Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 14

Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 14
142 Heima er bezt Nr. 5 Rímnaþáttur að norðan Hafliði Finnbogason skáld, fæddur 27. febr. 1836, dáinn 27. júní 1887. Foreldrar: Finnbogi Jónsson aS Steinhóli í Vestur- Fljótum og kona hans, Margrét Hafliðadóttir. Hann dvaldi alla ævi í Fljót- um í Skagafjarðarsýslu. Hann stundaði landbúnaðarstörf ým- ist sem sjálfstæður bóndi eða hann var í húsmennsku. Einnig sótti hann sjóróðra og hákarla- legur við og við. Hann var fátæk- ur alla ævi og bjó oft við mjög þröngan kost, en bugaðist aldrei; hafði þó fyrir stórum barnahóp að sjá: Hann var skáld gott og afburða hraðkvæður, orti mikið af alls konar kveðlingum, en því miður mun mest af því glatað. Nokkuð af tækifærisvísum hans og ef til vill fleira lifir þó enn í minnum manna. Lang- mest fer þó fyrir rímnakveð- skapnum; hann orti helmingi fleiri rímnaflokka en allir fyrir- rennarar hans í Fljótum til sam- ans. Sennilega hefur hann verið afkastamesta skáld, sem í Fljót- um hefur verið. Örvar-Oddsrímur eru líklega merkastar af rímum hans. Þær eru 20 að tölu og löng hver ríma, flestar 100 erindi. í mansöng 15. Örvar-Odds- rímu telur Hafliði rímur sínar í þeirri röð, er hann orti þær. Það er eina heimildin um þær, sem ekki er til í handriti í Lands- bókasafni. En þar eru til 12 rímnaflokkar eftir hann af 16, sem hann telur í téðum man- söng. Hér hefst mansöngurinn: 1. Opna verður orða hurðu, en yfirgefa flet. Eg læt þar á enga þurrðu andað meðan get. 2. Eg ber vilja á að gleðja auðar- fríða -spöng. Hef því látið ljóðin steðja lengi róms um göng. 3. Sextán vetra, Fjalars ferju færði ég máls úr vör, eftir það að öðru hverju óðar spunnið hör. 4. Hóf ég Egils handarvana hróður, fyrst á blað og Ásmundar Berserksbana bens, er hreyfði nað. 5. Hér næst Þorgeirs Hávarðsarfa hróðrarþátt ég spann og hans fóstbróður Þormóðs þarfa þráði Kolbrún hann. 6. Síðan ég um Sálus Jtvæði söng og Nikanor Höldar þeir á Hristarsvæði hermanns báru þor. 7. Þessu næst þá Fjalars fari fleytti sama ár. Vann ég kveða’ af Valdimari, var það nokkru skár. 8. Feginn vildi eg fljóða geði fylgja, ljóð þá spann. Af Ajax, ég raula réði rímur, vetur þann. 9. Enn svo falli ei í gleymsku, að ég nokkuð kvað. Þessu næst af Hreiðars-heimsku hóf ég mála blað. 10. Svo af Hrafni Hrútfirðingi hróður fram ég bar. Sighvats arfi á odda þingi ærið snarpur var. 11. Orti ég síðan af Vilmundi, auðgrund féll í skap. Sæmdar prýddum Sviða kundi, sem að Buris drap. 12. Var mín girnd við verk þess konar vitur gleðja fljóð. Vann því Atla Ótryggssonar æfi færa í ljóð. 13. Talan nokkuð hér við hjarnar. harla smátt með Iag. Líka Parmes Loðinbjarnar lífstíð, færði í brag. 14. Hér næst, þegar hróðrar tóni hreyfði, máls um bekk. Af leikara ungum Jóni, ort tvær rímur fékk. 15. Uppkastið svo einum liði ég af flokkum tveim. Hann þá lagðist hels að beði, ég hafði ei meir af þeim. 16. Austra siglu essin þramma ég lét tals um sjó, Af Einnboga, rekknum ramma rímna hörpu sló. 17. Ég af mikla Áka samdi óð og köppum hans, hilmis bur í Hildi lamdi hervíkinga fans. 18. Um Ólaf og Helgu hýru hef ég málað blað. svo um Bjarna og Salvöru dýru söng ég eftir það. 19. Bý ég þrátt hjá bauga slóðum, blöð þá gjöri svört. Ærið margt af öðrum ljóðum, ég hefi líka gjört. 20. Ég hef kveðið þrátt í þaula, því hortitti finn. Nú sextánda reyni raula rímnaflokkinn minn. 21. Að mínum ljóðum má allt finna mun til launa spé. Ég held því, að engin vinna óþarfari sé. Svo er að sjá, sem Hafliði hafi ort þessa 16 rímnaflokka á ár- unum 1852—1864. Það ár eru Örvar-Oddsrímur ortar og skáld- ið þá 28 ára gamall, og er það vel að verið. Ekki er sennilegt að hann hafi lagt rímnakveðskapinn á hill- una aðeins 28 ára að aldri, enda þarf ekki lengi að leita til að komast á slóðir nýrra rímna eftir Hafliða. Guðm. Stefánsson í Minni- Brekku í Fljótum, kunnur hag- yrðingur og sagnaþulur, sýndi mér einu sinni skrifaða rímna- skruddu. Hann þuldi mér nokk- ur erindi úr henni. Af efni þeirra fann ég, að það voru rímur af Hringi og Tryggva. Guðm. taldi sig þekkja rithönd Hafliða á bók- inni og rímurnar væru eftir hann. Ég tel víst, að svo sé. Guð- mundur var glöggur og athugull maður og fullyrti ekki annað en það, sem hann vissi, að var rétt. Hvort skrudda þessi er til enn veit ég ekki. Vera má, að Guðm. hafi átt fleira af gömlum hand- ritum, hann kunni vel að meta slíka hluti, og er skaði, ef þeir glatast, eins og oft vill verða, eft- ir að eigendur þeirra falla frá. Jón heitinn Jóhannesson, fræðimaður og bróðursonur skáldsins, sagðist hafa séð hjá honum Ambálesrímur, sem hann var þá nýbúinn að yrkja. Hvað af þeim hefur orðið vissi hann ekki. (Þær munu nú sennilega týndar.) Ég hef aðeins séð 2 af rímna- flokkum Hafliða. Ákarímur og Örvar-Oddsrímur. Þær eru að

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.