Heima er bezt - 01.05.1955, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.05.1955, Qupperneq 9
Nr. 5 Heima er bezt 137 HÓLMGAN GAN Saga frá víkingaöldinni Eftir Nils Johan Rud Langskip Leifs Gunnarssonar sigldi með gapandi trjónu inn í sólskinsskúr. Morguninn var fagur eins og góður draumur um suðræn sólarlönd. Hafið var blátt og fjörðurinn einna líkastur silki, hægur andvari fyllti seglið, svo að það varð eins og risavax- inn skjöldur, og þeytti skipinu áfram, svo að freyddi um bóg- ana. Og nú birtist landið með hólmum og skerjum, hækkandi inn eftir af ásum og fjöllum, stórkostlegt og fjarlægt, likast og í hillingum. Það söng í hugum utanlandsfaranna. Þráin eftir föðurlandinu var svipuð sulti og þorsta, og hinir veðurbitnu, or- ustumerktu menn sátu fámálug- ir á þóftunum og störðu á landið með bláum, fjarrænum augum. Þeir urðu gripnir af hátíðafögn- uði og gleðin í brjóstum þeirra var óstýrilát eins og vindurinn, sem þeytti hárinu upp á hjálm- ana. Víkingaferðin hafði verið blóð- ug, rík af grimmd og ránum. Það var eins og spjótin og sverð- in væru orðin mett af blóði. Og innanborðs geymdu þeir mikil auðæfi í fullum kistum. Þannig voru þeir ánægðir, Goðin höfðu verið með þeim á þessari ársferð, og héldu hendi sinni yfir þeim í bardögunum. En nú þráðumenn- irnir eldana heima, eins og veik- lynd börn, mjöðinn í skrautleg- um skálum, þráðu hlýjar lok- rekkjur í rökkvuðum herbergj- um og hinar björtu meyjar, sem biðu þeirra og sendu leitandi augnaráð út á hafið. Þegar fjörðurinn opnaðist loksins fyrir þeim, risu þeir upp af þóftunum, allir horfðu sömu leiðina, og það varð kyrrð eins og í hofi, þessi kyrrð gagntók þá. Höfðinginn stóð hnarreistur í lyftingu; þannig hafði hann staðið óbifanlegur þetta síðasta dægur. Nú tók hann ofan hjálm- inn og lét vindinn leika um hið mikla hár sitt, hið beinabera, en fallega andlit var eins og það endurkastaði þvi ljósi, er bjó innra með honum, varir hans, hálfopnar, titruðu eilítið undir brúna, hrokkna skegginu, og hvítar tennurnar komu í ljós. Leifur Gunnarsson var foringi röskra drengja, þótt hann væri ekki nema tuttugu vetra, og hann var höfðingi á eigin lang- skipi. Nú flaug hugur hans til henn- ar einnar ,sem átti hjarta hans allan tímann, meðan á hinni löngu ferð stóð. Ingibjörg! Hún, sem bar gull- hringinn hans á handleggnum, sönnun ástar hans til hennar. Sönnun ástar hennar bar hann í hjarta sínu, .hún merkti hann sjálf í hjartastað á hinni heitu skilnaðarnótt, áður en hann lagði upp í ferðina. Þau sóru hvort öðru tryggð og báðu goðin að styðja þau í heitum sínum. Mennirnir horfðu með velvilja á höfðingja sinn. Þeir glöddust yfir að vera undir honum. Hann hristi höfuð sitt, svo að hárið stóð eins og koparlit glóð um- hverfis það, og tók að fara með gömul kvæði með sterkri, tón- andi röddu, sem þeir hlustuðu hugfangnir á. Kvæðið var um heimkomu víkingsins eftir hættur og erfiði í fjarlægum löndum. Svo varð djúp þögn. Mennirn- ir stömuðu fram þakklæti fyrir kvæðið með hálfluktum vörum en brennandi augnaráði, það var eins og bylgjur af gleði skyllu á honum þarna í lyftingunni, höfðingjanum. Hann hafði verið sannur höfðingi frá því er þeir létu frá landi. Drekaskipið brunaði inn fjörð- inn líkast villifugli. Svo rann seglið niður á rána og langar árar fluttu skipið inn víkina við bæ Gunnars, en bærinn stóð uppi undir ásnum, þar sem út- sýni var bezt yfir fjörðinn. Mennirnir gengu á land með kistur sínar og vopn og hinn hnarreisti dreki fékk nú hvíld og vaggaði hægt á bylgjunum. Sorgin mætti Leifi Gunnars- syni við heimkomuna. Yngsti bróðir hans, Áslákur, átján ára að aldri, rak nú búið. Gunnar faðir hans var andaður. Sigurð- ur digri hafði deilt við hann á vorþinginu, og til þess að saurga ekki þingið, urðu þeir ásáttir um að ganga á hólm nóttina eftir. Þar felldi Sigurður digri Gunn- ar. Nú lá Gunnar í haugi sínum með sínum beztu vopnum og tveimur þrælum, fyrir norðan bæinn. Það var hlutverk Leifs að hefna föður síns, af því að hann var élztur sona hans. Leifur syrgði föður sinn, en sú sorg var ekki þungbærust. Stærri sorg var það honum, er hann frétti, að Ingibjörg til- heyrði honum ekki lengur. Hún hafði brugðizt honum á sviksam- legan og óheiðarlegan hátt, hafði gleymt heitum sínum, hélt sennilega að hann kæmi ekki lifandi aftur úr þessari víkinga- ferð. Fagra, brigðmálga Ingi- björg! Hún var af fúsum vilja orðin húsfreyja á búi annars manns, og það var orsökin að dauða Gunnars. Hann lét lífið er hann freistaði að vernda rétt sonar síns. Leifi fannst hatrið brenna sig innan frá, þegar hann heyrði, hverjum Ingibjörg var gefin. Engum öðrum en Sigurði digra. Hér þurfti að koma fram tvö- faldri hefnd; fyrir föðurvíg og rán heitmeyjar sinnar. Vesæll maður væri hann, ef sverð hans megnaði ekki að þvo burt smán- ina í blóði vegandans. Refsing

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.