Heima er bezt - 01.10.1955, Side 21
Nr. 10
Heima er bezt
309
F r á I i ð i n n i t í ð
Skip á ytri höfninni. SölvhóU ncest.
vera, og umskapa vora gleði ár
hvert í súrleggjar drykk vel
sterkum“. Síðan stóðu allir upp
úr sætum og hrópuðu húrra fyrir
brúðhjónum. Var þá þar í loftið
komin Skepna dóttir Sigvarða og
Sveinbjargar og hermdi hún hin
útlendu orð eftir brúðinni. Lék
hún það um stund, unz Maren,
en það hét hin nýgifta kona
Odds, skældi sig nokkuð og bað
fólk ei hafa börn til gysleika að
sér. Mundu menn hafa annað
á brullaupsdegi. Tók þá Svein-
björg barnið og flutti í sitt hús
og kom ei aftur til boðsins. Þótti
Sigvarða það illt, að hans kvinna
fengi ekki að njóta gleðibragðs
með fólki sem aðrir, og vildi nú
tilnefna klerkinn, að hann flytti
Maren skilning á þessu máli.
Mælti klerkur til Marenar á er-
lenzka tungu og bað hana út að
ganga og heimta Sveinbjörgu til
boðsins, en láta griðkonu gæta
barnsins. Maren gengur nú, og
að vörmu spori kemur hún aftur
með Sveinbjörgu við hönd sér.
Var síðan gengið til sæta, og
hinn sterkasti súrleggjarmjöður
á borð borinn, var svo drukkið
fram til miðaftans. Fóru menn
þá að halda brott. Fylgdi Oddur
þeim á veg og kvaddi vel og lengi.
Fluttu nú Oddur og Maren allt
sitt góss á loftið, og bjó hún þar
um að erlendum sið. Kom Oddur
fyrir gripunum góðu, brullaups-
gjöfunum, og varðveitti þá eftir
beztu föngum. Urðu þeim Oddi
og Maren gott til éfna. Var mál
manna að Oddur hefði þann eig-
inleika ríkastan að láta annarra
manna gripi á sér loða, þá er
hann gekk úr stofum manna. Út
af þessu varð oft málarekstur,
og bjó til kala á millum manna.
Varð Oddi vinafærra um sinn, og
tók hann að huga hvað valda
mundi. Kom Sigvarði einu sinni
að máli við Odd, og sagði honum
um tal manna, og hversu það
féll í þeirra skaut. Oddur varð
hljóður við og segir við Sigvarða:
,,Nú mátt þú til koma, bróðir, og
sjá við.“ Sigvarði hugsaði málið
og varð hljóður um hríð, bað
hann síðan Odd mál sitt heyra,
og gjöra að sem vildi. Kvaðst
hann til leggja, að Oddur hefði
veizlu mikla að haustnáttum og
biði þar til hinum betri mönnum
úr sveitinni, og skyldi hann síðan
leysa þá út með gjöfum 1 veizlu-
lok. Þessi ráð þótti Oddi hin á-
kjósanlegustu. Leið nú á sum-
arið og voru snemma afgreidd
haustverk, því veður voru góð og
hagstæð. Þegar að veturnóttum
leið, var farið að búa að veizlu
og var vel búið að. Föng voru nóg
og góð og í alla staði vel til vand-
að. Kom nú Oddur að máli við
Sigvarða bróður sinn.hvaða gripi
hann ætti að gefa. „Skalt þú,
bróðir, hér um segja nokkuð og
vil ég þínum ráðum hlíta.“ Sig-
varði dró andann þungt, og hugði
nú vel að. „Ef segja á ég hér
nokkuð um, vil ég að þú gefir
af smíðum þínum svo sem bezt
líkar. Eru það gripir góðir, sem
eigi er að undra, svo mikill hag-
leiksmaður sem þú ert“, svaraði
Sigvarði. Datt nú tal þetta niður
um sinn. Þegar áð veizludegi
kom, kallaði Oddur á Sigvarða í
loft sitt, og sýndi honum grip-
ina er hann ætlaði að leysa út
gesti sína með. Þegar Sigvarði
hafði litið á um stund, segir
hann: „Víst er það, góðir eru
gripirnir, enda er vináttan dýr.
Skalt þú hinum tignari mönn-
um fá hina stærri muni, svo
sem mjólkurskjólur og meisa, en
hina smærri aska, kúpur og
hornsmíði, er hentara að láta ó-
æðri menn njóta. Mun þér vaxa
hin bezta vinátta með sveitung-
um vorum að þessari veizlu lok-
inni. Það hlægir mig, ef þú verð-
ur ei í sveitastjórn kjörinn fyrir
vinfengi, hollustu og rausn þína“.
„Mæl þú manna heilastur", sagði
Oddur og létt gleðibros lék um
ásj ónuna.
Nú fóru menn að koma til
boðsins, og voru þeir leiddir í
loftið og tóku þeir þar tal saman
um heyafla sumarsins, vænleika
búfénaðarins og garðagróða.
Hafði hver maður þar orð að
leggja í, og sumir kunnu frá
merkilegum sveitum að segja og
jafnvel lengra að.
Þegar boðsmenn voru komnir,
voru framreiddir kjötmatar- og
bætiréttir með súrleggjar grauti
eftir mat. Nú sló Oddur í glas
sitt, og reis á fætur, bauð gesti
velkomna og óskaði þess að þeir
með fullri ánægju mættu njóta
þessa vinavottar, sem hann vildi
sýna sveitungum sínum með
þessu boði. „Það er okkar gleði
saman að vera, og gleðjast yfir