Heima er bezt - 01.10.1955, Side 11

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 11
Nr. 10 Heima er bezt 299 Frá liðinni tíð Margt er breytt í Reykjavik síðan d „skútuöldinni“ svonefndu. Hér er mynd frd þeim tima, er sýnir flotann á „höfninni". Skiiturnar voru mikil framför frá opnu bdtunum, sem áður voru eingöngu notaðir hér á landi. ern með fjóra sveina og hann hafi verið dubbaður til riddara og hafi eftir það haft hvítan fálka í bláum feldi í skjaldar- merki sínu. Dálítið er þó þessi riddarasaga vafasöm. Bjó Loftur fyrst á Möðruvöll- um með bústýru, Kristínu Odds- dóttur, lögmanns lepps Þórðar- sonar. Hún var mikilhæf kona, ættstór og auðug. Átti Loftur með henni 3 sonu, og unni henni mjög. En þó kvæntist hann henni ekki og er óvíst hvers vegna. En sennilegast er að frændur þeirra hafi staðið á móti því, að þau ættust. Hann segir í háttalykli sínum, sem hann kvað til Kristínar: „Meinendur eru mundar mínir frændur og þínir.“ Þ. e. frændur okkar standa í vegi fyrir því, að þú megir gift- ast mér. En sennilega verður þetta aldrei að fullu upplýst. En síðar giftist hún Höskuldi Run- ólfssyni, og er talið að þau nafi búið á Tjörnum í Eyjafirði. Aðr- ir segja að Úlfá. Ekki virtist Lofti hafa verið gefið um gift- ingu Kristínar. Má líklegt telja, að Kristín hafi að ráði frænda sinna gifzt einhverntíma á ára- bili því, sem Lofts finnst ekki getið, og hefur hann sennilega þá verið árum saman erlendis, einhverntíma á milli 1410 og 1416. Því að árið 1417 er Loftur kvæntur, en sennilega skömmu áður. Kona Lofts var Ingibjörg Páls- dóttir frá Eiðum. Foreldrar hennar voru Páll Þorvarðsson umboðsmaður hirðstjóra og Sesselja Þorsteinsdóttir. En þau létust bæði úr svartadauða 1403, og hefur Loftur fengið með konu sinni Eiða og aðrar jarðeignir þar eystra. En síðar bjuggu af- komendur hans þar lengi. Loftur ríki var hæglátur mað- ur og vel kynntur. Hann var hirðstjóri norðan og vestan og um tíma ráðsmaður Hólastóls. Af skiptabréfi eftir Loft má ráða, að hann hafi átt bú í Lögmannshlíð í Eyjafirði, Sjáv- arborg í Skagafirði og Másstöð- um í Vatnsdal, auk þeirra jarða, sem áður eru nefndar. Börn Lofts og Ingibjargar voru: Þorvarður á Möðruvöllum, og verður nánar sagt frá honum síðar, Ólöf, er átti Björn hinn ríka Þorleifsson, og bjuggu þau á Skarði á Skarðströnd, Eiríkur á Grund og Soffía, er átti fyrst Bjarna ívarsson Hólm og síðar Árna Þorleifsson, bróður Björns ríka. Með Kristínu átti hann: Skúla, Orm hirðstjóra og Sumarliða. En Ólaf með annarri konu ó- kunnri. Talið er að Loftur hafi and- azt um sextugs aldur árið 1432. Hans er getið á lífi 6. ágúst og er svo að sjá, að þá sé hann stadd- ur á Hálsi í Fnjóskadal. En 1. október um haustið er talið að hann sé látinn. Hefur hann því andast á þessu tímabili. Þetta ár gekk mannskæð bólusótt hér á landi, og má ætla, að þau hjón hafi bæði dáið úr henni, því að Ingibjörg lézt einnig þetta ár. Sagt er að Kristín hafi verið látin skömmu fyrr en Loftur og hann hafi tregað hana mjög. Verður nánar sagt frá því síðar. En Loftur var ekki aðeins voldugur höfðingi. Hann var einnig skáld gott, og eru til nokkur kvæði eftir hann. Hann ólst upp hjá afa sínum, Ormi Snorrasyni á Skarði, en þar var þá fræðaból mikið, og því ekki undarlegt, þótt hann hneigðist til fræðimennsku og skáldskap- ar. Að vísu er skáldskapur hans ekki eins tilþrifamikill og var á þjóðveldistímanum, en hann sýnir þó, að Loftur hefur verið vel að sér í fornum bragarhátt- um og létt um að yrkja. Helztu kvæði hans eru Háttalykill meiri og minni og Maríukvæði. Hátta- lykill minni eru lausavísur undir ýmsum háttum kveðnar til Kristínar, ástmeyjar hans. Sam- band Lofts og Kristínar skýrist þó lítið af vísunum. Sýna aðeins ástarhug hans til hennar. Lítur út fyrir, að hann hafi sent henni nokkrar vísur í einu með ein- hverju millibili. Talið er að Háttalykill hafi fundizt í ermi hans að honum látnum. Tek ég hér tvær vísur úr Háttalykli, sem sýnishorn af kvæðinu:

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.