Heima er bezt - 01.05.1955, Page 19

Heima er bezt - 01.05.1955, Page 19
Nr. 5 Heima er bezt 147 Kristmundur Bjarnason: Erlendir ferðalangar á íslandi — íslandsför 1884 — Þessi ferðasögubrot eru eftir danskan fiskifræðing, Arthur Feddersen, er ferðað- ist hér á landi árið 1884. Hann ritaði um ferð sína bókina Paa islandsk Grund, og kom hún út árið 1885. Feddersen ber ís- lendingum vel söguna, segir yfirleitt rétt frá, enda hefur hann verið maður vel menntaður og athugull. — Ekki er þessi þýðing samfelld, heldur er stiklað á stóru og helzt sneitt hjá þvx, er fiskirækt varðar. Þýðingin er lausleg, og kaflafyrirsagnir eru ekki höfundarins, eigi heldur neðanmáls- greinarnar. Land og þjóð. Komdu til íslands á góðu, sól- ríku sumri eins og nú í ár. Við leggjum af stað frá kauptúninu, látum klárana þræða hlykkjótta troðningana upp fjallahlíðina, ríðum upp með túninu á fyrsta bóndabýlinu. Þetta tún, eins og íslendingar kalla það og hinar mörgu og margvíslegu bygging- ar, sem dreift er um það, kemur okkur Dönum svo kynlega fyrir sjónir, að við áttum okkur ekki til fulls á þessu, fyrr en slíka sjón hefur oft fyrir augu okk- ar borið. Túnið er grösugur nytjablettur, sem valinn hefur verið til dvalarstaðar endur fyrir löngu og hver kynslóðin hefur svo byggt á af annarri. Oft eru torf- eða steingerði umhverfis túnið, túngarðurinn, og þar sem hæst ber á túninu, stendur bærinn, einnig torfhlaðinn Hér er um að ræða húsaröð, eins- konar sambyggingu, og snúa gaflar að dalnum, firðinum eða vatninu. En bak við þessa húsa- röð eru svo byggð áföst hús, eitt eða fleiri, með torfþökum, sem oft eru íðilgræn. Bæjarveggirnir eru þykkir, og á gömlum bæjarhúsum myndar útkampur þeirra eins konar virkisvegg umhverfis öll bæjar- hús. Fyrir einum gaflinum eru dyr inn í allrúmgott anddyri, en þaðan er gengt til gestaher- bergja og geymslna, því að dyr eru þar á báða bóga, en inn úr anddyrinu eru aftur löng og mjó göng að öðrum vistarverum. Gangurinn þrýtur við aðal- stofu og svefnherbergi á bæn- um, baðstofuna, en úr henni er eitt þrep eða tvö að innsta her- berginu, sem kallað er „húsið“. Á betri bæjum eru vistarverurn- ar þiljaðar í hólf og gólf. Það er auðvitað Jágt tií lofts í þessum herbergjum ,en þau geta verið eins notaleg, vinhlý og hreinleg og híbýli danskra bænda. Nauð- synin hefur kennt íslendingum að nota torf í húsveggi, og hinn þétti vefur grasrótanna gerir veggina þétta og skjólgóða, og mættum við þakka fyrir, ef hús alþýðu hér hefðu slíka kosti til að bera, en hér eru ennbá al- gengir leirveggir eða þá þunnir múrsteinsveggir, sem sudda, ef eitthvað rignir að ráði og héla á veturna. Gestaherbergi eru tíðum búin legubekk. dragkistu, stólum og öðrum húsgögnum með sama sniði og hiá okkur tíðkast. Þá eru og oft myndir á veggjun- um. eirstungur eða ljósmyndir, og ber hér mest á mvndum bekktra manna. Áhugi íslend- ingsins á einstaklingnum er mjög áberandi og á sennilega rætur sínar að rekja til þeirrar ástar, er hann hefur á fornsög- um sínum, þar sem mannlýsing- in er meginatriði. Aftur á móti virðist hann ekki gefa náttúru- fegurð eins mikinn gaum, og virðist slikt fremur stafa af menntunarskorti en skilnings- leysi. Fræðsla hans er einhliða. Einn er þó sá búshlutur, sem er sjaldséður í sveitum landsins Það er spegillinn. Auðvitað staf- ar þessi speglaskortur af flutn- ingserfiðleikunum upp í dalina, þar sem allt er klakkflutt, en hnjóti hestur eða gangist hestar á undir klyfjum, er brothættum vörum hætta búin. Af sömu á- stæðu er gler- og leirvarningur af heldur skornum skammti. En þó hafa olíulampar rutt sér alls staðar til rúms, og enginn skyldi lá íslendingum, þótt þeir vilji lýsa upp hjá sér á löngum vetr- arkvöldum með björtu olíuljósi. Áður fyrr var ekki um annað ljósfæri að ræða en lýsislamp- ann. Torfhús getur að líta hér og þar um túnið: fjós, fjárhús, hesthús og heyhlöður. Annars er túnið eingöngu til grasnytja, og af því fæst bezta heyið, sem er ætlað handa kúnum og eldis- hestunum. Hér er grasið þétt og mikið, en hávaxið verður það þó ekki og verður því að slá það mjög nærri rótinni. Er þá ekki ótítt að sniðið sé ofan af sverð- inum, og þar myndast svo, er stundir líða, þúfa við þúfu, svó að túnið allt er yfir að líta eins og hinir fornu grasigrónu kirkjugarður okkar. Menn hafa ógjarna viljað sjá af þessu þýfi, því að fullyrt hefur verið, að tún, sem þannig er úr garði gert, sé grasgefnara en slétt. En hey- skapur allur og túnávinnsla í slíku þýfi krefst þó mikillar vinnu, og er því túnasléttun farin að ryðja sér til rúms. Ann- ars er túnum ,sem gefa eiga af sér gott fóður, haldið í rækt með þurrum húsdýraáburði ein- um saman. Er við höldum upp fjallshlíð- ina, standa hundarnir uppi á bæjarhúsunum og senda okkur kveðju sína. Rétt utan við tún- garðinn tekur heiðin við, grýtt flatneskja, en fjölbreytt að gróðri, Hér getur að líta birki og margs konar víðitegundir, krækilyng, beitilyng, sortulyng og svipaðan runnagróður, sem teygir í hófskegg reiðskjótanna. Hér sér lika þúfnakolla, þar sem hið fallega, svonefnda rjúpna- lauf vex eða holtasóley, einhver fegursta jurtin á íslandi. Hún

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.