Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 27
Nr. 6
Heima er bezt
219
var sá, að hinn vonsvikni maSur
drap þau bæði. Það er hin bleika
afturganga stúlkunnar, sem
eigrar um í skóginum við Berry
Pomoroy hallarrústirnar.
Kringum 20 km. frá hinum al-
kunna háskólabæ, Oxford, liggur
hið reisulega höfðingjasetur
Fritwell. Það er fögur gömul
bygging, með ótal burstum og
gluggum í blýumgerð, eins og
venj a var á þeim tímum, en hús-
ið var byggt árið 1619. Tveir
hryllilegir atburðir áttu sér
stað í húsi þessu. Kringum 1710
bjuggu tveir bræður, Longueville
var ættarnafn þeirra, á herra-
setrinu. Þeir urðu ástfangnir af
sömu stúlkunni. Þá er yngri
bróðirinn varð þess vís að sá eldri
elskaði hana líka, réðst hann á
bróður sinn, batt hann á hönd-
um og fótum og varpaði honum
inn í þröngan klefa og aflæsti
dyrunum. Hann gaf fólki þá
skýringu, að bróðir hans hefði
allt í einu orðið óður, svo að
hann varð að loka hann inni.
Bróðirinn dó fjórtán dögum eft-
ir, og var í raun og veru orðinn
brjálaður af meðferðinni.
Þrjátíu og tveimur árum síðar
kom svipað fyrir í húsinu. Þá-
verandi eigandi þess, Sir Bald-
win Wake, varð ósáttur við elzta
son sinn- vegna stúlku, sem þeir
voru báðir í tygjum við. Eftir
harða viðureign drap Wake son
sinn. Yngri sonurinn hjálpaði
föður sínum til að bera líkið til
klefans, þar sem áðurgreindur
atburður hafði gerst. En sam-
kvæmt öðrum heimildum átti
yngri sonurinn að hafa flúið að
heiman, til þess að koma grun-
inum um glæpinn á sig í stað
föður síns. Sannleikurinn kom í
ljós tólf árum síðar, er Sir Bald-
win játaði á sig glæpinn á dauða-
stundinni. Auðvitað hafa báðir
hinir myrtu gengið ljósum log-
um á herragarðinum síðan at-
burðirnir gerðust.
Það er sennilega enginn stað-
ur til á öllu Stóra-Bretlandi, sem
er umvafinn meiri rómantík —
og ríkari af spennandi drauga-
sögum en Dunvegan, sem liggur
við ströndina á hinni fögru eyju
Skye fyrir norðvesturströnd
Skotlands.
Skuggalegir hallarmúrarnir og
hinir háu turnar hennar rísa
þverhníptir upp úr sjónum.
Landmegin er dásamlegur skóg-
ur. En mitt í allri þessari fegurð
hafa morð og ofbeldi átt sér stað
og myndað uppistöðuna í ótal
draugasögum. í sal hallarinnar
sá Long „ævintýrafánann". Sú
sögn fylgir honum, að hann hafi
komið beint úr heimi andanna.
Ættarhöfðinginn Meleod notaði
hann í bardögum, og fáninn
leiddi menn hans alltaf til sig-
urs. Höfðingjar þessarar ættar
hafa búið í höllinni í hundruð
ára. Undir salnum er lítill klefi,
dimmur, rakur og loftlítill, enda
er hann högginn niður í bergið.
Þangað niður vörpuðu höfðingj-
arnir föngum sínum. Það var
ekki annar útgangur en hlemm-
urinn í gólfinu. Afturganga eins
hinna grimmu höfðingja, geng-
ur nú ljósum logum í höllinni.
Sagan segir, að hann hafi kastað
konu sinni niður í fangelsi þetta,
þar sem hún dó úr hungri.
Þó var annar höfðingi ennþá
grimmlyndari. Hann hét Ian
Dubh eða Svarti Ian. Það fer
hrollur um mann, þegar sagt er
frá afrekum hans. Þetta gerðist
fyrir fjögur hundruð árum. Hann
bauð ellefu öðrum höfðingjum til
veizlu í höll sinni. Höfðingjar
þessir voru keppinautar hans um
völd og áhrif. Hver þeirra var
settur á milli tveggja af mönn-
um Dubhs. Þegar borðin voru
rudd, heimtaði Svarti Ian vín, og
þjónarnir komu með stórar skál-
ar fullar af blóði og settu fyrir
gestina. Þetta var merki um að
nú ætti að stinga þá í hjartað
með rýtingi. Menn Dubhs brugðu
þegar við og framkvæmdu vilja
herra síns.
Svarti Ian framdi ennþá verri
glæpi, og loks þoldi fólkið ekki
mátið og gerði uppreisn gegn
valdi hans. Hann flýði, en var
eltur og náðist lifandi. Var hann
dreginn inn í hellisskúta og kval-
inn til dauða með glóandi járni.
Og nú er fullyrt, að hin óham-
ingjusama sál hans sé á sveimi
umhverfis höllina. Hræðileg óp
heyrast stundum á nóttinni í
hinum dimmu göngum Dunveg-
anhallarinnar.
Annar draugur, risavaxin, al-
brynjuð ófreskja með hræðilegt
útlit, hefur líka sézt í höllinni,
einkum nálægt einum turninum.
Sagt er líka, að ófreskja þessi
gefi hljóð frá sér. En þetta er þó
ekki sannað. — En annars mun
einhver fótur vera fyrir flestum
af þessum eldgömlu draugasög-
um; að eitthvað gerist, er að
minnsta kosti nógsamlega vott-
fast, hver sem orsökin annars
kann að vera.
Kr. H. Breiðdal:
Góðhesturinn Borði
Borði var af góðu hestakyni
frá Skarði á Skarðsströnd. Guð-
mundur bróðir minn, bóndi á
Krossi á Skarðsströnd, gaf mér
folann veturgamlan haustið
1916. Var ég þá setztur að í Ell-
iðaey á Breiðafirði og hugðist
hafa búskap þar. Var Borði á-
samt fleiri eyja-tryppum látinn
synda yfir Krosssund, sem er á
milli Efri- og Fremri Langeyja,
er það að vísu fremur mjótt
Borði.
sund, en þykir þó skylt að fylgj-
ast með á báti. Á sundinu sýndi
Borði yfirburði fram yfir öll önn
ur tryppi. Hann reif sig fram úr
öllum hópnum, þurr niður á
miðjar síður, og kom fyrstur að
landi. Borði var meðalstór hest-
ur, um 53”. Hann var ljósjarp-
ur á skrokk, en dökkur á tagl
og fax, en með hvítan borða
þvert yfir frá bógum aftur á síð-
ur, rúmlega hnakkblöku breið-
ur og svo jafn báðum megin, sem
skorið væri eftir snúru. Sokkótt-
ur var hann á öllum fótum, að-
eins annar afturfóturinn hafði
styttri sokk. Ekki verður sagt,
að Borði bæri sig glæsilega und-
ir mann, hálsinn beinn og stíf-