Heima er bezt - 01.05.1955, Page 21

Heima er bezt - 01.05.1955, Page 21
Heima er bezt 149 JSír. 5 HR tSFL U TNING UR. Svo scgii í íslenclingabók Ara fróða, að ísland hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, er landnámsmenn komu hingað. Hel- ur þá verið búsældarlegt utn að litast í mörgum fjalladalnum. En nú er skógurinn að mestu eyddur, og víða eru óræktarmó ar og örfoka land, þar sem áður var skógivaxið. Það verður hlutverk komandi kynslóða að græða landið skógi að nýju. — Ýrn.sar orsakir liggja til eyðingar skóganna, og sú ekki minnst, að landsmenn hafa öldum saman orðið að nota þá til eldi- viðar. Öld eftir öld hafa menn sótt hrís í skógana, stundum langt að, og skógarítök voru verðmætasta eign margra bænda. En cnginn skyldi áfellast kynslóðir fyrri tíma fyrir það. sem nú á dögum myndi vera kallað skamrasýn rányrkja. Þær áttu ekki um annað að velja, eins og högum þeirra var háttað, þegar harðindi og illt stjórnarfar var að kvelja lífið úr þjóðinni. l-æstir, sein nú eru að vaxa upp, eru gæddir slíku hnyndunarefli og innlifun, að þeir geti sett sig í spor forfeðra okkar, eða skilið kjör þeirra til fulls. — Myndin yfir þessum línum er af hrísflutningi í Þjórsárdal. Þar átti biskupsstóllinn í Skálholti skógarítak um margar aldir. Og til Þjórsárdals var sótt af mestöllu Suðurlandsundirlendinu, til eldiviðarfanga. En skógur- inn var einnig notaður til annarra þarfa, svo sem að leggja undir torf á húsþök, og þótti það gefast vel. — Nú eru við- horfin orðin önnur. Vatnsaflið er sem óðast að verða ljós- og hitagjafi, og skógarnir fá að vaxa undir umsjá sérfróðra manna, tneð ötuhim stuðningi þeirrar kynslóðar, sem býr vi<V kjör, sem aðeins voru til í glæstustu ævintýrum forfeðranna. allt hreinlæti varSar. Auðvitað er nokkur munur á héruðum að þessu leyti, en sá munur getur aldrei verið mikill. í Suður-Þingeyjarsýslu. Frá Mývatni liggur leiðin til Gautlanda, en þar býr bóndinn Jón Sigurðsson, forseti Alþingis. Það var á fögru sumarkvöldi, að við komum með klyfjahesta okk- ar að þessum stæðilega, velhýsta bæ. Á túninu voru konur og börn i óðaönn að þurrka hey. Jón var ásamt piltum sínum og vinnu- konum flestum, „vestur á Heiði“ við samantekt. Húsfreyja var aftur á móti heima, og hún lét ekki hjá líða að bjóða gesti vel- komna með allri þeirri gestrisni, sem íslenzkri húsmóður er tamt, gestrisni, sem er í senn fyrir- hyggjusöm og hjartanleg. Jón Sigurðsson á fagurt heimili, og kona hans er prýði þess. Hún er gáfukona, háttvís og virðuleg. Jón bóndi kom ekki heim fyrr en komið var fram á nótt. Hann hafði verið langt upp á heiði. Það ríður á miklu, að sem mestra heyja sé aflað og að þau náist óhrakin i garð. Veðrátta er nefnilega svo umhleypingasöm á íslandi, að ekki er lengi að skip- ast veður í lofti, dýrðlegasta sumarblíða getur skyndilega og óvænt breytzt í langvarandi haust- og vetrarveðráttu. Og einmitt sökum þessa, er það svo mikilvægt, að vera við öllu bú- inn, enda spáðu fréttir að sunn- an ekki góðu. Þar hafði verið samfelld óþurrkatíð fram að þessu, og því horfur á, að hey- fengur yrði með rýrasta móti, ef veður þá leyfði, að nokkuð næð- ist saman. Jón Sigurðsson er um sextugt I

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.