Heima er bezt - 01.05.1955, Side 29
JSTr. 5
Heima er bezt
157
Snjófríður . . .
Framh. af bls. 134.
Sú saga flaug um meðal
manna, að frú Þorgerður hefði
ráðið til sín íslenzkar vinnukon-
ur. Er ein þeirra kom heim aft-
ur frá Borgundarhólmi, sá hún
Vilhelmínu, dóttur Snjófríðar,
sem þá var enn á barnsaldri, og
undraðist það, hve lík hún væri
börnum þeirra fógetahjónanna
á eyjunni Borgundarhólmi. —
Ekkert veit ég um sannleiksgildi
þessarar sögu.
Vilhelmína Christíana, dóttir
Snjófríðar, ólst upp hjá móður
sinni og manni hennar, að Mel-
rakkaeyri í Fáskrúðsfirði. Hún
var fríð kona, greind vel og
prúðmannleg í allri framkomu.
Ung giftist hún Einari Sigurðs-
syni Borgfjörð og settust þau
seinna að á Búðum í Fáskrúðs-
firði. Einar var bróðir Ásgeirs
Sigurðssonar, er einum allra út-
lendingi i Bretlandi, hlotnaðist
sá heiður, að verða aðalkonsúll
þeirra. Þau Vilhelmína og Einar
voru kynsæl og eru afkomendur
þeirra í röðum hinna myndar-
legu og góðu borgara þessa
lands.
Bjarni Sigurðsson.
Bændur í Nesjum . . .
Framh. af bls. 146.
Þetta þótti sumum undarlegt,
þökkuðu það helzt góðri vetrar-
beit. En gættu ekki að því, að á
heyskaparlitlum jörðum gátu
ekki aðrir haldist við en dugn-
aðarmenn og vitrir menn. Á
heyskaparjörðum komust dugn-
aðarmenn líka vel af og miðl-
ungsmenn sæmilega. En slóð-
arnir hvergi, ef eitthvað blés á
móti. En nú jafnar ríkisstyrkur-
inn öll met og vel það.
Kolbeinn Guðmundsson.
Andlegt frelsi
Framh. af bls. 156
þess eins, að afla kenningum
hans og skoðunum ennþá meiri
útbreiðslu“. — Endir málsins
varð sá, að vinur Tolstojs var
látinn laus úr fangelsinu nokkr-
um dögum síðar.
Nýlesnar bækur . . .
Framh. af bls. 136.
okkur mörgum — kannske flest-
um, sem sagan lýsir hjá gamla
manninum, að við eftir baráttu
langrar ævi á hafi lífsins sigl-
um bátkænunni tómri að strönd
— að stormurinn skili fleytunni
okkar í fjöru með bera beina-
grind lífsdráttarins bunda við
borðstokk — en hitt er þó kann-
ske bót í máli, ef æskan hefur
skilið okkur og baráttu okkar,
vill þýðast eitthvað af ráðum
okkar og reynslu.
„Ég get einskis vonað né ósk-
að héðan af,“ segir gamli mað-
urinn að lokum, „ég sótti of
langt út til hafsins.“ —
Já, það er varasamt að sækja
of langt út — ætla sér of stóran
drátt.
Þorbjörn Björnsson.
Geitaskarði.
Leiðrétting
í greininni „Harrastaða-
Skjóni' í febrúarheftinu eru
tvær villur, sem nauðsynlegt er
að leiðrétta. Sú fyrri er, að í
greininni eru Ormsstaðir taldir
til Fellsstrandar, en eiga að
teljast til Klofningshrepps, en
sú síðari hefur slæðst inn í vísu
Gests Magnússonar, þar sem
orðið „bein“ í fyrsta vísuorði á
að bera „beim“. Þetta eru les-
endur beðnir að athuga.
Þegar refurinn
var að þrífa sig
Ólafur gamli sagði mér einu
sinni þessa sögu:
Þegar faðir minn var dreng-
ur, líklega þrettán ára gamall,
var hann eitt sumar smaladreng-
ur á seli eins stórbóndans í
sveitinni. Dag nokkurn vantaði
hann nokkrar geitur og fór strax
að leita þeirra. Hann gekk upp
á hæð nokkra við endan á dá-
litlu stöðuvatni til þess að
skyggnazt um. Kom hann þá
auga á ref bak við þústu niðri
við vatnsbakkann. Faðir minn
nam staðar til að sjá hvað rebbi
hafðist að. Refurinn hafði ekki
orðið var við föður minn, vegna
þess að vindurinn stóð af rebba.
Refurinn var að bíta og klóra
í mosaþústuna og hljóp svo með
eitthvað í kjaftinum niður að
vatninu. Þar sneri hann bak-
hlutanum að vatninu, þrýsti
skottinu milli afturfótanna á
sér og gekk ofurhægt aftur á
bak út í vatnið. Hægt og ró-
lega þokaðist hann lengra og
lengra út í.
Loks var vatnið orðið svo
djúpt, að aðeins höfuð rebba
stóð upp úr, en svo dýpkaði enn
meir og hann varð að teygja
sig til þess að geta andað. Að
lokum voru aðeins nasirnar
sýnilegar á yfirborðinu. Þannig
lá refurinn í kafi nokkra stund.
Allt i einu dýfði hann sér al-
veg, kom svo upp úr og þaut eins
og píla til lands og stökk til
skógarins á hæðinni.
En það, sem hann hafði borið
í kjaftinum, flaut á vatnsborð-
inu.
Faðir minn varð forvitinn og
langaði til að sjá, hvað rebbi
hefði verið að hafast að. Hann
náði sér í grein og krækti með
henni í þetta, og gat loks dregið
það upp á bakkann. Það var
mosaþúfa. Föður mínum fannst
þetta í meira lagi einkennilegt,
en ennþá meira undrandi varð
hann, er hann sá að mosaþemba
þessi var alþakin flóm.
Nú skildi hann, hvaða erindi
refurinn hafði átt út í vatnið.
Refurinn hafði verið að
hreinsa til í greni sinu. Hann
hafði verið píndur af flóm, en
þegar hann fór út í vatnið
flæmdust flærnar upp eftir
skrokknum á honum og alla
leið upp á haus og siðan þaðan
á mosaþúfuna, sem hann bar
í kjaftinum.
Ef rebbi hefði séð undrun föð-
ur míns úr fylgsni sínu, hefði
hann án efa brosað ánægjulega,
ef slíkt hefði verið háttur refa.
Nú sat hann sennilega í öruggu
fylgsni og þurrkaði sig í sólskin-
inu. (Úr norsku.)