þær í blöðin. Sumar ritgerðir hans hafa nú verið endurprentaðar í ritinu „Hrakningar og heiðaveg- ir“. Á dögum Bjarnar Gunnlaugs- sonar var útilegumannatrúin rík hjá alþýðu. Segist Björn hafa gert sér ýmsar aukaferðir til að kanna þá staði, þar sem útilegu- menn áttu að halda til, svo sem Þórisdal og víðar. Gerði hann það í þeim tilgangi að kveða úti- legumannatrúna niður. Þó tókst það ekki að fullu, eins og að kunnugt er, því að þeir Sigurður áttu í blaðadeilum út af þessu. En ferðir þeirra félaga um land- ið juku stórkostlega þekkingu manna á óbyggðunum. Öldum saman hafði almenningur ótt- ast óbyggðirnar, og fáir þorðu að hætta sér langt inn á hálendið fyrr en eftir daga Björns, er fjár- leitarmenn tóku að leita eftir fjárstöðvum lengra en áður. Einnig fann Björn ýmsar gleymdar og hálfgleymdar leið- ir yfir öræfin, sem getið er um í ritum fyrri manna. Fór hann einna fyrstur manna Fjallabaks- veg nyrðri, sem liggur fyrir norð- an Torfajökul. Hafði hann þá til fylgdar Jón Björnsson bónda á Búlandi, en hann var kunnugur óbyggðunum, því að Skaptár- tungumenn höfðu sótt veiði til Fiskivatna öldum saman. — Síðasta starf Björns Gunnlaugs- sonar í þágu rannsókna á nátt- úru landsins var mæling og at- hugun á Heklugosinu 1845. Gekk hann þá tvívegis á Heklu. Björn Gunnlaugsson var einn af merkustu mönnum samtíðar sinnar. Hann var að mörgu leyti frábrugðinn öðrum, og utan við sig, hálf barnalegur í ýmsu, enda var hann kallaður „spekingurinn með barnshjartað“. Hann var trúmaður mikill, en það er ein- kennandi fyrir hann, að hann gat ekki fellt sig við kenningu kirkjunnar um eilífa útskúfun. Á efri árum hans var heittrúar- stefna tekin að ryðja sér til rúms aftur. eftir frjálshyggju upplýs- 1. ábúandi Halldór Jónsson, 1830—1872. 1821 er Þingvallaprestakall veitt Einari S. Einarssyni stúd- ent. En áður var hann settur sýslumaður í Skaftafellssýslu um stundarsakir. Séra Einar komst í óvingan við bændur í Úlfljóts- vatnssókn, sem er annexía frá Þingvöllum. Kærði þá fyrir tí- undarsvik m. fl. Úr þessu varð fullur fjandskapur, svo honum þótti sér ekki viðvært. Tók hann því það ráð að leita til séra Björns Pálssonar, sem þá var prestur á Setbergi á Snæfellsnesi, um brauðaskipti. Séra Björn var sonur séra Páls Þorlákssonar, bróður Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá. Hann var prestur á Þingvöllum um 40 ár og alla þá tíð vel liðinn. Sr. Björn hefur víst tekið þessu vel, því að þeir hafa skipti á brauðunum 1828. En þá voru 2 ár liðin frá því að mála- ferlin hófust á milli séra Einars og Grafningsbænda. Séra Björn flytur því að Þingvöllum vorið 1828. í sóknalýsingu sinni 1840, um Þingvallaprestakall, getur hann um fólkið í sóknum sínum og segir, að sér falli betur við það en fólkið, sem var í sínu fyrra prestakalli. Eins og þá var títt og hélzt á meðan prestar höfðu vinnuhjú, komu vinnuhjú hans með honum, sem hvorki vildu ingartímans. Hefur honum ekki getizt að henni. Hann samdi talsvert af ritum, en flest þeira fjölluðu um sér- grein hans, og munu því ekki hafa verið mjög útbreidd, að einu undanteknu, en það var Njóla. Það er heimspekilegar og guð- fræðilegar hugleiðingar í ljóðum um alheimsáformið. Kemur heimsskoðun hans og lífsskoð- un glöggt fram í þessu riti, sett fram á alþýðlegan hátt. Öðlað- ist Njóla miklar vinsældir þegar frá leið, og kom út þrisvar sinn- um. við hann skilja né hann vildi missa. Þar á meðal var vinnu- maður, Halldór Jónsson að nafni. Þessi Halldór fær leyfi séra Björns til þess að byggja sér nýbýli í landi Þingvallakirkju 1830. — Hefur sennilega kunnað vel við sig í héraðinu, og borið hlýjan hug til húsbónda síns, og viljað vera í nálægð hans. — Þetta leyfi fær hann. Honum er leyft að byggja í selstóttunum gömlu frá Þingvöllum. Þar byggir hann sér svo bæ. En ekki myndi það þykja björgulegt nú á tím- um. Þá var ekki von um neinn opinberan styrk. Ekki hefur þetta þó þótt með öllu fjarstæða, því þá hefði séra Björn aldrei leyft honum þetta. Mér hefur verið sagt, að lítill túnblettur hafi verið við selið, sem fengust af 5 hestar af töðu. Útislægjur engar nema smátoppar innanum skóginn: Bæ þennan nefnir hann Hrauntún. Einhverjar húsarústir eru þar í grend, sem munmæli segja, að séu af byggðu bóli, sem heitið hafi Hrauntún. Rústir þessar sjást líklega enn og eru nú nefndar Gamla Hraun- tún. Engar sagnir hef ég heyrt um þetta býli eða hvað það hef- ur lengi verið í byggð, og segi því ekkert um það. En ég hef heyrt, að fyrst hafi Halldór ekki haft annan heyskap en þessa 5 hesta, sem hann fékk af selstúninu og það sem hann gat reitt saman innanum skóginn. En sá hey- skapur hafði verið með þeim hætti, að hann fór á morgnana með orf og hrífu og reiðingshest, og kom svo heim að kvöldi með heypjönkur á hestinum, þegar vel gekk, en stundum hefði að- eins verið heysáta öðrumegin en hrís hinumegin. En frá byrjun hefur hann líklega haft auga- stað á Hofmannaflöt, sem er ekki mjög langt frá Hrauntúni. Þar eru, eins og mörgum er kunnugt, allstórir sléttir vellir við austurenda Ármannsfells.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.