Heima er bezt - 01.05.1955, Page 12
140
Heima er bezt
Nr. 5
„Hann var hngaður, sá er þú valdir, er þú sveikst mig, Ingibjörg," sagði Leiftir.
skyldi hann fara til blótsteinsins
og færa Óðni þakkarfórn.
í því er hann hugsaði um
þetta, hljóp hálfklædd kona
fram til hins fallna manns. Leif-
ur bliknaði í framan, þegar hann
þekkti Ingibjörgu. Hún sendi
honum villt, sorgþrungið augna-
ráð og beygði kné sín við lík hús-
bónda síns.
— Hann var hugaður, sá sem
þú valdir, er þú sveikst mig,
Ingibjörg, sagði Leifur Gunn-
arsson stilhllega, hann leit á
hana, þar sem hún grét yfir líki
bónda síns.
Svo gekk hann álútur og eins
og yfirbugaður gegnum skóginn.
Óðinssteinn beið hans uppi í ásn-
um.
Sigurður digri raknaði við
aftur eftir stutta stund. Þegar
hann lauk upp augunum og sá
sorgbitið andlit Ingibjargar,
brosti hann með bláhvítum vör-
um og hvíslaði:
— Ingibjörg! Ef það verður
drengur, þá fóstrar þú hann
þannig, að hann verði að manni!
Lofaðu mér því! Hann mun ein-
hverntíma hefna föður síns.
— Því lofa ég þér, Sigurður.
Rödd hennar var allt í einu ró-
leg og ákveðin, hún stóð upp,
andlit hennar varð skyndilega
hart. Sigurður digri andvarpaði
léttilega og andaðist eftir fá
andartök.
En konan, sem stóð yfir líki
manns síns, var að hugsa um
barnið sem hún átti í vændum,
og bað til goðanna að það yrði
drengur. Sonur.
Tuttugu ár eru liðin siðan
nóttina dimmu er hólmgangan
átti sér stað. Margt hefur breytzt,
nýr kynslóð er komin upp og
gamla kynslóðin er að hverfa,
en mannssálin er hin sama.
Menn gleyma seint að hefna sín.
Arnfinnur Sigurðsson hafði al-
izt upp með hugsuninni um
hefndina, hún var orðin hluti af
honum, hann hafði drukkið
hefndarþrána með móður-
mjólkinni.
Banamaður föður hans var lif-
andi enn. Og sonur Sigurðar
digra var orðinn nógu gamall til
að drýgja þá dáð, að hefna föð-
ur síns. Móðirin hafði rætt við
son sinn mörg alvörumál við skin
langeldanna, og minnti hann á
það loforð, sem hún gaf hans
vegna við dauða föður hans.
Ingibjörg gat aldrei gleymt
því, að hún lifði ein æskuár sín,
og varð að fara á mis við ást;
líf hennar var eyðilagt vegna
hefndarinnar; hún hafði aðeins
verið tuttugu ára er hún missti
bónda sinn.
Hefndin heyrði henni nú til.
Það var vilji goðanna. Ungi Am-
finnur var líka hefndarþyrstur.
En hefndin fékk aðeins hálft rúm
í huga hans, hinn helminginn
átti ástin. Hann var ástfanginn
af hinni ungu mær á búgarði
Leifs Gunnarssonar, dóttur
banamanns föður hans. Oft hitt-
ust þau í leynum og elskuðu
hvort annað, gáfu hvort öðru
góðar gjafir og hátíðleg heit.
Hún hét Ingibjörg. Ingibjörgu
eldri varð oft undarlega innan-
brjósts, þegar hún hugsaði um
ástæðuna til þess, að Leifur
Gunnarsson hafði gefið dóttur
sinni nafn hennar. Gamlar
minningar komu fram í hug
hennar Hún barðist harðri bar-
áttu til þess að geta verið hnar-
reist og hörð. Það var vilji goð-
anna; hún hafði ekkert leyfi til
að sýna veikleika. Arnfinnur var
fæddur til þess að hefna. Hún
var á móti sambandi hans og
dóttur Leifs. Það gat hæglega
leitt hana til svika. Það var verra
að bregðast ætt sinni en kær-
leikanum. Goðin hegndu þeim
er vörpuðu skugga á ætt sína.
— Hefnd föður þíns skal vera
ást þín, Arnfinnur.
Leifur var lítið heima á bæ sín-
um. Hann fór oftlangarferðir um
landið í hernaðarleiðöngrum, því
að hann var lendur maður í hirð
Haralds hárfagra, er ætlaði að
gera landið að einu ríki. Um það
leyti sem Arnfinnur var tvítug-
ur, bárust fregnirnar af orust-
unni í Hafursfirði um allt land-
ið. Nú var Leifur brátt væntan-
legur heim aftur, og skuggalega
óveðursnótt sigldi drekaskip
hans inn fjörðinn. Ingibjörg sat
marga nóttina í hólminum og
beið, meira segja líka þessa
dimmu nótt, þegar skipið kom.
— Nú er tíminn kominn, Arn-
finnur! sagði hún. — Það er ekki
vani röskra drengja að bíða. Það
gerði Leifur Gunnarsson ekki
daginn sem faðir þinn var veg-
inn.
Móðir og sonur stóðu í hólm-
anum í storminum. Uxavagn
Þórs þaut yfir himininn, öðru
hverju varð bjart sem af degi af
leiftrunum. Og þá sáu þau dreka
Leifs. Hann skreið inn fjörðinn