Heima er bezt - 01.10.1955, Síða 3

Heima er bezt - 01.10.1955, Síða 3
Nr. 10 Heima er bezt 291 Stefán Jónsson, námsstjóri BEINAKAST Á hvítasunnudag 8. júní 1783, lagði dökkt mistur yfir fjöll og byggðir í Vestur-Skaftafells- sýslu, og þó sérstaklega yfir Fljótshverfi og Síðu. Varð þessi dagur upphaf mestu hörm- unga, sem yfir ísland hafa dunið frá byggð þess. Lýsing Jóns Steingrímssonar prófasts á Skaftáreldunum og hamförum nátturunnar þessa örlagaríku júnídaga, er rituð af sannleiksást og heiðarleik, og sterkri trú á almætti guðs og handleiðslu hans. — í inngangi að lýsingu hans á Skaftáreldun- um og hamförum náttúrunnar, kemur það skýrt fram, að pró- fasturinn er með sjálfum sér fullviss um það, að eldgosin og hörmungar þær, er í kjölfar eld- anna sigldu, væru refsing drott- ins fyrir lausung, sviksemi og léttúðarlíf sóknarbarnanna og annara, undanfarin góðœrisár. Eru þessar ályktanir hans að sumu leyti barnalegar í augum nútímamannsins, en þær sýna trú hans og fullvissu um refs- ingu og endurgjald, sem stjórn- að sé af alvitrum og réttlátum drottni.-------- Sr. Jón Steingrímsson segir, að árin fyrir eldana hafi fólkið lif- að óhófslífi, verið bæði kröfu- hart og matvant, svallað og eytt miklum fjármunum í tóbak og vín. — Vegna góðæris segir hann, að fjárfjöldi hafi verið orðinn svo mikill, að sumir hafi varla vitað fjártölu sína, og þó menn vissu, hafi tíundarsvik verið svo algeng, að enginn hafi talið rétt fram sína fjáreign. — Og við þessa ófögru lýsingu, bætir hann þessari eftirtektar- verðu ályktun: „Það var og eitt ólukkuefni í landinu að allir þjófar voru frómir kallaðir“. Þessi sérstæða setning varpar skýru ljósi á mat hans á sam- tíðinni, og er varla hægt að ganga lengra í ásökunum. — — En þessu sællífis- og ár- gæskuár, áttu þó sína skugga. Allskonar váboðar birtust þess- ari svallsömu þjóð, víða um land, en þó hvergi sem í sóknum sr. Jóns — Klukknahljóð heyrðust úr lofti.---Eldingar og undra- ljós sáust bæði á jörðu og í lofti. — Vanskapaðir kálfar og lömb fæddust víða. — Skrímsli óðu uppi í vötnum og hestar átu skarn og fjóshauga. — Allt var þetta talið boða illt og óttinn læddist um byggðirnar, þrátt fyrir gleðskap og allsnægtir. Og svo skall plágan yfir þessar fögru og frjósömu sveitir. Góð- ærið breyttist í hallæri, •— gleð- in í sorgarstundir. — Byrgð var sólarsýn. — Fuglar himinsins féllu til jarðar dauðvona, af ó- lyfjan þeirri, er um loftið barst. — Ær og kýr urðu nytlausar, og hestar héldu varla holdum um hásumarið. — Kvöldið fyrir eld- gosin, voru bornar heim af stöðli hjá sr. Jóni Steingrímssyni 8 fjórðungsfötur af mjólk, en næsta laugardag, eftir rétta viku aðeins 13 merkur. Á eftir þessum sorgardögum, hófst svo plágan mikla, sem nefnd hefur verið „Móðurharðindirí'. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér. — Það geri ég af því, að þessi hörmungarár eru baktjald þeirrar þjóðsögu. sem hér verður gerð að umtalsefni. En saga þessi er þannig: Á þeim tímum sem Móður- harðindin geisuðu og fjöldi fólks féll í valinn fyrir sulti og harð- rétti, bar svo til að Hlíð í Hnappadal, á jóladag, að allt fullorðið fólk fór til kirkju að Kolbeinsstöðum, en til kirkj- unnar er um þriggja tíma gang- ur. — Eftir voru heima aðeins börn og elzt af þeim stúlka 10— 12 ára, sem Ólöf er nefnd. Þegar kirkjufólkið var nýlega farið, og börnin áttu sér einskis ills von, bar gest að garði. — Ekki könn- uðust börnin neitt við hann. — Ferðamaðurinn fékk fljótt fregn- ir af því, að börnin væru ein heima, og allt fullorðið fólk við kirkju. — Þessi ókunni maður gekk þá til fjárhúsa, valdi sér þar mórauðan, vænan sauð, slátraði honum og gerði hann til. — Gekk svo til eldhúss og sauð eitthvað af innmat úr sauðnum, át sjálfur og gaf börnunum bita með sér. — Börnin voru öll dauð- hrædd og þorðu sig ekki að hreyfa, en þáðu bitann, sem að þeim var réttur. — Ekki er þess getið, að hinn ókunni gestur hafi ógnað börnunum eða hrætt þau að óþörfu, en þau undruð- ust framkomu hans. Þegar maðurinn hafði lokið máltíðinni, bjó hann sig til ferð- ar og hafði hraðann á. Hann bjó um sauðarfallið, lagði það á bak sér, kvaddi börnin og stefndi til fjalla. Virtist börnunum hann taka stefnu inn á svonefnda Fossa. — Þegar fólkið kom heim frá kirkjunni, var orðið svo fram- orðið, að ekki var talið til neins að hefja leit að manninum, enda veður að spillast. Af þessum manni fréttist ekkert næstu daga. Síðar fréttist að bóndi norðan fyrir Hvammsfjörð hefði horfið að heiman og síðast sézt til hans, að hann gekk suður yfir Hvammsfjörð, sem þá var ísi lagður. — Töldu margir að þetta væri einn og sami maður og sauðinn tók á Hlíð. Þannig hefur saga þessi lifað í munnmælum í Hnappadal, en aldrei hefur sagan verið skráð, þar til Magnús Jónsson á Snorra- stöðum segir söguna í ritgerð um göngur og réttir í Kolbeinsstaða- hreppi, sem birtist í IV. hefti af bókinni Göngur og réttir, er út kom haustið 1952. — Bærinn að Hlíð í Hnappa- dal heitir Hallkelsstaðahlíð, en er jafnan í daglegu tali nefndur

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.