Heima er bezt - 01.05.1955, Qupperneq 4
132
Heima er bezt
Nr. 5
og hjá honum dó Snjófríður ár-
ið 1915.
En þá er nú eftir að segja frá
fyrri hluta æfi hennar, áður en
hún giftist, en af honum fóru
mestar sögur. Leit ég svo á, að
sagan um hann skildist betur,
eftir að lesendur hefðu kynnzt
seinni hluta æfi ijennar.
í raun og veru skiptist sagan
um fyrri hluta æfi Snjófríðar í
tvennt. Annarsvegar eru opin-
berar heimildir í kirkjubókum
ýmsra prestakalla og dómsmála-
bókum og fógetabókum Suður-
Múlasýslu. Hinsvegar eru sagnir
þær, sem gengu manna á milli
um Snjófríði, víða um Austur-
land. Ekki er hægt að fullyrða
neitt um sannleiksgildi þeirra,
en þó voru þær sagðar mér af
mönnum, sem á lífi voru, er
söguviðburðirnir áttu sér stað.
En ekki styðjast þær nema að
nokkru leyti við opinberar
heimildir og það er af því, að
hinum opinberu heimildum er
mjög áfátt.
Hljóðar þá sagan þannig:
Snjófríður Sigurðardóttir er
fædd að Sellátrum í Reyðarfirði
14. september 1837. Foreldrar
hennar voru Sigurður Stein-
grímsson, bóndi á Sellátrum og
kona hans Sigríður Sveinsdóttir.
Árið 1840 var Steingrímur 66
ára að aldri og Sigríður kona
hans 44 ára. Systkinin, börn
þeirra, voru þá:
1. Níels Sigurðsson, 18 ára, 2.
María Sigurðardóttir, 15 ára, 3.
Guðmundur Sigurðsson, 11 ára,
4. Helga Sigurðardóttir, 8 ára, 5.
Jón Sigurðsson, 6 ára, 6. Snjó-
fríður Sigurðardóttir, 4 ára.
Um þessi systkini er þetta
kunnugt:
Níels var sagður dugnaðar-
og myndarmaður, glaðvær og
greindur. Hann varð póstur og
er hans getið að góðu í æfi-
minningum póstanna. María
varð húsfreyja Þorsteins Guð-
mundssonar hreppstjóra að
Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði,
merk búkona og öllum hugþekk.
Um Guðmund og Jón veit ég
ekkert. Helga fór ung upp á
Fljótsdalshérað. Séra Stefán
Árnason, prestur að Valþjófs-
stað, fermdi hana og gaf henni
þann vitnisburð, „að hún væri
fjörug, gáfuð og gjálíf.“ Hún fór
aftur til fjarðanna, giftist ekki
en átti 3 börn í lausaleik, sitt
með hverjum og var eitt sinn
sökuð um að bera út barn sitt.
Við réttarhöldin virtist svo, að
hún væri sek, en hún var mjög
einbeitt og hörð af sér, og svar-
aði greindarlega spumingum og
hrakti framburð vitna og slapp
við refsingu, sökum ófullnægj-
andi sannana.
Snjófríður fer 1845 með móð-
ur sinni, sem þá er orðin ekkja,
upp í Flj ótsdalshérað, að Hall-
ormsstað. Er hún þar á ýms-
um stöðum, sem „tökubarn“,
fyrst að Hafursá í Skógum, síð-
an að Geirólfsstöðum og Flögu í
Skriðdal og svo aftur að Haf-
ursá. Hún fær þann vitnisburð,
„að hún sé ekki efnileg, hafi
lítið lært og sé erfið stúlka.“
Snjófríður dvelur hjá maddömu
Ingunni Vigfúsdóttur í Beinár-
gerði á Völlum, hefðarkonu af
merkum ættum, árið 1853 og
fermist það ár í Vallanesi.
Presturinn, sem fermir hana,
séra Einar Hjörleifsson, gefur
henni þennan vitnisburð: „Kann
nokkurn veginn, en er skiln-
ingsdauf, les ei illa, ófyrirláts-
söm og illa upp alin.“ Þeim,
sem kynntust Snjófríði, mundi
hafa þótt vitnisburður séra Stef-
áns Árnasonar um Helgu systur
hennar, eiga eins vel við um
Snjófríði. Enginn kannast við
það, að hún væri skilningsdauf.
Vera má þó, að hún hafi verið
skilningsdauf á kristin fræði.
Eftir fermingu fer Snjófríður
hingað og þangað. Þegar hún er
19 ára, er hún léttastúlka á Ket-
ilsstöðum á Völlum og nokkru
síðar að Fossvöllum í Jökulsár-
hlíð. Seinna er hi'in á Flögu í
Skriðdal, en árið 1862 er hún
komin vinnukona að Kappeyri í
Fáskrúðsfirði. Hún fer því
vinnukona úr einum stað í ann-
an, skiptir oft um og hefur
hvergi unað til lengdar. Árið
1860 á hún fyrsta barn sitt með
Vigfúsi Hallgrímssyni á Kirkju-
bóli í Fáskrúðsfirði. Barnið
fæddist 1. desember 1863. Hún
var þá vinnukona á Kappeyri,
26 ára að aldri, og enn er bent á
stóran stein, þar sem barnið kom
undir. Það hét Elínborg og komst
til fullorðins ára, en giftist ekki.
Snjófríði var af kunnugum lýst
þannig, að hún hefði verið há
og grönn og sérlega vel vaxin,
fríð sýnum og talin að útliti
glæsileg kona. Skapgerð hennar
er lýst svo, að hún hafi verið
glaðlynd og gamansöm, en
hviklynd. Jafnframt þessu var
hún örgeðja og skapstór, hrein-
skilin og stóryrt og illyrt, ef
henni þótti hallað á réttlæti og
sannindi. Hún var uppstökk, en
reiðin fljót að hjaðna, örlát og
vinsæl eins og áður er sagt.
Árið 1864, eftir barnsburðinn
á Kappeyri, fluttist Snjófríður
að Karlsstöðum í Vöðlavík, en
þaðan til Eskifjarðar. Þangað
mun hún hafa komið árið 1865
og verið fyrst til húsa hjá Gísla
Árnasyni og seinna vinnukona
hjá honum. Gísli var sonur Árna
Salómonssonar að Svínhólum í
Lóni. Hann var, þegar hér er
komið sögu, 46 ára að aldri og
giftur maður.
Þá var fyrir skömmu kominn
til Eskifjarðar nýr sýslumaður
í Suður-Múlasýslu, að nafni
Waldemar Christian Bohn Oliv-
arius f. 20/7 1834. Hafði hann
fengið veitingu fyrir sýslunni
28/6 1863, en fyrsta réttarhald
hans í sýslunni fór fram 5. des-
ember, sama ár.
Byrja nú réttarhöld, sem
snerta Snjófríði Sigurðardóttur.
„Árið 1865, hinn 31. október,
var lögregluréttur Suður-Múla-
sýslu settur á skrifstofu sýsl-
unnar á Eskifirði og haldinn af
hinum reglulega dómara W. C. B.
Olivarius út af orðrómi um það,
að Gísli Árnason snikkari lifði í
hneykslanlegum holdlegum
mökum með vinnukonu sinni,
Snjófríði Sigurðardóttur, sam-
kvæmt skýrslu frá hlutaðeig-
andi sóknarpresti sem þá var
séra Hallgrímur Jónsson pró-
fastur að Hólmum). Fyrir rétt-
inum mættu þau bæði, hinn á-
kærði Gísli Árnason, sem er
giftur maður, og vinnukona
hans, Snjófríður Sigurðar-
dóttir.“ Játar Gísli þar að hafa
haft holdlegt samræði við Snjó-
fríði og hún viðurkennir það
einnig. Um þetta var því enginn
ágreiningur. Hinsvegar neituðu
þau, að lifa aðskilin, er sýslu-
maður skipaði þeim að skilja.
Kvaðst þá sýslumaður verða að