Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 20
148
Heima er bezt
Nr. 5
er af rósaættinni og hefur ekki
færri en tíu hvít krónublöð á-
samt dökkum fagurlaga blöðum,
sem eru ljósleit að neðan eins
og óskyggt silfur. Aðrar, þúfur
þekur maríustakkurinn með
gulgrænum blómaklösum eða þá
skrautlegir blóðbergsskúfar eða
önnur auðlegð. Alpajurta í fjöl-
breytileika, sem verður furðu-
legri fyrir þá sök, að maður átti
ekki von á að sjá svona mikið af
þeim hér.
Þegar upp á fjallið kemur,
dregur úr gróðrinum, og manni
verður þvíi að horfa sér fjær,
meðan klárinn lötrar þolinmóð-
ur ógreiðfæran götuslóðann.
Snævi krýnd fjöll hillir í fjarska,
sveipuð hálfgagnsæjum þoku-
hjúp. Og svo hallar aftur undan
fæti, og enn liggur leiðin yfir
heiðarfláka, þar til komið er of-
an í dalinn, þar sem spóinn vell-
ir sinn graut í kyrrð næturinn-
ar eða flýgur upp með léttu
vængjataki og stendur vörðinn,
unz ferðalangarnir eru riðnir
hjá. íslenzka sumarnóttin er
eins dásamlega fögur og mild og
heima hjá okkur í Danmörku.
Vinhlýjum bjarma slær á bæj-
arþilin, — hér er okkur búin góð
hvíld, um hana er ferðlúnum
aldrei synjað, enda þótt höggin
þrjú, sem hann drepur með
svipuskaftinu á dyrastafinn veki
heimilisfólkið af værum blundi.
Menn verða að kynnast ís-
lenzka landslaginu af eigin sjón
og raun til þess að geta skilið
eiginleika þess, og eigi að lýsa
því með orðum, þarf listamaður
að halda á pennanum. Og það
ber að harma, að hvorki íslend-
ingum eða Dönum hefur tekizt
að lýsa þessum héruðum á þann
veg, að lesendur hafi yfirleitt
getað myndað sér ljósa skoðun
á þeim. Og Öðrum útlendingum
hefur heldur ekki tekizt það. En
óskandi væri, að einhverju
dönsku skáldi væri kleift að inna
af hendi þetta hlutverk, skáldi,
sem hefur næmt náttúruskyn og
lag hefur á að lýsa náttúrufeg-
urð. Slíkt skáld ætti erindi til
íslands. Og jafnframt væri þess
óskandi, að einhverjir málara
okkar tækju í sig kjark og færu
til íslands. Rithöfundum og mál-
urum, sem góðum kostum eru
búnir, bíður þar mikið hlutverk
og merkiiegt. Og það er ekki
landslagið eitt, sem mundi hrífa
þá, þjóðlífið mundi engu síður
orka á þá. Það er nefnilega búið
öllum góðum eiginleikum, það er
sérkennilegt, frumlegt, aðlað-
andi. Óþrotleg yrkisefni má
sækja í störf íslendinga til lands
og sjávar, daglegt heimilislíf
þeirra og ferðalög á hestum.
Því miður er ferð til íslands
og dvöl í landinu ýmsum erfið-
leikum háð, og er þá fyrst og
fremst að geta þess, að hún er
kostnaðarsöm. Stafar þetta mest
af því, að nauðsyn krefur, að
hestar séu notaðir til allra ferða
laga og ekkert verður ferðast án
leiðsögumanns, sem bæði er
kunnugur leiðinni og gætir hest-
anna. Ekki verður komizt af með
minna en fjóra hesta handa sér
og fylgdarmanni, nefnilega þrjá
reiðhesta og einn klyfjahest. En
ef ætlunin er að leggja upp í
langferð, þarf fleiri hesta, svo
að hægt sé að skipta oftar. Fæði
og húsnæði er ekki dýrt, og oft-
ast nær er hægt að fá góðan og
lystugan mat á bændabýlunum,
að minnsta kosti ef þess er gætt
að fara ekki heim á fátækustu
bæina. Það er óréttmæt ásökun,
að næturgisting í íslenzkri sveit
sé ill yfirleitt vegna óþrifa og
ills matarræðis. Ferðalangurinn
getur verið óheppinn að þessu
leyti, en þegar hann skrifar um
ferðalagið og lætur þess getið,
að hart nær ógjörlegt sé að ferð-
ast um þetta land nema því að-
eins að hafa meðferðis tjald, rúm
og matvæli, þá gerir hann sig
sekan um ósannsögli og ósvinnu,
þar sem hann launar gott með
illu, ef til vill með það í huga, að
koma sér með því í mjúkinn hjá
lesendum og þá jafnframt láta
skína í, að hann sé einhver helj-
argarpur'). Það er ekkert á móti
því, að ísland sé allað „Ultima
Tule“, en þeir tímar eru liðnir,
') Ekki veit ég með vissu, hvaða ferða-
sögu Feddersen hefur hér í huga, en ekki
er ólíklegt, að hann eigi hér við ferðasögu
eftir Keilhack nokkurn, sem ferðaðist hér
árið 1883 og gaf út bók um för sína 1885,
sama árið og bók Feddersens kemur út.
Fremur ætla ég þó, að höf. eigi við bók
Ross Brownes, sem er enn furðulegri ó-
sannindaþvættingur, og bók Paijkulls hins
sænska mun honum og hafa verið kunnug.
að íbúarnir séu einangraðir frá
menningu og menntun. Með
meiri rétti má nú segja, að marg-
ir íslenzkir bændur lifi um efni
fram og eigi í vitum sí.num ýmis-
legt, sem ekki verður talið nauð-
synlegt. Segja má, að enskt sæta-
brauð, vín ,sænskt púns, súkku-
laði og fleira þess háttar sé al-
gengt, og jafnframt er það ekki
óalgengt, að sængurföt séu með
útsaumi og á þvottaborðinu séu
smekkleg baðhandklæði, o.s.frv.
Ætla menn nú, að ferðalangur-
inn, sem kemur á dönsk bænda-
býli, finni ekkert þar aðfinnslu-
vert heldur hið gagnstæða? Nei,
slíku mun ekki til að dreifa. Og
þegar alls er gætt, þá er engu
lakara að gista íslenzka bónd-
ann, að því er fæði og húsnæði
varðar, en stéttarbróður hans í
mörgum héruðum Danmerkur,
Noregs eða Svíþjóðar.
Nú skyldi enginn ætla, að hér
gæti of mikillar bjartsýni. Þess
vegna er bezt að geta þess hér á
hverju ferðamaðurinn á von, er
hann kemur á íslenzkt sveita-
heimili. Þótt komið sé á bæinn
mjög síðla kvölds, og húsbænd-
ur séu vaktir af værum blundi,
verður þér ávallt vel tekið. Og
áður en langt um líður, er bor-
inn fyrir þig kvöldverður, brauð,
smjör, kjöt, ostur og annaðhvort
ágæt nýmjólk eða kaffi, sem er
þjóðdrykkur íslendinga, og er
naumast annars staðar betur
gerður. Sængurfatnaður allur er
hreinn og fallegur, og þvotta-
áhöld óaðfinnanleg. Að morgni
kemur húsfreyja, dóttir hennar
eða einhver vinnukonan með
kaffi, hveitibrauð eða pönnu-
kökur í rúmið til gestsins, og
skömmu síðar er framreiddur
ríkulegur morgunverður, steikt-
ur fiskur eða kjöt, egg og ostur
ásamt ágætri mjólk — og loks
kaffi. Ef ferðamaðurinn hefur
hug á að borða miðdegisverð, er
venjulega hægt að fá hrísgrjóna-
graut og kjöt eða svipaða rétti,
og alltaf, þó einkum á sumrin,
er hið svonefnda skyr á boðstól-
um, mjólkurréttur, sem svipar
nokkuð til mjólkurhlaupsins hjá
okkur. Við þetta vil ég svo bæta
því, að framkoma og klæðnaður
þeirra, sem gestinum þjóna til
borðs, stendur hvergi að baki því,
sem títt er hér í Danmörku, hvað