Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 5
Nr. 5
Heima er bezt
133
leita úrskurðar amtmannsins
hér að lútandi.
Árið 1866, hinn 3. april, var
enn haldinn lögregluréttur Suð-
ur-Múlasýslu á Eskifirði, Fyrir
réttinum mættu þau Gísli Árna-
son og Snjófríður Sigurðar-
dóttir. Lagði þá sýslumaður,
Olivarius, fram í réttinum úr-
skurð amtmannsins, er skyldaði
hana til að víkja af heimili
Gísla. Var henni þá ráðstafað
til að flytja að Kirkjubóli í
Vöðlavík. En þau munu bæði
hafa óhlýðnazt úrskurði amt-
mannsins, þvi ekki flutti Snjó-
fríður að Kirkjubóli.
Sama árið (1866) og í sama
mánuði, hinn 16. apríl, er því
enn haldinn lögregluréttur Suð-
ur-Múlasýslu á Eskifirði, út af
óhlýðni þeirra, gagnvart úr-
skurði amtmannsins. Hótaði þá
lögreglustjóri þeim málssókn og
hegningu, ef þau héldu áfram að
óhlýðnast úrskurðinum. Létu
þau þá undan siga. Flutti hún
þá að Vattarnesi í Fáskrúðs-
fjarðarhreppi og átti barn þar
sama árið, 7. október 1866. Gísli
Árnason hljóp um leið frá konu
sinni og settist að á Kolmúla,
næsta bæ við Vattarnes.
Barn Snjófríðar, sem hún ól
eftir að hún kom að Vattarnesi,
var skýrt Vilhelmína Christi-
ana og kenndi Snjófríður það
Olivariusi sýslumanni í Suður-
Múlasýslu og lét það heita í
höfuðið á honum. Ef treysta má
ártali prestsins að Kolfreyju-
stað, séra Hákonar Espólín, en
hann fer rangt með aldur Snjó-
fríðar, um leið og hann gefur
henni á latínu ófagran vitnis-
burð, þá hefur hún haft að baki
rúma þrjá mánuði af með-
göngutímanum, þegar hún var
fyrir rétti á Eskifirði 16. apríl
og enn samvistum við Gísla.
Bendir þetta til þess, að hann
hafi verið faðir Vilhelmínu en
ekki Olivarius sýslumaður. Hins
vegar fór orð af því, að Snjó-
fríður væri fjöllynd og lauslát.
Og hvað gat komið henni til þess
að kenna sýslumanni barnið, ef
hún vissi, að hann átti það ekki?
Hún hafði þá ekki tekið út neina
refsingu og þurfti því ekki að
gera þetta í hefndarskyni.
En það er annað viðvíkjandi
þessu, sem er athugavert og um
leið einkennilegt. í kirkjubók
Kolfreyjustaðar prestakalls er
sagt að Snjófríður Sigurðardótt-
ir hafi lýst Olivarius sýslumann
föður barns hennar, Vilhelmínu,
og þess getið um leið, að sýslu-
maður hafi svarið fyrir barnið.
En í dómsmála- og fógetabók-
um Suður-Múlasýslu er ekkert
minnst á þetta, ekkert réttar-
hald til viðvíkjandi faðerni
barnsins og hvergi minnst á það
í nefndum bókum, að sýslumað-
ur hafi svarið fyrir það. Aðeins
er skýrt frá þessu í kirkjubók,
eins og réttvísin hafi tekið sér
aðsetur þar. Hver tók eiðinn af
sýslumanni? Var skipaður setu-
dómari? Og ef svo var, hver var
hann? Um þetta lifa nú aðeins
munnmælasögur um óvenjulega
framkomu vinnukonu fyrir rétti,
sem enginn veit hver hélt.
Árið 1868, hinn 5. ágúst var
lögregluréttur Suður-Múlasýslu
haldinn á Eskifirði út af þriðja
lausaleiksbroti Snjófriðar Sig-
urðardóttur. Átti hún þá barn
með Gísla Árnasyni, nú á Kol-
múla, en hún var þá í hús-
mennsku i Brimnesgerði. Barnið
hét Karl Daníel og var fæddur
7. nóvember 1867. Jafnframt var
þessi lögregluréttur haldinn út
af grunsemd um, að þau Snjó-
fríður og Gísli hefðu brotið á
móti úrskurði amtmannsins. Þau
voru bæði mætt fyrir réttinum
og kannaðist Gísli við það, að
hann væri faðir barnsins. Þeim
var tilkynnt málshöfðun og gáfu
bæði skýrslu um það fyrir rétt-
inum, sem áður er getið. En
þegar Snjófríður gaf skýrslu sína
fyrir réttinum, hafði réttvlsin
eyðu þar, sem Snjófríður gat um
föður annars barnsins síns, Vil-
helmínu, sem hún hafði kennt
sýslumanni. Nafn sýslumannsins
„Olaviarius" mátti ekki sjást í
dómsmálabókum sýslunnar í
sambandi við barnsfaðernismál
Snjófríðar.
Árið 1868, hinn 20. nóvember,
var enn haldinn lögregluréttur á
Eskifirði yfir Snjófríði og Gísla.
Voru þau þá bæði dæmd til að
hýðast 15 vandarhögg hvort og
til að greiða málskostnað. Dóm-
inn felldi Olivarius sýslumaður
Suður-Múlasýslu. Þegar þessi
dómur var lesinn upp yfir Snjó-
fríði í réttinum, er sagt að hún
hafi komizt þannig að orði:
„Þetta eru þakkir óþokkans
fyrir það, að ég lét það eftir
honum að hafa mök við mig á
gólfinu."
Þannig lauk hinum opinberu
réttarhöldum yfir Snjófríði Sig-
urðardóttur út af barneignum
hennar og grunsemd um óhlýðni
við úrskurð amtmannsins. En
eins og áður er sagt, vantar al-
veg vitneskju um barnsfaðernis-
mál Snjófríðar, þegar dóttir
hennar, Vilhelmína, varð föður-
laus og sýslumaður Olivarius
synjaði með eyði fyrir það, að
hann væri faðir hennar. Hitt er
þó víst, að sagnir um þau réttar-
höld bárust frá manni til manns
eystra og voru höfð eftir vitn-
um, er hlýtt höfðu á réttarhöld-
in og einnig eftir Snjófríði, og
síðan sögð mönnum, sem enn
eru á lífi. Um hitt heyrðist aldrei
getið, að þar hefði verið setu-
dómari, sem fjallað hefði um
þetta barnsfaðernismál. Verða
nú sögur þessar raktar hér, eins
og þær bárust á milli manna um
firði og héruð Austurlands.
Þegar Snjófríður kenndi Ol-
ivariusi bamið árið 1866, vakti
það undrun, að réttvísin í Suð-
ur-Múlasýslu, sem allt af var
að dæma menn fyrir skírlífis-
brot og refsa þeim fyrir þau,
skyldi sjálf falla og verða brot-
leg. En sýslumaður þverneitaði
því, að hann væri faðir barnsins,
en Snjófríður hélt fast við fram-
burð sinn og varð aldrei þokað
frá honum. Út af þessu hófust
rannsóknir og réttarhöld á Eski-
firði, hjá réttvísinni, sem Snjó-
fríður kenndi barnið. Skýrði
hún nú, laus við alla feimni,
nákvæmlega frá því, hvernig
barnið kom undir og leyndi
engu atviki, er það snerti. Sagði
hún að sýslumaður hefði ekki
viljað taka sig upp í rúmið, þvi
honum hefði ekki þótt hún
nægilega hreinleg til þess. Hann
hefði því breitt gæruskinn á
gólfið við rúmstokkinn og þar
á gæruskinninu hefði barnið
komið undir. Fleiri og sterkari
orð hafði hún um þetta og lærðu
menn orðin, er bæði sögðu. Hann
var orðfár, en hún margmál og
illyrt. Þegar hún lét dæluna
ganga, er sagt að sýslumaður
hafi reiðst og sagt á íslenzku,.