Heima er bezt - 01.10.1955, Side 15

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 15
Nr. 10 Heima er bezt 303 á slíku gæti ég alls ekki lifað, enda væri ljóðagerð ekki annað en bókmenntaleg heilaköst. Lágstéttarhugsunarháttur hans og skyldurækni gerðu hann smeykan við allt sem á einhvern hátt var óvenjulegt. f nokkur ár lét ég lítið á bókmenntalegu heilaköstunum bera, en svo hitti ég af hreinni tilviljun ungan mann, sem birti eftir sig kvæði í tímaritinu „Vild Hvede” og hann leit allt öðrum augum á kvæðin mín en pabbi. Ég var tæpra 18 ára þegar þetta gerðist. Samkvæmt ráðum unga manns- ins talaði ég við ritstjóra „Vild Hvede” og upp frá því hefir leið mín legið meðal bókmennta- manna. Þegar ég var 21 árs kom fyrsta ljóðabókin mín, Pigesind, út og síðan hefur allt gengið eins og að sjálfu sér. Ljóðabæk- ur, smásögur og skáldsögur hafa orðið til, ein bókin af annarri. Ég hef yfirgefið bernskuum- hverfið og hverf ekki þangað aftur nema í bókunum sem ég skrifa. En þótt allur almenning- ur hafi viðurkennt mig sem rit- höfund, gerir faðir minn það ekki meðan hann lifir. Það er gagnstætt lífsskoðunum hans, að nokkur skuli geta unnið sér fyrir brauði með því að skrifa bækur. Eigi að síður safnar hann öllum blaðaummælum um mig sem hann nær í. Þegar fundum okkar ber saman fer hann allt- af með mig eins og ég sé sami telpukrakkinn, sem ekki vildi hlýða ráðum hans um að halda í eftirlaunastarfið, sem hann út- vegaði mér. Innst inni tek ég þetta talsvert nærri mér, þó ég tali sjaldan um það. Bróðir minn, sem tók sveinspróf í málum og síðan kennarapróf, telur faðir minn fyrirmynd ungu kynslóðarinnar, hann fer aldrei ótroðnar brautir. Hér lýkur frásögn Tove Dit- levsen, sem nú er ein þekktasta skáldkona Dana og að undan- skilinni Karen Blixen, þekktasti skáldsögurithöfundurinn í hópi danskra kvenna. Lítið hefur ver- ið þýtt af verkum Tove Ditlevsen á íslenzku, þó mun Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli hafa þýtt eftir hana kvæði, en ekki hefi ég það við hendina að sinni, svo ég verð að láta mér nægja að birta brot úr óprent- uðum þýðingum á tveimur kvæð- um, sem bæði standa í bókinni Pigesind. Fyrst birti ég brot úr kvæðinu Ritual. Þegar ég dey í kolsvartri kistu kýs ég að meta dauðann. Færið mig áður í flauelskjól, fallegan litaðan rauðan. Svarta kisan hún sæmir mér best því sjálf er ég björt í framan. Annarra kisur eru alltaf hvítar, að einni dökkri er gaman. Eigi vil ég að önugir karlar arki með kistuhnokka. Ellefu sætar ungar telpur eiga með líkið að skokka. Ástkæru vinir ei skal mig syrgja þótt ynni ég lífi björtu, var ég löt og mér líður vel í litlu kistunni svörtu. Hitt kvæðið heitir á dönsku Alene for dig. Það logar um ljósar nætur, logar fyrir mig eina, og blási ég á það blossar það hærra bara fyrir mig eina. En andir þú rótt, og andir þú hljótt er ljósið fegurs.ta ljósa gnótt það brennir í mínu brjósti ótt bara fyrir þig einan. í skáldsögum, sem Tove Ditlev- sen hefur skrifað, hefur hún lýst bernskuumhverfi sínu og þeim vandamálum, sem við það voru tengd, á þann hátt að fáum mun gleymast, sem þær lesa. í bókinni, Man gjorde et barn for- træd, fylgir le andinn hræðslu- gjarnri stúlku, sem þráir ham- ingjuna gegnum allskonar örðug leika, ekki sízt huglæga. I barn- dommens gade er brugðið mynd- um úr umhverfi því, sem ég lýsti að nokkru í upphafi þessa þáttar. Lesendur þurfa ekki að leita glansmynda í bókum Tove Ditlevsen, en þar er að finna sterka þrá eftir hamingju og ást- um, lýsingar á því umhverfi, sem olnbogabörn þjóðfélagsins verða að gera sér að góðu, hvort sem þau hafa lent í því vegna sjálfs- skaparvíta eða af öðrum sökum, til þess tekur Tove Ditlevsen naumast afstöðu, hún lýsir en dæmir ekki, að minnsta kosti ekki beinlínis. Tove Ditlevsen er lagleg ljóshærð stúlka með falleg blá augu. Öll framkoma hennar er blátt áfram og aðlaðandi. Að- eins rúmlega tvítug varð hún þjóðkunn í heimalandi sínu og vafalaust á frægð hennar eftir að berast um mörg lönd þegar tímar líða. Ó. G. Leiðréttingar Nokkrar prentvillur hafa slæðst inn í greinina, „Kaflar úr endurminningum Guðbjargar S. Árnadóttur“ í júlíheftinu og leiðréttast þær hér með. Á bls. 201 i 1. dálki neðstu línu, stend- ur „Ólafs“ — „hann“, á að vera Ólafar,-hana. í 2. dálki stendur ,;Ónastöðum“ í 14. 1. a. n. og „Ormsstöðum" í sama dálki, 9. 1. a. n., en á hvorttveggja að vera Orrastöðum. í sama dálki 2. 1. a. n. stendur „bjuggu“ en á að vera byrjuðu. í 3. dálki á sömu bls. hefur ruglast um Jón á Fanns- stöðum og Ólínu. Valgerður hét ein af dætrum þeirra, móðir Klöru, en Ingunn Einarsdóttir uppeldisdóttir. Eru lesendur beðnir að athuga þetta og leið- rétta. Ennfremur hafa nokkrai; villur slæðst inn í sumar vísurn- ar í greininni, þessar helztar: Á bls. 202, 1. dálki í annari vísu að neðan stendur „dóttir“ í 2. visuorði, í stað dróttir, 3. v. „hvar“ á að vera hvað og fjórða „túlaða“ f. sálaða. í 2. dálki, 5. v. að ofan, 1. vísuorði stendur „Daða gjörð“ á að vera Dáða- gjörð, sömu vísu, 2. vo. „förfun tínum“, á að vera förfuð linum; í 8. v. 2. vo. „barna“, á að vera bana og „svöðutár“ í 3. vo. á að vera svöðusár. í 3. dálki 3. v. a. o. 3. vo. „leiða þá“, en á að vera leiði há. í neðstu v. í 3. d. „annar í 2. vo., á að vera amar. í 3. d. 201. bls. 27. 1. a. o. stendur „1842“, en á að vera 1872.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.