Heima er bezt - 01.07.1952, Page 28
220
Heima er bezt
Nr. 6
Ljóta drottningin
Ævintýri eftir E1 Erichsen
Eitt sinn lá gamall kóngur á
banabeði sínum. Hann hafði
stjórnað þjóð sinni af góðvild og
réttvísi, og nú var það framtíð
hennar, sem olli honum nokkr-
um áhyggjum. Prinsinn, sonur
hans, sem taka átti við völdum,
var nefnilega síður en svo vel til
forustu fallinn. Hugur hans
snerist aldrei um annað en sjálf-
an hann. Ef hann skorti sjálfan
ekkert af því, er hann girntist,
stóð honum rétt á sama, hvern-
ig öðrum leið. Þar við bættist,
að hann var svo óvitur, að hann
dæmdi fólk einungis eftir útliti
þess. Öllum þeim, sem ekki
höfðu frítt andlit, sýndi hann
mestu fyrirlitningu, og hann
fyrirvarð sig jafnvel ekki fyrir
að gera gys að þeim, sem höfðu
einhvern líkamlegan ágalla. Það
var því ekki að undra, þótt gamli
kóngurinn væri áhyggjufullur,
þar sem hann var sjálfur að
dauða kominn, og enginn ann-
ar til að taka við stjórn ríkisins
en þessi sonur hans. Hann tók
það ráð að senda boð eftir guð-
föður prinsins. Það var gamall
og vitur maður, sem átti heima
þrjár dagleiðir frá kóngshöll-
ur. Hann var fremur kaldlynd-
ur, en stífur og keppinn. Sæmi-
legur stökkhestur, en ekki meir,
enda þjálfaði ég ekki stökkið.
Snemma kom í ljós, að Borði
væri góður ganghestur á brokki
og töíti. Mér er óhætt að full-
yrða, að tölthraði hans hafi ver-
ið því nær óviðjafnlegur og svo
var töltið mjúkt og þýtt, að auð-
velt var að halda á fullum vatns-
bolla án þess að út úr skvettist.
Sama var um þolið að segja.
Það var ekki öllum auðvelt að
mæta honum þar. Ég lék mér að
því að ríða í einum töltspretti
að vísu mishart — 5 km. leið, án
þess að hann drægi úr nös né
svitnaði undir beizli, hvað þá
meir. Mér var og auðvelt að
hleypa honum á eftir bíl á venj u
legri ökuferð, taka hann niður
á tölt og fylgja bílnum, þar til
inni, og húsið hans var ekki ann-
að en holað tré. Kóngur sagði
honum raunir sínar og spurði
hann ráða.
„Prinsinn á að velja sér
drottningu, sem er svo góð og
hyggin, að hún geti stjórnað fyr-
ir hann, þar til hann er sjálfur
orðinn nægilega vitur til að taka
við af henni,“ sagði vitringurinn.
Honum var kunnugt um, að i
næsta ríki var kóngsdóttir, sem
hafði það orð á sér, að hún væri
óvenjulega góðsöm og hyggin.
Lagði hann það ráð til, að prins-
inn skyldi fara og biðja hennar
sér til handa.
Ungi prinsinn, sem rétt í þessu
ætlaði út til að skemmta sér, var
nú ekki beinlínis fús til þessar-
ar farar. Hann þorði þó ekki að
standa gegn vilja gamla kóngs-
ins, en lagði þegar af stað á
hvíta gæðingnum sínum.
Þegar í kóngsríki kom, tók
ráðgjafinn á móti honum og
flutti konungi málaleitan hans.
Síðan settust þeir að borðum,
prinsinn og kóngur, og fór vel
á með þeim. Kóngur sagði, að
dóttir sín væri komin á þann
aldur, að ekki væri nema hæfi-
að mér þótti spretturinn nógu
langur. Þá óð Borði á töltinu
fram með bílnum annað slag-
ið allt að framhjólum. Þetta
geta margir staðfest. Á síðari
árum hans gat ég, og þó í sam-
reið væri, tekið hann niður á
fulla töltferð og lagt taumana
á makkann, án þess að hann
hrykki upp af sporinu. Ásgeir
Jónsson, Haugum, Borgarfirði,
mikill reið- og hestamaður,
kvaðst aldrei hafa aðra eins
töltferð séð á sinni hestamanns-
ævi. Ég vona, að allir þeir, sem
til Borða þekktu og kunna skil
á hans mikla tölti, finni, að þessi
lýsing er ekki minningaskrum.
Ath. I aprílheftinu, bls. 116, hefur sú
villa slæðzt inn í vísur Kr. H. Breiðdals, að
hesturinn er nefndur ,,Barði“, en á að vera
Borði.
legt, að hún eignaðist mann.
Prinsinn skyldi nú fara heim til
sín og búa til brúðkaups þeirra,
en að þrem dögum liðnum
myndi prinsessan koma, ásamt
fylgdarliði sínu. Aðeins eitt skil-
yrði var í kaupum þessum. Prins-
inn átti ekki að fá að sjá andlit
brúðar sinnar, fyrr en búið væri
að gefa þau saman. Hún var
bæði góð og hyggin, en meira
fékk prinsinn ekki að vita að
sinni.
Síðan fór hann heim í ríki sitt
og bjó undir brúðkaupið. Á
þriðja degi kom brúður hans, og
bar hún slæðu fyrir andliti. Fóru
þau beina leið í kirkju og voru
gefin saman með miklum hátíð-
leik. Því næst fóru þau heim í
kóngshöll til veizlu, og um
kvöldið fékk prinsinn loks að sjá
framan í brúði sína; munaði þá
minnstu að liði yfir hann. Ljót-
ara andlit hafði hann ekki séð
á ævi sinni, og sáriðraði hann
þess, að hafa gifzt þessari ó-
freskju og verða að hafa hana
fyrir augum sér upp frá þessu.
Gráar hárflyksur héngu niður
með beinaberum vöngum henn-
ar, og nefið var bæði stórt og
hvasst. Hún var mjög munnljót
og hafði aðeins eina tönn, sem
skagaði út milli varanna.
„Ég hef ekki frítt andlit,“
sagði hún brosandi, „en fólk
segir, að ég sé bæði góð og hygg-
in, og nú vantar þig einmitt
slíka drottningu, þar sem þú ert
hvorugt af þessu.“
Þegnar hennar komust líka
brátt að því, að hún var mjög
hyggin. Alla daga, frá morgni
til kvölds, var straumur fólks til
kóngshallarinnar. Allir, sem
voru í einhverjum vanda stadd-
ir, komu til að leita ráða hjá
hinni vitru drottningu, og öllum
lagði hún heil ráð. Hróður henn-
ar barst brátt um allt kóngsrík-
ið, og menn komu jafnvel frá
yztu mörkum þess til þess að tjá
henni vandræði sín. Hún reynd-
ist ekki aðeins vitur, heldur
einnig mjög góðsöm og örlát á
hjálp við alla, sem hennar
þurftu með. Á skömmum tíma
ávann hún sér ást og virðingu
allrar þjóðarinnar, og enginn
virtist gefa gaum að, hve ófrítt
andlit hún hafði. En aldrei var
leitað ráða eða aðstoðar til unga