Heima er bezt - 01.05.1955, Page 10

Heima er bezt - 01.05.1955, Page 10
138 goðanna myndi dynja á honum ef hann léti það ógert. Þegar fyrstu nóttina heima, var hann ákveðinn í að koma fram hefndum. Hann lofaði Ás- láki bróður sínum því, og sór það við nöfn Óðins og Þórs. — Ég þakka þér, Áslákur, af því að þú beiðst eftir mér, sagði hann — skyldi mér mistakast, þá ert þú líka sonur föður míns. — Og bróðir bróður míns! svaraði Áslákur og leit fast á Leif. — Það er rétt, þú talar sem góður drengur. Bræðurnir tókust í hendur og sóru saman. Síðan fór Leifur. Hann fór í brynskyrtu, girti sig sverði og tók törgu ofan af þili. Hann gekk inn í skóginn um kvöldið, gekk hratt eins og hann væri að elta dýraspor. Við sólar- lag stóð hann við Óðinsstein. Það var heljar bjarg, járnrautt að lit, og stóð eitt sér í rjóðri langar leiðir norður af bæ hans. Leifur nam staðar við blótstein- inn og starði út eftir skógar- hlíðunum. Fyrir framan hann gengu þær niður í dimmbláan fjörðinn. En Leifur var að leita annars og fann það. Augu hans urðu blóðstokkin og andlitið rautt. Hann horfði á bæ Sigurð- ar digra. Þangað ætlaði hann í nótt, en fyrst skyldi Óðinn fá rétt sinn. Hann brosti kallt. Skuggaleg fjöllin í austrinu litu út eins og vel tenntur risa- kjaftur, þar sem þau bar við blóðrauðan himinninn. Sólin var að síga niður í þennan kjaft, og það var eins og hún væri gleypt í einum bita. Rökkurbylgjurnar gengu yfir landið. Leifur stóð í skugga er hann sneri sér að blótsteininum. Hann tók fram skinnblöðru, sem hann bar á brjósti sér innan undir klæðunum. Hestablóð var í blöðrunni, volgt af að geymast við bringu hans. Leifur leysti frá blöðrunni, tók ofan og skvetti blóðinu á steininn. Döggin féll á hár hans meðan hann blótaði Óðni til hefnda. Þá er myrkrið var orðið þétt- ara, gekk hann niður hlíðina og náði bæ Sigurðar digra um mið- næturskeið. Sigurður og Leifur höfðu leikið sér mikið saman Heima er bezx þegar þeir voru drengir, Leifur hafði oft komið á bæ föður hans, var kunnugur húsakynnum og vifsi hvar svefnrúmið var. Það var hægðarleikur að finna það. Hundur þaut að honum og glefs- aði í fót honum, en Leifur greip með báðum höndum um hálsinn á hundinum og kyrkti hann. Hann varpaði hundskrokknum frá sér eins og böggli. Síðan læddist hann gætilega upp tröppurnar til svalanna á ann- arri hæð hússins, hélt áfram inn um dyrnar til svefnstofunnar. Dyrnar stóðu í hálfa gátt til þess að loftið væri hreinna. Sigurður svaf ofur rólega! Hélt hann kannske að synir Gunnars gleymdu ódáðaverkinu? Leifur brosti ánægjulega og smeygði sér inn um dyrnar. Djúpur og þungur andardráttur tveggja mætti honum. Hann dró Nr. 5 sverðið úr slíðrum og gekk lengra og starði þangað til hann greindi þau bæði í rekkjunni. Er hann sá hana gerði veiklyndið snöggvast vart við sig í huga hans. Hún lá þarna með flak- sandi hár og svaf vært, var enn- þá fegurri en þegar hann sá hana síðast, fannst honum. En svo varð honum litið á Sigurð digra, hið svipmikla andlit hans. Hann virtist einnig fagur ásýndum. En nú komst ekkert annað en hatur að í huga Leifs Gunn- arssonar. Það var eins og rautt myrkur byrgði fyrir augu hans, eins og þetta rauða lýsti upp skegg sofandans. Hugur Leifs var ískaldur. Nei, en hann myndi aldrei vega að sofandi manni, hve mikið varmenni sem hann annars væri. Hann skyldi vekja Sigurð, bana sínum skyldi hann mæta „Þekkirðu mig, Sigurður cligri?“

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.