Heima er bezt - 01.10.1955, Page 19
Nr. 10
Heima er bezt
307
Oddur á Smálöndum
Söguþáttur eftir Orra Uggason
Oddur þreif til sekksins, sem
lá á eikinni og færði inn að eld-
stæðinu hjá Sveinbjörgu. „Hvað
skal ég sinna sekk þessum“,
spurði Sveinbjörg um leið og hún
bendir með hægrifótartánni á
sekkinn. „Þetta eru unghænur
einar, sem ég hef flutt í bú vort“,
svaraði Oddur. Gekk þá í húsið
bróðir Odds, Sigvarði, er átti
kvinnu þá er Oddur mælti við.
Höfðu þeir sameignarbú á jörð-
inni Smálönd. Oddur var lágur
og þéttvaxinn, hann var kvikur
á fæti, og hafði afl að meðallagi
við aðra jafnstóra menn. Sig-
varði var nokkuð hærri, grannur
og stirður á fæti Var hann óþjáll
og ólaginn við alla vinnu og
mælti stórt, þá er honum rann í
skap. Voru *þeir bræður öngvir
vitmenn taldir, sér í lagi Oddur,
þar sem hann var mikið málóð-
ari en Sigvarði. Oddur var talinn
kunna eitthvað fyrir sér í latn-
eskum fræðum, merki og tákn,
gjörninga og galdra. Fór hann
mjög hátíðlegum orðum um þá
fræðikunnáttu sína, og vildi ekki
öðrum kenna. Taldi hann ekki
holt taugaveikluðum og hjarta-
sjúkum mönnum að skygnast í
þá fræði, svo væru þessir latn-
esku stafir þungskildir í meira
lagi.
Eina dóttur áttu þau Sigvarði
og Sveinbjörg, var hún Skepna
kölluð og í bernsku þá er saga
þessi gerðist. Oddur var mikill
fyrir sér, og þóttist öðrum mönn-
um fremri í íþróttum og glímu.
Nú þrífur Oddur til sekksins og
tínir úr honum ungana, og legg-
ur við yl eldsins. Voru þeir líf-
vana mjög, og höfðu haft illa
líðan í sekknum. Sveinbjörg
kallar fram úr innri stofu til
Odds og segir: „Grunar mig, að
ungar þínir munu lítt friðland
hafa þarna, þar sem þeir nú eru,
á meðan Skepna fer hér um“.
„Ég hirði ekki um þau orð þin,
mágkona, en fæddu unga vora á
mjólk og mjöli, ef þeir mættu
nokkuð við það hressast, en
gjörða dóttur þinnar máttu sjálf
gæta“. Seint um vorið kom Odd-
ur að máli við Sigvarða bróður
sinn: „Þykir mér það ójafnt
deilt, bróðir, að þú skulir konu
eiga, en eg enga. Fýsir mig nú
að fá mér konu til að rétta hluta
vorn í búhaldi okkar bræðra, og
vil ég nú kveðja þig til kvon-
bæna með mér“. Sigvarði leit á
málið um stund og hugði lengi
að, síðan segir hann: „Hús vor
eru ekki svo rúmgóð, að þau
þoli margar konur, eða hvað
finnst þér? Látum því kvenna-
mál öll hljóð vera, og ekki til
friðrofs draga me$ oss bræðrum.
„Það veiztu bróðir, að við höfum
löngum saman verið, og ekkert
á milli borið. Veit ég eigi, hvað
þig letur þessu máli, að þú ert
mér eigi fylgispakur sem í öðr-
um málum“, svaraði Oddur. Sig-
varði hugði að nokkuð, og svarar
síðan: „Ég mun þér fylgja í þessu
máli sem öðrum, þar sem ég veit,
að þú hefur vel grundað málið.
Eða hefur þú nokkra séðna er þú
gætir hugsað að?“ „Víst mun
svo vera, bróðir, hef ég kven-
mann einn séð er mína kosti
skilur, og mun heiðra þau orð,
sem töluð verða henni. Hún mun
ættstór nokkuð, en eigi er hún
hérlenzk kona. Mun ég samt á-
reiða og njóta minnar málleikni
og til hennar tala. Væri mér
kosturinn meiri ef þitt fylgi byð-
ist og mundi ég það vel taka“,
svaraði Oddur og leit nú hýran
á Sigvarða. „Ekki skal ég þinn
hamingjubrjótur verða og
heimta þú konuna þér til handa
og skalt þú mitt hlutskipti hafa
í þessu sem öðru“. Þegar Sig-
varði hafði þetta mælt leit hann
fast á Odd, og greindi svipbrigði
hans. Sveinbjörg hafði heyrt á
fund þeirra bræðra, og fór nú
með fasi miklu fram úr herberg-
inu. „Vér þurfum eigi kvenna
fleira, enda eru hús til fjölmenn-
ing^setu hér eigi gerð, og skalt
þú hyggja að nokkuð, áður en þú
af ræður, Sigvarði“, svaraði
Sveinbjörg. „Skipta skulum við
búi voru ef svo tekst“, bætti hún
við.
Nú leit Oddur fast á Svein-
björgu. „Eigi má það verða,“
kvað hann, „þar sem við bræður
höfum alltaf saman verið, og
skulum við nú láta tjalda loft
hænsnahússins og góða íbúð
gjöra, og skal ég þar með konu
búa“. Sigvarði kvað þetta vel
mælt, og skyldi hlíta hans ráð-
um í þessu sem öðru. Nú brá
ljóma í andliti Odds og gangur-
inn varð léttur og kvikari.
Þegar loftið var nærri tilbúið,
kom Oddur að máli við Sigvarða,
hvort hann vildi með sér ríða til
kvonbænanna. „Já bróðir, lið-
sinni mitt mun ég veita, svo þér
og þessari för verði sem mestur
heiður að, og hef ég ekkert til
sparað.“
Oddur gekk að Sigvarða og tþk
í hönd hans. „Seint mun ég laun-
að geta, en þar sem ég er, þar
er vinur“. Féll svo talið niður um
stund.
Var nú keppzt við að ganga
frá loftinu að fullu. Dag einn
seint um sumarið, þá er veð-
ur var blítt, var Oddur út-
genginn snemma morguns á góð-
um klæðum og dýrum. Skoðar
hann húsloftið vel og fer um það
úti og inni og hugði að, ef veila
væri á, en það kom fyrir ekki.
Sá þá Sigvarði hvað gera átti og
klæddist einnig vel. Gekk hann
siðan til móts við Odd og segir:
„Hyggur þú til ferða í dag, bróð-
ir? Víst er loftið búið, og má
mér nú eigi tími líða svo að ég
starfi ekki nokkuð. Ríðum þá
sem skjótast, og skalt þú fyrir-
reið hafa“. Oddur tók skjóðu
sína og setti kost góðan til ferð-
arinnar. Voru það fjörpillur,
laukar og lýsi, ásamt góðri eir-
festi er hann ætlaði að gjalda
bónda fyrir meyna.
Ferðin sóttist vel, og er þeir