Heima er bezt - 01.10.1955, Side 7

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 7
Nr. 10 Heima er bezt 295 Jóh. Ásgeirsson: Að H úsafel I i Ferðaþáttur og nokkrar nýjar lausavísur Laugardaginn 2. júlí 1955 lagði kvæðamannafélagið „Ið- unn“ af stað í sína árlegu skemmtiför, sem nú skyldi farin að Húsafelli í Hálsasveit. Veður var gott. Allir í góðu skapi og bjuggust við dýrðlegum degi. Ekki höfðum við langt farið, þegar andinn kom yfir skáldin og vísurnar fóru að fljúga. Anna Bjarnadóttir byrjaði: Fögur lízt mér fjalla sýn, fjör í glæðist muna. Upp sig tekur „Iðunn“ mín út í heiðríkjuna. Þá þoldi Jósep Húnfjörð ekki lengur mátið, þótt kominn sé á níræðisaldur, og kvað hverja vísu af annarri, við raust, og þar á meðal þessa: Ég get flogið ekki hót, andi boginn rennur, þó ég vogi máls á mót meðan loginn brennur. Einhverju sinni í ferðinni bauð einhver Jósep að súpa á flösk- unni. Þá svaraði hann: Misjöfn reynast mannlífs-hnoss, margur við þó gíni. Betri reynist konukoss köldu brennivíni.' Þá gegnir einhver í hópnum og segir: „Ég vil hafa hvoru- tveggja“ — og kveður þá um leið þessa vísu: Mér hefur reynst það mesta hnoss, — ég meina ekki í gríni. — Það er góður konu koss, með köldu brennivíni. Þegar við komum að Stóra- Ási í Hálsasveit sáum við að dimmt var yfir Húsafelli og þar fremra. Fararstjórinn fór því heim að Stóra-Ási að frétta um veðurútlit. Þegar hann kom aft- ur, hafði hann þær fréttir að færa, að fram á Húsafelli hefði verið látlaus rigning allan dag- inn. Hann sagði einnig, að bónd- inn hefði sagt, að okkur væri velkomið samkomuhúsið, ef við vildum heldur vera þar en fara frameftir. Nú fór málið að vandast fyrir alvöru, sumir vildu alls ekki fara lengra, en aðrir sögðu, að það kæmi ekki til mála annað en að halda áfram, þangað sem ferðinni hefði verið heitið. Þeim leizt víst ekki sem bezt á gisti- húsið. Að vísu var þar greitt til inn- göngu, því hurðir voru ólæstar, en rúður vantaði í suma glugg- ana, svo blærinn lék sér þar frjáls um sali. Fyrirheit voru þar nóg um gott loft, en þó litu margir svo á, að vindgangur gæti orðið þar fullmikill, og ekki öll- um hollur. Varð það því að ráði, að farar- stjórar skyldu úr skera, hvað gera skyldi, þó með því skil- yrði, að þar gætti nokkurs lýð- ræðis, samkvæmt þeim röddum er heyrzt höfðu með og móti. Eftir drjúgan tíma féll dóm- urinn: Að halda áfram. — Andlit fólksins voru orðin þungbúin á svip ,eins og sjálfur himinninn. Ég bar mig óvenju vel og sagðist sjá það á skýjun- um, að bráðum færi að birta til. En fáir hafa víst trúað á slíkan spádóm, því sumir litu til mín hálfgerðu hornauga. Þeim hefur víst sýnzt, að ég væri ekki sér- lega spámannlega vaxinn. En hvað sem öllum spádómum leið, þá var komið bezta veður, þegar komið var að Húsafelli. * Á leiðinni frameftir varð lít- ilsháttar töf, fram á móts við Hraunfossa. Þar sat smábíll fastur í læk, er okkur bar þar að, og var þar vörubíll til taks að draga hann upp, en eftir var að hengja bjölluna á köttinn, eins og þar stendur, það er að segja að krækja króknum neðan í bílinn. Þá segir einhver, þeg- ar ég kom til þeirra: „Þarna er einn á vaðstígvélum“. En svo var mál með vexti, að allir voru á lágskóm og hikuðu því við að fara út í vatnið. Um leið og ég óð út í byrjuðu þeir, sem í bílnum sátu, að þylja allskonar nöfn er til- heyrðu neðri hluta bíl^ins, og sögðu þeir að þar ætti ég helzt að krækja króknum í. En ég var eftir sem áður, ég vissi ekki neitt, eins og maður- inn sagði. Það var varla að ég þekkti, hvað var aftur og hvað fram á bílnum. Ég herti samt upp hugann og krækti króknum einhvers staðar neðan í bílinn, en var þó sannfærður um það með sjálfum mér, að lítil líkindi væru til þess, að hann hefði nokkurt hald. Ég varð því ekki lítið hissa, þegar ég sá að hjólin fóru að snúast og bíllinn kom allt í einu upp úr læknum. Og svo kom það auðvitað upp úr kafinu, að ég hafði hvergi krækt í þá hluta sem þeir nefndu. En samt heyrði ég þá vera að tala um það, hvað þetta hefði verið gott ráð að krækja einmitt þarna. Ég flýtti mér, mjög skömmustulegur, upp í bílinn, eins og ég hefði framið eitt- hvert ódæði. Á Húsafelli er fagurt útsýni. Þar ræður Eiríksjökull ríkjum, þótt margir þegnar hans, sem í ríki hans búa, geri sitt gagn í því að gera garðinn frægan. En ekki þótti mér sá gamli gestrisinn, því ekki lét hann sjá sig fyrr en kl. 4 um nóttina. Þá

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.