Heima er bezt - 01.10.1955, Side 9

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 9
Nr. 10 Heima er bezt 297 Eiríkur Sigurðsson MÖÐRUVELLIR í EYJAFIRÐI Nokkrir þættir úr sögu staðarins Um hásumarið laugardags- kvöld eitt sést hópur manna á ferð í einum af norðlenzku dölunum. Þetta fólk er ríðandi og hefur marga lausa hesta. Auðséð er á búningunum, að hér eru margir efnaðir menn á ferð. Hópur þessi kemur frá kirkju- stað í vesturhlíðum dalsins, því að þar hafði fólkið mælt sér mót, og stefnir austur yfir dalinn. Það fer yfir ána, sem fellur eftir dalnum, en hún er vatnslítil nú, og ríður heim að öðrum kirkju- stað, þar sem margt manna er fyrir og húsakynni ríkmannleg. Móttökurnar eru hinar vegleg- ustu. En lítum nú snöggvast inn í bæinn. Þar er mikill undirbún- ingur undir veglega veizlu, sem halda skal að morgni. í dyngj- unni er miðaldra kona, höfðing- leg og yfirbragðsmikil, og hjá henni eru þrjár dætur hennar. Hún er að ræða við þær í trún- aði, því að nú eru tvær þeirra að fara frá henni. En að morgni á að standa brúðkaup þeirra allra þar á höfuðbólinu. Og brúðkaup þessara þriggja dætra hennar skyldi lengi í minnum haft. En hvert var þetta höfuðból? Og hver var þessi höfðinglega kona, sem var að gifta þrjár dætur sínar sama daginn? Höfuðbólið er Möðruvellir í Eyjafirði, og veizlugestirnir, sem komu þarna heim þetta kvöld komu frá Miklagarði. En þessi stórbrotna kona er Mar- grét Vigfúsdóttir, ekkja Þor- varðar Loftssonar, sem þá var látinn fyrir 17 árum. Dætur hennar, sem skrýðast eiga brúð- arklæðum daginn eftir, eru Ingi- björg, Guðríður og Ragnhildur, sem allar eiga að giftast nafn- kunnum höfðingjum, einum af Norðurlandi, einum af Austur- landi og einum af Suðurlandi. Þessi atburður gerðist sumarið 1463, og hefur annálaritarinn, Björn á Skarðsá, forðað honum frá gleymsku. En hverfum nú um stund frá þessum atburði miðaldanna og lítum á Möðruvelli eins og þeir líta út í dag. Þeir standa aust- an megin Eyjafjarðar skammt fyrir innan flugvöllinn á Mel- gerðismelum. Þar eru hús öll ný- leg, byggð úr steini. Þarna er einnig fögur kirkja. Ef þessi merki sögustaður mætti mæla, hefði hann margt að segja. Hér andar ilmur sög- unnar úr grasi og hvíslar ýmsu að þeim, er sögulegum fróðleik unna. Á þessum bæ hafa búið voldugir höfðingjar, hirðstjórar, prestar og skáld. Hér hafa gerzt hin fegurstu ástaræviintýri, sem skráð eru í fornum ritum. Og hér er geymdur einn af elztu og merkustu dýrgripum kirkjunnar frá katólskri tíð. Og kem ég að því síðar. Á Möðruvöllum búa hjónin Jóhann Valdimarsson, Pálssonar hreppstjóra og Helga Kristins- dóttir. Þau búa þar stóru, mynd- arlegu búi. Túnið er þar allt vél- tækt og fer allur heyskapur fram með vélum. Engjaheyskap- ur er þar enginn. Túnið fæðir búpeninginn. Mjólkandi kýr eru þar 36 og auk þess geldneyti. Eitthvað er þar líka af sauðfé, en þó fremur fátt. En ég hef ekki hugsað mér að ræða í þessari grein um nútíma- búskap þar, heldur á nokkra þætti úr sögu staðarins frá mið- öldum eða fram um 1500. En tveir af ábúendum Möðruvalla gnæfa hæst í fornum ritum. Það eru þeir Guðmundur ríki Eyjólfsson, er uppi var á 10. og 11. öld og Loftur ríki Guttorms- son, er uppi var á 14. og 15. öld. Verður fyrst sagt lítið eitt frá Guðmundi ríka. Guðmundur ríki. í Ljósvetningasögu er sagt, að Guðmundur ríki hafi haft 120 nautgripi, er hann bjó á Möðru- völlum. Þá er einnig talið, að hann hafi haft 120 hjú við störf. Má af því marka hvílíkt stórbú hann hafði. Enda eru nú 4 jarð- ir í grennd við Möðruvelli, sem þá heyrðu undir höfuðbólið og bera öll nöfn eftir búfé Guð- mundar ríka. En þau eru: Fjósa- kot, Kálfagerði, Stekkjarflatir og Öxnafell. Má af þessu nokk- uð ráða um búskap Guðmundar. Þegar hann reið milli búa sinna, hafði hann oft með sér 30 sveina. Guðmundur ríki var Eyjólfs- son og bjó faðir hans á Möðru- völlum. Einar afi hans flutti frá Jódísarstöðum, en hann var son- ur Auðunar rotins, er var land- námsmaður í Saurbæ. Talið er að Hafliði hinn örvi Hrólfsson, Helgasonar magra, hafi fyrstur búið á Möðruvöllum, sennilega um 925. Kona Guðmundar var Þórlaug, dóttir Atla hins ramma. Sonur þeirra var Eyjólfur, faðir Þorsteins, föður Ketils biskups. En hann var fæddur og uppal- inn á Möðruvöllum og prestur þar og kirkjubóndi áður en hann var valinn til biskups á Hólum 1121, sem eftirmaður Jóns Ög- mundssonar. Hafa sumir Hóla- biskupar því einnig slitið barns- skónum á Möðruvöllum. Guðmundur ríki var voldugur höfðingi og átti oft í deilum. Gekk þar á ýmsu eins og vænta mátti, er óbilgjarnir höfðingjar áttu í hlut. Þótti hann óvæginn við andstæðinga sína. En ekki var hann talinn eins vitur eins og Einar Þveræingur, bróðir hans. Einar bjó að Þverá, sem nú heitir Munkaþverá. Var heldur fátt með þeim bræðrum jafnan, því að Einari þótti bróðir sinn ágengur og ráðríkur. Fögru ástarævintýri Þórdísar

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.