Heima er bezt - 01.10.1955, Side 10

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 10
298 Heima er bezt Nr. 10 dóttur Guðmundar ríka er lýst í Ljósvetningasögu. Er það þó sjaldgæft að ræða þau mál mikið í íslendingasögum. Þetta ævin- týri er í Sörlaþætti Brodd- Helgasonar. Það var venja Guðmundar ríka að bjóða til sín göfugra manna sonum og halda þá vel á heimili sínu um tíma. Eitt sinn þegar hann kom af þingi, var með honum Sörli Brodd- Helgason frá Hofi í Vopnafirði. Eigi er Sörla þó getið í Vopnfirðingasögu, en vel má hann þó vera sonur Brodd-Helga fyrir því. Sörli var hinn göfugasti mað- ur. Þá var heima þar á Möðru- völlum Þórdís dóttir Guðmundar og þótti hún vera hinn bezti kvenkostur. Mælt var að Sörli og hún sætu oft á tali saman og tókust með þeim ástir. Þetta frétti Guðmundur og lét fyrst kyrrt vera. En er hann sá, að hér var alvara á ferðum, þá lét hann fylgja Þórdísi til Þver- ár til Einars bróður sins, en minntist þó ekki á málið við Sörla. En þá vandi Sörli komur sínar að Þverá. Og einn dag, er Þórdís gekk út til lérefta sinna, var sólskin og sunnan- vindur og veður gott. Þá sér hún hvar maður ríður í garð mikill vexti. Hún mælti, er hún kenndi manninn: „Nú er mikið um sól- skin og sunnanvind — og ríður Sörli í garð.“ Finnið þið ekki birtuna og ylinn sem felzt í þess- um látlausu orðum ? Þótt þau hafi geymst í meir en níu hundruð ár, eru þau enn fersk og dásam- leg. Þetta hafa skáldin fundið og hafa þau orðið mörgum þeirra yrkisefni. f niðurlagi á kvæði sínu, „Vikivaki", segir Guð- mundur Kamban: Sörla beið ég og siglöð undi við síðustu orð hans og heit og bjó mig undir að fagna hans fundi í fjarlægri, íslenzkri sveit. Brenni jörð undir berum fótum og blikni sól í þeim eim: Aldrei skipti’ eg við annan hótum, því eitt sinn kemur hann heim. Rík var gjöf sú, er gaf mér drottinn: að gleðjast vorlangan dag við litla týsfjólu, túnin sprottin og tístað sólskríkjulag. Og vetrarmorgun við marr á grundum, sem magnar sérhverja taug, með hélu á rúðum og svell á sundum og sól í steingeitarbaug. — Hvað er ártalið? Eitthvað lætur í eyrum mér, færist nær Hjartað syngur og hjartað grætur, og hjartað tryllist og hlær. Heyrist jódynur heim að bænum, þau hóftök ein þekki ég, — ég fer mér stillt eftir grundum grænum og gesti mínum í veg. Vantraust Guðrúnar, vonsvik Kjartans með vopnum enda sinn fund. En þetta er vísan um vissu hjartans og vonglaða íslenzka lund. .. Stína rakar og Bjössi bindur, og bóndinn hirðir sinn arð. Nú er sólskin og sunnanvindur, og Sörli ríður í garð. Þá held ég áfram sögu þeirra Þórdísar og Sörla. Leið nú fram til þings um sumarið og ætlaði Sörli aftur heim til ættingja sinna. En á þinginu tók hann Einar Þveræing tali og bað hann að veita sér liðsinni við að hefja bónorð til Þórdísar við Guðmund ríka. „Ég skal það gera,“ segir Ein- ar, „en oft virðir Guðmundur annarra orð eigi minna en mín.“ Og svo fór, sem hann hugði. Guðmundur synjaði ráðahags- ins. Hann bar því við, að orð- róm þann sem verið hafði um kunnugleik þeirra, vildi hann kveða niður með öllu. En Einar Þveræingur varð þó ekki ráðþrota. Hann fékk Þór- arin Nefjólfsson til að ræða við Guðmund um málið. En Þór- arinn var vitur maður og slægur. Gat hann sér til um skap Guð- mundar og hældi honum, unz hann fékk hann til að sam- þykkja ráðahaginn. Höfðu þau Sörli og Þórdís þá fengið sitt mál fram. Eigi verður hér rakið meira úr sögu Guðmundar rika. En lengi mun uppi rausn hans og búskap- ur stór á Mölðruvöllum. Guð- mundur andaðist árið 1025. Áðan minntist ég lauslega á Ketil biskup. Hann var afkom- andi Guðmundar ríka og kirkju- prestur á Möðruvöllum. Hefur hann sennilega verið á presta- skóla í Skálholti, og má ráða það af því, að hann fékk Gróu dóttur Gissurar biskups fyrir konu. Var hún talin hinn bezti kvenkostur. Ketill var góður maður og vin- sæll. Hann setti kristnirétt hinn forna með Þorláki biskupi Run- ólfssyni í Skálholti. Það eru okkar elztu kirkjulög. í þessum þáttum úr sögu Möðruvalla kem ég þá næst að hinum manninum, sem hæst ber af ábúendum jaðarinnar. En það er Loftur ríki Guttormsson. Loftur ríki. Loftur var ættaður frá Skarði á Skarðströnd. Foreldrar hans voru Guttormur Ormsson, lög- manns að Skarði, Snorrasonar og konu hans Soffíu Eiríksdóttur frá Svalbarði í Eyjafirði. Bjó hann fyrst á Skarði, en flutti síðar að Möðruvöllum og bjó þar til dauðadags. Loftur ríki var einhver nafn- kenndasti höfðingi á íslandi á fyrsta þriðjungi hinnar fimmt- ándu aldar og veldur því eigi sízt kynsæld hans. Saga hans og ættmanna hans í aldir fram er mjög óljós, svo sem er öll saga íslands um þessar mundir fyrir og eftir svarta dauða. Lofts er eigi getið í íslenzkum annálum en aðeins í ýmsum bréfum frá þessum tíma. Talið er að Loftur hafi átt 80 stórbýli, og eignaðist hann ef- laust margar þessar jarðir eftir svartadauða 1402, meðal ann- ars með konu sinni. En meðal þessara jarða voru höfuðbólin Grund og Möðruvellir í Eyja- firði og Eiðar á Fljótsdalshéraði. Reið hann milli búa sinna með 20 sveina. Loftur var á yngri árum sínum ráðsmaður hjá Guðrúnu Har- aldsdóttur, auðugri ekkju á Suð- urlandi, og þáði af henni í þjón- ustukaup Stóradal undir Eyja- fjöllum. Talið er að Loftur hafi um tíma verið með Eiríki af Pomm-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.