Heima er bezt - 01.10.1955, Side 16
304
Heima er bezt
Nr. 10
Sagn
Frásagnir Jóns frá
Spákelsstöðum.
Frásagnir þær, sem hér fara
á eftir, hef ég skráð eftir frá-
sögn Jóns Jónssonar frá Spá-
konufelli í Laxárdal, Dölum. nú
til heimilis á Vesturgötu 33 B í
Reykjavík.
Jón er einn af þeim mönnum,
sem gott er á að hlýða, því að
hann segir vel frá og er minn-
ugur mjög.
Guðbrandur bróðir hans, sem
lengi bjó á Spákelsstöðum, var
annálaður fyrir minni og gáfur.
Og engin, sem þekkir Jón, efast
um, að hann segi rétt frá,
eða eins og hann veit bezt —.
I. Hrútshvarfið.
Árin 1874 — 83, bjó maður
nokkur, að nafni Guðlaugur
Bjarnason í Ljárskógaseli í Lax-
árdlal, Dölum.11 Oft kom það
fyrir á vetrum, einkanlega í
góðu veðri, þegar góður ís var
á Fáskrúðsfirði, að hann beitti
fé sínu yfir í Glerársíðu, upp
hjá svo kölluðum Hrútaborgum.
Og svo var það eitt sinn, seint
i janúarmánuði, að hann beitti
fénu yfir að vanda. Þá um dag-
inn var gott veður, en lausa-
snjór á, og góð krafsjörð.
Þann sið hafði Guðlaugur að
hann beitti hrúti þeim, sem
hann hafði haft til ánna þá um
veturinn, með fénu í þetta
sinn. —
Um kvöldið kom féð allt heim
að húsum, nema hrúturinn.
Hann vantaði. —
Guðlaugur fór þegar að leita
hans um kvöldið, en fann ekki
Daginn eftir var einnig gott
veður, og gekk þá Guðlaugur
fyrir öll för, en sá hvergi för
út úr því svæði, er féð hafði
verið á um daginn, er gæfi til
kynna, að hrúturinn hefði ráfað
1.) — — Guðlaugur fór til
Ameríku, þegar hann hœtti hú-
skap i Selinu.
ir úr Laxárdal
frá fénu. — Daginn þar á eftir
var kominn sótsvartur norðan-
bylur, og stóð hann í rúman
hálfan mánuð, svo ekki sá á
milli húsa. Taldi Guðlaugur
þá hrútinn dauðann.
Nóttina, sem bylnum slotar,
dreymir Guðlaug, að til hans
kemur gamall maður. Hann
biður Guðlaug að fara þegar
ofan að húsum, því hrúturinn
hans standi við húsdyrnar og
þurfi hann að láta hann inn.
Biður hann Guðlaug fyrirgefn-
ingar á því, að hann hafi tekið
traustataki á hrútnum, því
hann hafi mist hrútinn sinn
fyrir skömmu síðan. En hann
voni samt, að hann skaðist ekki
á þessu tiltæki sínu, því ær hans
muni allar vera með lömbum.
Og lambahöld hafi hann góð,
þótt hart verði. —
Lengri varð ekki draumurinn,
og vaknar Guðlaugur þegar,
klæðir sig og er þá klukkan 5 að
morgni og komið bezta veður.
Þegar Guðlaugur kom að
fjárhúsinu sér hann hvar hrút-
urinn stendur við húsdyrnar og
skoðar hann í krók og hring.
Ekki sá hann fannarföl í ullinni,
eða nein merki þess að hrútur-
inn hefði verið úti. Hann var í
sömu holdum, og kviðaður vel,
eins og áður en hann hvarf.
Það þótti Guðlaugi kynlegt,
þegar hann lét hrútinn inn, að
hann sá hvergi för eftir hrút-
inn, þótt hann gengi allt í hring
um fjárhúsin, nema á húsa-
hlaðinu, þar sem hann stóð. —
Svo leið veturinn og var vor
hart, en Guðlaugur missti ekki
eitt einasta lamb, þótt aðrir
misstu mikið af lömbum.
Frásögn þessa hefur Jón
Jónsson eftir Ólafi Jónssyni,
mági sínum, bónda að Sælings-
dalstungu í Hvammssveit. En
Ólafur segir,að sonur Guðlaugs,
Skúli að nafni hafi sagt sér sögu
þessa, er hann hafi verið smali
hjá Guðlaugi. Og hafi hann þá
heyrt heimilisfólkið í Ljár-
skógaseli votta það, að frásögn
þessi væri í alla staði sönn.
II. Huldukona við Haukadalsá.
Það mun hafa verið vorið
1903, sem þessi atburður átti sér
stað.
Þá bjó Sigurður Jónsson í
Lækjarskógi í Laxárdal í Döl-
um, sem mörgum var þar að
góðu kunnur.
Þegar hann fór að beita kúm
sínum um vorið, lét hann jafn-
an reka þær suður undir
Haukadalsá. Vænsta kýrin var
snemmbær í þetta sinn, en
mjólkaði þó mest af kúnum.
Eitt kvöld kemur það fyrir, að
kýr þessi kemur þurrmjólkuð
heim. Veit engin orsök til þess,
og þykir öllum kynlegt vera.
Þannig gekk það til í þrjú kvöld,
að kýrin kom alltaf mjólkuð
heim.
Á morgnana var hún með fullu
júgri og ómjólkuð, eins og hinar
kýrnar, þegar komið var í fjósið.
Fjórðu nóttina frá því fyrir-
brigði þetta byrjaði, dreymir Sig-
urð, að kona komi til hans, og
segist hún vera völd að því að
hafa mjólkið kúna, og hafi hún
gjört það sökum þess, að hún sé
bjarglaus og mjólkurlaus fyrir
börnin sín.
En hún segist vita, að hann
taki ekki hart á þessu, því hann
hafi hjálpað svo mörgum fátæk-
um, þegar þeim lá mest á, að fá
hjálp. Hún segir honum einnig,
að frá þessum draumi megi
hann ekki segja, því þá geti hún
ekki mjólkað kúna, og þá verði
hún að flytja burt, og falli sér
það mjög illa. —
En heimili sitt sé nú hérna
við ána. Þykist Sigurður ekki
muna eftir neinum bæ þar. Hún
spyr hann þá, að því, hvort hann
muni ekki eftir stóra steininum,
sem sé þar. — Hann sé bærinn
sinn.-----
Daginn eftir hefur Sigurður
gleymt aðvörun draumkonunar
og segir fólkinu frá draumi sín-