Heima er bezt - 01.10.1955, Side 14

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 14
302 Heima er bezt Nr. 10 Ein þekktasta skáldkona Dana — Tove Ditlevsen — Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í umfangsmikilli rannsókn, sem læknar og sálfræðingar gerðu sameiginlega á þáverandi ástandi ög fyrri ævi danskra afbrotamanna. Ég man glöggt eftir nokkrum þeirra, einkum er mér hugstæður gamall þjófur, sem lengi vel hafði búið á Vest- urbrú í Kaupmannahöfn. Raun- ar höfðu flestir afbrotamenn- irnir átt þar heima um lengri eða skemmri tíma einhverntíma á ævinni. Ástæðan til þess að ég man sérstaklega eftir ævi þj ófsins er sú, að hann var fyrsti afbrotamaðurinn, sem ég fékk til rannsóknar, og athugun á æviferli hans opnaði mér nýja heima, hvað lífið í einum hluta Hafr ar snerti, komst ég brátt að raun um, að ég var harla van- kunnandi um það líf, þótt ég hefði þá dvalið átta ár í borg- inni og ferðast um Vesturbrú. Málskjölin höfðu að geyma hár- nákvæmar lýsingar á íbúðum, sem ótrúlegt mátti teljast að hægt skyldi vera að búa í. Þar voru frásagnir um knæpulíf, kvennaskipti, dætralán, fyllirí, slagsmál, svik og pretti. Málið, sem sumt fólkið hafði talað við yfirheyrslur, var þannig, að ég var ekki alveg viss um hvað við væri átt, og spurði ég þá Georg Stúrup yfirlækni, sem stjórnaði rannsókninni, hvað þau þýddu. Yfirlæknirinn þýddi brosandi fyrir mig orð, sem táknuðu náið samband kynjanna og sagði um leið með sinni venjulegu glettni. „Þetta er hluti af daglegu lífi Norðurlanda.” Vera má að einhverjum þyki þetta undarlegur inngangur að frásögn um dönsku skáldkonuna Tove Ditlevsen, en svo víkur þessu við, að Tove Ditlevsen er einmitt fædd á Vesturbrú og alin upp i nábýli við allan þann lausingjalýð, sem þar dvelst. Nú vill svo vel til, að Tove Ditlevsen hefur sent danska út- varpinu ýtarl. lýsingu á bernsku sinni og þroskaferli og fer hér á eftir það, sem hún hefur sjálf skráð. „Ég er fædd hinn 14. desember 1918 í Hedebygade á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Faðir minn, sem er kyndari, var talinn mjög lærður og vitur maður á bernskuheimilinu, sökum þess að hann notaði mest allar frí- stundir sínar til lesturs, en slíkt var ekki venjulegt í umhverfi hans. Bókaeign hans var lítil, enda gat hann sjaldnast leyft sér þann munað að kaupa bækur.Hinsveg- ar fékk hann hundruð bóka lán- aðar á bókasafninu.. Á þann hátt kynntist ég snemma verkum Dickens, Jack London, Pontopp- idan, Wilhelm Bergsö og margra fleiri. Stúlkubækur vildi faðir minn ekki láta mig lesa, hann kenndi mér fyrst að þekkja muninn á gótöum og lélegum bókmenntum með því að veigra sér við að snerta þær síðar- nefndu. Kvæði kærði hann sig þó ekki um, en ég náði sjálf í Ijóð Drachmanns, Stuckenberg og Johannes Jörgensen á safn- inu. Kvæðin mín bera það vafa- laust með sér, að ég las mikið verk þessara miklu meistara og hreifst af þeim. Við bjuggum í tveimur litlum herbergjum á fimmtu hæð í bak- húsi, við vorum aðeins tvö syst- kinin, bróðir minn, sem er fjór- um árum eldri en ég, átti sam- merkt móður minni, því að hann las sama sem ekkert. Atvinnuleysið var raunveruleg bernskugrýla. Áhyggjur vegna afkomunnar véku aldrei úr hug- um foreldra minna, svo hugblær heimilisins var sjaldan glaðleg- ur. Faðir minn vann vaktavinnu og þegar hann hafði næturvakt urðum við hin að fara út til þess að hann gæti sofið. Langvarandi atvinnuleysi olli því að foreldrar mínir voru mjög fátæk, samt man ég ekki til þess að við sylt- um beinlínis. Gegnt húsinu, sem við bjuggum f, var bjórknæpa og þar var sífelldur glaumur daginn, sem vikuverkamennirnir fengu vikukaupið sitt. Stundum komu lögregluþjónar með kylfur og tóku verstu ólátaseggina, þá hlupum við krakkarnir í felur. Þegar bjórstofan lokaði, leituðu fáeinir flöskuvinir jafnan at- hvarfs í garðinum okkar og þar gekk flaskan boðleið meðan nokkur dropi var eftir. Ég var hrædd við þessa menn og beið oft langtímum saman eftir því að þeir færu; ef biðin varð löng, tók ég undir mig stökk og hent- ist fram hjá þeim. Faðir minn drakk aldrei. Hann var sann- færður um, að ef verkamenn stunduðu vinnu hvenær sem hana var að fá og gættu hófs í öllu, gæti afkoman aldrei orð- ið algerlega óbærileg. Ég var mjög hræðslugjarnt barn t. d. var ég ákaflega myrkhrædd. Ekki bætti það heldur úr skák að móðir mín var síhrædd við þjófnað og nauðganir og raunar alla mögulega glæpi og slys. Þegar skólasystur minni var nauðgað, varð ég svo hrædd við alla karlmenn lengi á eftir, að ég. tók til fótanna og flýði ef karlmaður stefndi á mig. Móðir mín hugsaði öðru frem- ur um lásana á íbúðinni, gætti hún þess að láta allt lásakerfi íbúðarinnar vera eins flókið og kostur var á, stundum var það svo flókið, að við hin áttum fullt í fangi með að komast inn. Sömu lásarnir fengu þó aldrei að vera lengi í einu, því þá fékk hún þá hugmynd, að einhver hlyti að hafa reiknað lásagaldrana út og myndi brátt brjótast inn til þess að stela og nauðga okkur. Þessi sjúklegi ótti móður minnar smit- aði mig, svo oft fannst mér hvergi óhætt að vera nema heima. Fjórtán ára gömul fór ég í vist, en ekki var ég neinn snillingur í húsverkum og var það meðal annars orsökin til þess, að mér tókst að fá föður minn til þess að útvega mér skrifstofuvinnu, sem mér féll mun betur. Þegar ég var 16 ára gömul hafði faðir minn útvegað mér skrifstofustarf með |eftirlaunaréttindum, það fannst honum hámark mann- legs öryggis. Um þesser mundir var ég farin að yrkja kvæði, en það taldi faðir minn ótækt, því

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.